Frjáls verslun - 01.02.1983, Side 11
Karlremban er
söm við sig
Stuttu fyrir kosningar gaf
Kvennalistinn út myndarlegt
blað í dagblaðsbroti og
kynntu konur þar frambjóð-
endur auk þess sem nokkrar
þeirra skrifuðu greinar í
blaðið og færðu rök fyrir því
að stjórnmálaflokkarnir
væru ekki rétti vettvangur-
inn fyrir stjórnmálaþátttöku
kvenna.
Karlrembusvínin eru lítt
hrifin af kvennaframboðinu,
eins og vænta mátti, og
töldu það því táknrænt fyrir
kvennalistann að stærsta
auglýsingin í blaðinu skyldi
vera frá fyrirtækinu ,,LOFT-
ORKU"
Tölvublaðið
lifir
Á síðasta ári kom út fyrsta
tölublað nýs sérrits um
tölvumál, ..Tölvublaðið", og
vakti það athygli fyrir vand-
aðan frágang og efni. fyiarg-
ir tölvuáhugamenn fögnuðu
þessari útgáfu enda tölvu-
væðingin í algleymi og mikil
þörf fyrir upplýsingar á ís-
lensku máli á þessu sviði þar
sem yfirgnæfandi meirihluti
fáanlegra upplýsinga er á
erlendum málum. Síðan liðu
mánuðir án þess að þólaði
á framhaldi útgáfunnar og
því gjarnan slegið föstu að
útgáfan væri farin á hausinn
enda blaðið mjög vandað,
nokkuð sem yfirleitt er ekki
talið borga sig í íslensku
þjóðfélagi. Nú í apríl sl. birt-
ist nýtt tölublað af Tölvu-
blaðinu og er það ekki síðra
aö gæðum en það fyrsta. f
leiðara drepur ritstjórinn,
Helgi örn Viggósson, á að
ástæðurnar fyrir töfum á út-
komu blaðsins séu margvís-
legar, en eins og marga
hefur sjálfsagt grunað megi
rekja þær helstu til skorts á
fjármagni.
Gunnar Indriðason.
Fasteignaskoðun —
nýtt þjónustufyrirtæki
Gunnar Indriðason bygg-
ingatæknir hefur ásamt
öðrum stofnað nýtt fyrirtæki
í Reykjavík sem mun bjóða
sérhæfða þjónustu við mat á
fasteignum í sambandi við
sölu. Ennfremur er húseig-
endum boðin sú þjónusta að
fá metinn viögerðakostnað
vegna skemmda og galla.
Fasteignaskoðunin hf. mun
Ný stjórn hjá
gullsmiðum
Nýlega var haldinn aðal-
fundur Félags fslenskra
Gullsmiða að Þingholti á
Hótel Holt.
Á fundinum var kosin ný
stjórn þar sem eldri stjórnin
gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
í hina nýju stjórn voru
kosnir: Leifur Jónsson for-
maður, Jón Snorri Sigurðs-
son ritari, Hilmar Einarsson
gjaldkeri, ÁsdísThoroddsen
og Ólafur G. Jósepsson.
Á fundinum voru einnig
samþykkt ný lög fyrir félagið
og þau færð í meira nútíma-
legt horf.
Á síðasta ári var í fyrsta
skipti í sögu félagsins gefið
út blað Félags (slenskra
Gullsmiða og komu út þrjú
tölublöð þetta fyrsta ár. Blað
þetta vakti mikla hrifningu
þeirra sem það lásu. Rit-
stjóri þessa blaðs var Stefán
B. Stefánsson.
einnig bjóða ráðgjöf í sam-
bandi við hagkvæmni í við-
gerðum á húsum.
Meðal þess sem Fast-
eignaskoðunin hf. mun gefa
hlutlausa umsögn um er
varðandi gæði byggingar-
efnis, vinnubrögð og frá-
gang við byggingu, gæði og
frágang tréverks, múrverks
og lagna auk ytra umhverfis
húseignar.
Að sögn Gunnars Ind-
riðasonar vantar þessa
þjónustu þar sem brögð
hafa verið að því að fólk sem
lagt hefur aleiguna í kaup á
húsnæði hafi orðið fyrir
verulegu tjóni vegna galla,
sem ekki hefðu fariö framhjá
fagmönnum. Iðn- og tækni-
menntaðir starfsmenn Fast-
eignaskoðunarinnar hf.
munu annast skoðun á fast-
eignum, jafnt fyrir kaupend-
ur sem seljendur og gefa
umsögn um kosti og galla.
Með þessu móti er unnt að
tryggja sanngjarna veru-
lagningu fasteigna og um
leið giröa fyrir dýrar og
tímafrekar deilur, stefnur og
önnur leiðindi.
Nýtt fyrir-
tæki í
verðbréfum
Þrír einstaklingar hafa
stofnað nýtt fyrirtæki sem
annast mun kaup og sölu
verðbréfa, fjárvörslu, fjár-
málaráðgjöf og s.k. ávöxt-
unarþjónustu. Fyrirtækið
nefnist „Ávöxtun sf" og eru
stofnendur þeir Ármann
Reynisson viðskiptafræð-
ingur, Bjarni Stefánsson og
Pétur Björnsson. Skrifstof-
an er aö Laugavegi 97. Ár-
mann Reynisson mun veita
þessu nýja fyrirtæki for-
stöðu.
Ávöxtun sf. er eitt margra
nýrra fyrirtækja sem að
undanförnu hafa verið
stofnuð til að annast þjón-
ustu fyrir þá sem vilja reyna
að verja sparifé sitt gegn
rýrnun í óðaverðbólgunni.
Lengst af var Kauphöllin,
fyrirtæki Arons heitins Guð-
brandssonar, eina fyrirtæk-
ið sem veitti þessa tegund
þjónustu eða þar til Verö-
bréfamarkaður Fjárfesting-
arfélags fslands tók til
starfa. Síðan hafa fleiri fyrir-
tæki bæst við á þessu sviði
og verður ekki annað séð en
að mun meiri þörf sé fyrir
sérfræðiþjónustu á þessu
sviði en í fljótu bragði hefði
mátt ætla.
Eins og nú tíðkast mun
Ávöxtun sf. nota tölvu til að
flýta fyrir könnun á ávöxt-
unarmöguleikum, en þeir
munu vera fleiri og vænlegri
en margan grunar.
11