Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 63
meö öll sögö, því árið 1980
komst markaðshlutdeildin í
hvorki meira né minna en
61,6%, en þaö árið voru fluttir
inn og seldir samtals 4.661
japanskir nýir fólksbílar.
Síöan kom nokkuó bakslag í
markaöshlutdeild japönsku
bílanna árið 1981, þegar hlut-
deildin var 47,4%, en þaö árið
voru fluttir inn og seldir alls
4.034 bílar. Lítil sem engin
breyting varð á síðasta ári,
þegar markaðshlutdeild þeirra
japönsku var48,0%, en þá voru
alls fluttir inn og seldir 4.112
bílar. Hvað verur á yfirstand-
andi ári er erfitt aó segja til um.
Þá telja flestir, að japanskir bíl-
ar muni nokkurn veginn halda
sínum hlut. Þar muni aðeins
skeika nokkrum prósentustig-
um til eða frá.
SÁAB hefur selst mjög mikið á síðustu árum.
Austur-Evrópa
Bílar frá Austur-Evrópu hafa
jafnan notiö töluverðra vin-
sælda hér á landi og kannski
fyrir þá sök fyrst og fremst, aó
þeir hafa verið ódýrari en
aðrir. ,,Þeir eru víst niður-
greiddir blessaóir“. Árió 1974
var markaðshlutdeild bíla frá
Austur-Evrópu 8,53%, en það
árið voru fluttir hingað til lands
og seldir alls 763 bílar. Þeir
tóku síðan töluvert stökk upp á
við í markaðshlutdeild árið
1975, þegar hún var 14,44%,
en það árið voru fluttir inn
samtals 417 bílar. Uppsveiflan
hélt síðan áfram á árinu 1976,
þegar markaðshlutdeildin var
21,3%, en það árið voru fluitir
inn samtals 836 bílar frá Aust-
ur-Evrópu.
Markaöshlutdeildin komst
Síðan í 23,81 % árið 1977, þegar
alls voru fluttir inn til landsins
og seldir 1.607 bílar frá Aust-
ur-Evrópu. Markaðshlutdeild
nýrra fólksbíla frá Austur-
Evrópu komst síðan í hámark
árið 1978, þegar hún var
Nýja flaggskipið frá Volvo, Volvo 760 GLE.
27,81 %, en þaö árió voru fluttir
inn og seldir alls 2.130 bílar.
Áriö 1979 komst markaðshlut-
deildin síðan niöur í23,19%, en
það árið voru seldir og fluttir
inn alls 1.652 bílar. Niðursveifl-
an hélt síðan áfram áriö 1980,
þegar markaöshlutdeildin
komst niður í 14,5%, en þaó
árið voru fluttir inn og seldiralls
1.098 bílar. Staðan var sviþuð
árió 1981, þegar markaðshlut-
deildin var 15,8%, en það árið
voru fluttir inn og seldir alls
1.345 þílar frá Austur-Evrópu.
Markaðshlutdeildin féll síöan
niöur í 11,9% á síóasta ári,
þegar bílarnir voru alls 1.023.
Hvað varðar árið í ár reikna
menn frekar meö því að bíiar
frá Austur-Evrópu missi eitt-
hvað af hlutdeild en hitt.
Bretland
Það er með bresku bílana
eins og þá bandarísku, að þeir
63