Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 56
=bygg* meðan stórmarkaðamennirnir ráða Kaupmannasamtökunum, eins og þau orða það. Segja þau það þó ekki ofmælt að hverfa- verslanirnar fái slík leyfi með hlið- sjón af því að mikið er um það að fólk verslar í brýnustu nauðsynjar í hverfaverslununum alla vikuna, jafnvei út í reikning, en gerir svo stórinnkap í mörkuðunum fyrir helgarnar. Hvað sem þessu líður ætla þau að halda áfram rekstri sínum. ,,Við höfum áhuga á þessu, það ereins og það sé eitthvert þjónustueðli í okkur, ætli við höfum ekki verið þjónar einhvers fyrirfólks í fyrra lífi", er það síðasta sem þremenn- ingarnir láta frá sér fara í þessu stutta raþþi. Veltan margfaldaðist við auglýsingaherferðina — auðveldara að versla með húsgögn en matvöru „Það er mikill munur á að versla með matvöru eða rúm“ segir Finnur, ánægður með nýja hlutverkið. „Ég tel mig hafa fundið mig í þessari grein verslunarinnar þótt ég hafi unnið við matvöruverslun allt frá fermingu og nú síðast átt Finnsbúð að Bergstaðastræti,“ sagði Finnur Magnússon, eigandi húsgagnaverslunarinnar Hreiðrið að Smiðjuvegi 10, er FV leit inn til hans nýlega á eins árs verslunar- afmæli hans í húsgögnum. Fyrir- tækið er hinsvegar orðið tveggja ára. Þegar Finnur keypti það, var veltan fremur lítil, enda vissu fáir um verslunina. Greip hann þá til þess ráðs að auglýsa hana vel upp og bar það þann árangur að veltan hefur stóraukist og hafa auglýs- ingarnar staðist vonir hans um árangur. Hreiðrið er sérverslun með rúm og hillusamstæður þótt þar séu fáeinir aðrir hlutir á boðstólnum, enda telur Finnur vænlegast að sérhæfa sig á sviði húsgagnasölu til að geta boðið sem fjölbreyttast vöruúrval í viðkomandi vöruflokki. Finnur var ekki lengi búinn að versla þegar hann stækkaði versl- unarplássið og nú er í bígerð að stækka það enn. Rúm eru rúmfrek vara þannig að ekki veitir af 360 fermetra húsnæði sem fyrirtækið er nú (. Öll húsgögn í Hreiðrinu eru innflutt svosem frá Danmörku og Ítalíu og eráberandi hvað unga fólkið er hrifið af furu þessa dagana en eldra fólkiö af dekkri viðartegundum. í austurhluta Kópavogs eru samtals sjö húsgagnaverslanir svo Finnur er spurður hvort sam- keppnin sé ekki óbærilega hörð: ,,Nei, ég held þvert á móti að þessi fjöldi sé öllum til góöa því fólk vill gjarnan geta borið saman áður en það tekur endanlega ákvörðum um kaup og þá hentar vel að það geti skoðað mikið úrval á litlu svæði,“ sagði hann. Þegar Finnur er í stuttu máli beðinn að bera saman verslunar- hætti i matvöru og húsgögnum, segir hann að matvörukaup- mennskan sé talsvert erfiðari. All- an daginn sé verið að afgreiða smáhluti þar, en ein sala í hús- gagnaversluninni geri ef til vill sömu útkomuna. Þó taldi hann matvöruverslunina tryggari þar sem fólk héldi áfram að boröa þótt eitthvað þrengdi að fjárhagnum, en það sparaði fremur við sig hluti eins og húsgögn, þegar þannig stæði á. Að lokum var hann spurður hvort hann hyggði ef til vill á breytta verslunarhætti: ,,Nei, eina breytingin gæti orðið frekari stækkun á verslunarplássinu.“ 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.