Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 24
innlent
Öll þjóðin stynur undan
verðbólgunni, sem æðir
áfram. Ríkisstjórn eftir
ríkistjórn hefur það að
aðalmarkmiði að kveða
hana niður, en hún hefur
samt aldrei verið meiri en
nú. Ailir frambjóðendur til
alþinginskosninganna
lýstu yfir ýmist á prenti
eða frammi fyrir alþjóð í
sjónvarpi, að nú skyldi
gengið til nýrra átaka
gegn verðbólgunni. Þó
saka fulltrúar allra flokka
alia andstæðinga sína
um, að enginn þeirra hafi
leiðir gegn vandanum.
Og verðbólgan vex og
vex.
„Verðbólgan er ógn-
valdur atvinnulífs á ís-
landi og ég leyfi mér að
fullyrða, að verði ekki bú-
ið að grípa til róttækra
aðhaldsgerða og jafn-
framt leysa úr greiðslu-
fjárerfiðleikum atvinnu-
lífsins innan nokkurra
vikna, þá verður komið
fjöldaatvinnuleysi í
haust“ segir Erlendur
Einarsson forstjóri SÍS í
viðtali við Frjálsa verzlun
síðasta vetrardag.
SÍS er stærsta fyrirtæki á ís-
landi, hefur nálega helmingi
meiri veltu en það fyrirtæki sem
næst kemur. Velta SÍS var 1981
helmingi meiri en velta Lands-
bankans, hjá SÍS starfar fleira
fólk en hjá nokkru ööru fyrir-
vegna hins erfiða efnahags-
ástands í landinu. í hverju hef-
ur samdrátturinn eða hið
aukna aðhald komið fram?
Hefur fólki verið fækkað eða
rekstur lagður niður eða sam-
an dreginn?
SÍS — risinn meðal íslenskra fyrirtækja stynur:
Róttækar aðhaldsaðgerði
tæki og launagreiðslur nema
hundruðum milljóna á ári.
Þegar risi íslenskra fyrir-
tækja stynur undan verðbólg-
unni hriktir í hjá fleirum. Frjáls
verzlun ræddi málin nokkuð
við Erlend Einarsson. Á góma
bar auk verðbólgunnar, verð-
trygging lána, gengissig eöa
fast gengi o.fl.
— Sambandið boðaði í
upphafi þessa árs samdrátt
og/eða aukið aðhald f rekstri
— Þær aðgerðir, sem Sam-
bandið boðaði í upphafi þessa
árs miðuðust fyrst og fremst að
því að létta greiðslustöðu
Sambandsins og kaupfélag-
anna, sem farió hefur versn-
andi vegna hins erfiða efna-
hagsástands, jafnframt því aó
leita markvissra aógerða til
þess að minnka reksturskostn-
aö og auka tekjur. Aðgerðirnar
voru þríþættar:
1. í fyrsta lagi aöstoö viö kaup-
félögin við aðhald í rekstri
þeirra og til að freista þess
aö bæta greiðslustöðu
þeirra.
2. ( ööru lagi margvíslegar að-
gerðir til hagræðingar í
rekstri Sambandsins á ýms-
um sviðum. í því sambandi
hefur þess m.a. verió freist-
ar aö ráða ekki í störf sem
losnuðu, nema brýna nauð-
syn bæri til. Engar rekstrar-
einingar hafa enn verió
lagðar nióur, en vel má vera
24