Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 34
þjóðerni er að ræða, og fátt getur
komið í stað þess að fulltrúar okk-
ar hér fari utan og sjái með eigin
augum hvernig að framleiðslunni
er unnið. Þetta hefur haft í för með
sér mikil ferðalög, og sjálfur hef ég
komið til all flestra þeirra framleið-
enda, sem við seljum frá, hvort
heldur þeir eru í Evrópu, Asíu eða
Ameríku.
Þetta hafa oft verið mikil ferða-
lög, og stundum hefur mérfundist,
sem ég væri of mikið í burtu frá
fyrirtækinu, en að öllu athuguðu
tel ég þó, að þeim tíma og fjár-
munum, sem í ferðalögin hafa
farið, hafi verið vel varið."
Mikil áhersla lögð
á markaðsrannsóknir
— Gerið þið nákvæmar mark-
aðsrannsóknir hér á landi áður en
þið setjið nýjar vörur á markað.
Kannið þið til dæmis verð á sam-
keppnisvörum, stærð markaðar-
ins, gerið þið áætlanir um mark-
aðshlutdeild og hversu miklu skal
varið í auglýsingar og þess háttar.
,,Já, við leggjum mikla áherslu á
markaðsrannsóknir, þær eru eitt
af grundvallaratriðunum í mark-
aðssetningu okkar, auglýsingum
og síðar sölu. — Spurningin finnst
mér hins vegar merkileg fyrir þá
sök, að ég hef aldrei verið spurður
spurningar sem þessarar áður,
þótt oft hafi ég rætt við menn um
starfsemi fyrirtækisins. Almennt
séð, þá held ég að menn geri sér
ekki grein fyrir mikilvægi þessara
hluta, sem þú nefndir.
Við gerum mjög nákvæma
markaðsúttekt hér, áður en
nokkrar ákvarðanir eru teknar um
nýjar vörur eða söluherferð á
þeim, sem fyrir eru. Yfirleitt eru
þessar athuganir gerðar í sam-
vinnu starfsmanna Þýsk-íslenska,
og sérfræðinga á ýmsum sviðum,
sem við ráðum sérstaklega til
slíkra starfa. Við könnum stærð
markaðarins hér, gæði þeirrar
vöru sem á boðstólum er í saman-
burði við okkar vöru, verð, hlut-
deild ýmissra vörumerkja í mark-
aðnum hér og erlendis, gerum
auglýsingaáætlanir og svo fram-
vegis. Um mikilvægi þessa þáttar í
Sigurjón Einarsson forstöðumað-
ur toll- og verðútreikningadeildar:
„Hin síaukna pappírsvinna vegna
opinberrar skattheimtu gerir vax-
andi kröfur til nákvæmni, og
hraðra og skipulegra vinnu-
bragða.“
Guðmundur Þórðarson fjármála-
stjóri: „Hér er tekist á við hin sí-
gildu vandamál fyrirtækja af
þessu tagi; Innheimtuerfiðleika
og rekstrarfjárskort."
Magnús Bjarnfreðsson kynn-
ingarstjói. Hann leggur á ráðin um
margháttaða kynningu, fræðslu
og upplýsingavinnu þýsk—l's-
lenska.
rekstri fyrirtækisins þarf ekki að
fjölyrða.“
— Hvað getur þú sagt um
markaðshlutdeild ykkar á einstök-
um vörum. Hvað er Grohe mikils
ráðandi á markaði blöndunar-
tækja til dæmis?
,,í Evrópu mun um 25% seldra
blöndunartækja vera frá Grohe.
Þetta hlutfall er að sjálfsögðu mun
hærra í Þýskalandi og norður
Evrópu, og hér á fslandi er hlut-
fallið einnig talsvert hærra en einn
fjórði. Grohe-blöndunartæki hafa
náð gífurlegri útbreiðslu hin síðari
ár, og þau má sjá í öllum heims-
hornum. í Sovétríkjunum voru til
dæmis sett upp Grohe-tæki í
byggingar sem reistar voru vegna
Olympíuleikanna þar, og hið sama
gildir um nýju flugstöðina í
Moskvu, sem nýlega var tekin í
notkun.“
— Og þið auglýsið mikið, er
það ekki einn þátturinn í vel-
gengninni?
„Vissulega auglýsum við mikið,
og útilokað er að ná umtalsverðum
tökum á markaðnum án auglýs-
inga. Við höfum hins vegar haft
þann hátt á að við komum vörum á
markað áður en auglýsingar hefj-
ast, við þreifum fyrir okkur á
markaðnum áður en við hellum
okkur út í miklar auglýsingar. Fyrst
þegar varan er tekin að seljast,
tekin að skapa sér nafn, þá fylgjum
við henni eftir með auglýsingum.
Við höfum því ekki lent í því að
auglýsa upp vonlausar vörur, ég
held að segja megi að arðsemi
auglýsinga okkar hafi undantekn-
ingalítið verið mjög góð. — Oft
stafar þetta af því, sem ég var að
segja hér fyrr, að merki þau sem
við bjóðum eru löngu kunn áður
en þau eru boðin til sölu hér. Bæði
þekkir fólk þau af umtali og af lestri
erlendra blaða, og svo hafa margir
íslendingar kynnst þeim erlendis.
— Þetta síðast nefnda á til dæmis
við um Marabou-súkkulaðið frá
Sviþjóð. Mjög margir þekkja það
þaðan, og það byrjaði þegar að
seljast eftir að við fluttum það
hingað inn. Auglýsingunum var
síðan ætlað það hlutverk að fylgja
þessari fyrstu sölu eftir.
Svipaða sögu má segja um
34