Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 39
öm Valdimarsson sölumaður á Varta-rafhlöðum. Ágústa Guðmundsdóttir stjórnar skiptiborði fyrirtækisins, og vísar gestum í réttar áttir ásamt því að létta undir við vélritun og önnur störf. Helga Bergþórsdóttir sem hefur umsjón með kaffistofu, og Aðal- heiður Guðmundsdóttir ræða málin. það er valinn maður í hverju rúmi, og eins og ég sagði hér í upphafi, þá höfum við veitt okkur þann „rnunað" að hafa aðeins í vinnu afburða gott starfsfólk." — Þú hefur sjálfur verið fram- kvæmdastjóri Þýsk-íslenska frá því þið keyptuð fyrirtækið 1976. Verður stjórn fyrirtækisins áfram með óbreyttu sniði? ,,Nei, það hafa nú nýlega verið gerðar þær breytingar, að Guð- mundur G. Þórarinsson hefur haf- ið hér störf, og erum við nú tveir framkvæmdastjórar. Þessi breyt- ing kemur til með að auðvelda stjórnun fyrirtækisins og verða því til góðs, enda er það varla á eins manns færi lengur að hafa nægi- lega yfirsýn yfir þetta allt. Við fögnum því þess vegna að Guð- mundur skyldi reiðubúinn að helga fyrirtækinu starfskrafta sína." Setja þarf skýrari reglur um innflutningsverslunina — Mörg íslensk fyrirtæki blómstra um þessar mundir, en þau eru þó fleiri, sem berjast í bökkum, og fæstir telja í raun og veru auðvelt að reka fyrirtæki hér á landi nú. Hver er þín skoðun á þvi? ,,Það er hverju oröi sannara, að hér á landi er enginn leikur að reka atvinnufyrirtæki, og innflutnings- fyrirtæki eru þar engin undan- tekning. Hér er mikil óvissa á öllum sviðum, óðaverðbólga, gengisfall, óöryggi í stjórnarfari, nýir skattar og tollaálögur tíðir viðburðir, úrelt verlagsgjöf, og erfitt eða ómögulegt að gera áætlanir fram í tímann. Þetta eru stað- reyndir sem öllum eru kunnar, og óþarft að eyða mörgum orðum þar að, en ég held að Ijóst sé að öllu lengur verður ekki haldið áfram á þessari braut. Það verður að fara að gera breytingar á eigi ekki illa að fara og eigi það ekki að verða of seint. Varðandi innflutningsverslunina sjálfa hef ég svo aftur sérstakar hugmyndir, þar þarf víöa að taka til hendinni að mínum dómi. Sann- leikurinn er sá að hér er alltof auðvelt að fá heildsölu- og inn- flutningsleyfi, svo er að sjá að allir geti hafið innflutning með eða án leyfa, og skiptir þá ekki neinu máli, hvort þessir aðilar stunda þetta sem aðalatvinnu eða hreina auka- vinnu. Auðvitað er ég fylgjandi sem mestu verslunarfrelsi, og ekki leikur vafi á því að frjáls verslun er nauðsynlegur og mikilvægur þátt- ur í því að tryggja í senn lágt verð og mikið framboð. En til að svo megi verða þarf að gera meiri kröfur til þeirra sem við þessi störf fást. Ekki getur gengið að innflutningsaðilar komi og fari, flutt er inn vara í dag, en ekki lengur á morgun. Oft sitja kaup- endur eftir með sárt ennið, hafa enga varahluta- eða viðgerða- þjónustu, og hafa í raun tapað stórféákaupunumsínumafaðilum, sem ekki verða langlífir í innflutn- ingnum. — Auðvitað gerir enginn þetta af illvilja eða ráðnum hug, en þegar togast á hagsmunir við- skiptavina og eigin hagsmunir, og þegar fer að halla undan fæti, þá er varla við því að búast að neyt- endur eða viðskiptavinir verði þeir fyrstu, sem fá upp gert. Hér þarf að setja strangari reglur og eftirlit, gera þarf auknar kröfur til þeirra sem nauðsynleg leyfi fá, en um leið má draga úr eftiriiti á öðrum sviðum, sem oft er of mikið og á ranga áhersluþætti. Enn get ég nefnt, að það er vitaskuld varla vansalaust, að hér skuli aö staðaldri vera sjö til tíu er- lendir heildsalar — mestmegnis frá Danmörku — sem keppa við innlenda aðila með hvers kyns fríðindum og undirborðsgreiósl- um, oft í beinhörðum gjaldeyri. Þetta fer hér fram við nefið á yfir- völdum, sem ekki skipta sér af þessu, en a sama tíma er fjöldi opinberra starfsmanna, sem ekki gerir annað en að rannsaka og skoða rótgróin og heiðarleg, ís- lensk fyrirtæki, sem engin þörf er á að vera sífellt að skoða. Það eru þessir erlendu aðilar sem á að 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.