Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 72
fjölmiðlar
Stríð á markaði viðski[
— Wall Street Journal
Meiriháttar viðskiptadagblaðastríð hefur nú brotist út
í Evrópu og það sem um er barist eru bandarískir
auglýsendur, sem vilja ná athygli á evrópska mark-
aðnum og evrópskir kaupsýslumenn, sem vilja vita
meira um bandaríska markaðinn. Wall Street Journal,
stærsta dagblað Bandaríkjanna hefur tekið upp
prentun í Evrópu og þar með lagt í baráttu við Fin-
ancial Times og International Herald Tribune. Tíma-
punkturinn er engin tilviljun — WSJ leggur til atlögu
einmitt í þann mund sem efnahagslíf heimsins er að
rétta við undir forystu Bandaríkjanna.
sína tegund af viðskiptablaði,
sem ber aó einhverju leyti ein-
kenni síns lands. Þar eru dag-
blöö eins og Handelsblatt í
V-Þýskalandi, Les Echos í
Frakklandi, Börsen í Dan-
mörku, Kauppalehti í Finn-
landi, Norges Handels og sjö-
fartstidende og Dagens Indu-
stri í Svíþjóö. Svo eru til við-
skiptablöð, sem upprunalega
voru bundin við þjóömarkað en
hafa af tungumálaorsökum
oróið alþjóðleg eins og Fin-
ancial Times og International
Þegar pressurnar á Lim-
burgs Dagblad í Herlen í
Suöur-Hollandi spýttu úr sér
fyrstu 24.000 eintökunum af
Wall Street Journal Europe,
hinni nýju Evrópuútgáfu WSJ
mánudagsmorguninn 31.
ja rúar sl. braust út stríð milli
viðskiptadagblaða íEvrópu.
Þetta gerist um það bil sem
farið er aö rofa til í efnahags-
lífinu. Bandaríkjamenn eru
þegar farnir að tala um 1983,
sem árið sem allt tekur nýja
stefnu.
Áður en þessi áratugur hefur
runniö sitt skeið á enda verður
Ijóst hvort stærsta dagblað
Bandaríkjanna verður einnig
leiðandi viðskiptadagblað
Evrópu og heimsins, eða hvort
þessi heióur hlotnist öðru
hvoru þeirra viðskiptadag-
blaða, sem eldri eru á Evrópu-
narkaði, Financial Times í
.ondon eóa International Her-
ald Tribune í Paris.
Viðskiptablöð eru útbreidd
og algeng í Evrópu eins og
víðast annars staðar í hinum
iðnvædda heimi. Hvert land á
72