Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 5
frjáls
verz/un
Sérrit um elnahags-, viðskipta-
og atvinnumál.
Stofnað 1939.
Útgefandi Frjálst framtak hf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Magnús Hreggviðsson
RITSTJÓRI:
Magnús Hreggviðsson
SÖLU OG MARKAÐSSTJÓRI:
Sveinn R. Sveinsson
FRAMLEIÐSLUSTJÓRI:
Ingvar Hallsteinsson
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sjöfn Sigurgeirsdóttir
Auglýsingasími: 31661
LJÓSMYNDIR:
Jens Alexandersson
SKRIFSTOFUSTJÓRN:
Þórunn Þórisdóttir
Tímaritið ergefið út í samvinnu
við samtök verzlunar- og
athafnamanna
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300 — 82302
SETNING, PRENTUN
OG BÓKBAND:
Prentstofa
G. Benediktssonar
LITGREINING ÁKÁPU:
Prentmyndastofan hf.
öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir
FRJÁLS VERZLUN
er ekki ríkisstyrkt blað
Þegar þessar línur eru skrifaðar er kosningum nýlokið á Islandi.
I kosningabaráttunni kom það glögglega fram hjá talsmönnum
stjórnmálaflokkanna að þeir voru sammála um að eitt aðalvið-
fangsefni þeirrar ríkisstjórnar sem nú kemur til með að taka við
völdum, hver svo sem hún verður, sá að koma reglu á efnahagslíf
landsins sem óneitanlega hefur verið lausbeislað í meira lagi, sér-
staklega undanfarna mánuði, með þeim afleiðingum að verð-
bólgan er nú meiri en nokkru sinni fyrr í landinu og atvinnufyrir-
tækin riða til falls eitt af öðru, Víst er að ekki verður það auðvelt
hlutskipti sem bíður ríkistjórnarinnarog hætt er við að hún þurfi að
grípa til allróttækra aðgerða og það fyrr en síðar. Oft hefur virst
svo að stjórnmálamönnum skorti kjark til þess að gera það sem
gera þarf og má virða þeim það til vorkunar, þar sem þjóðin virðist
á stundum ekki hafa alltof ríkan skilning á því að nauðsyn ber til
þess að halda í hemilinn og það er frekar regla en undantekning
að stjórnmálaflokkum er hengt fyrir að það í kosningum ef þeir
reyna að grípa til aðhaldsaðgerða. Einhverra hluta vegna hefur
gengið erfiðlega að koma fólki í skilning um hverjar afleiðingar svo
mikillar veröbólgu sem verið hefur á íslandi að undanförnu muni
verða.og er líklegt að það sé arfleifð þess að fjölmargir telja sig
hafa ,,grætt“ á verðbólgunni — hún hjálpaði þeim til fjárfestinga
og annars slíks. Það hefur nefnilega gleymst frá hverjum fjár-
magnið sem þannig skapast er f raun og veru tekið og hverjir það
eru sem tapa á verðbólgunni.
Það hefur stundum heyrst að undanförnu að vandræði (slend-
inga nú sé að miklu leyti erlendri kreppu að kenna. Víst er að víða
hefur orðið verulegur samdráttur og efnahagsörðugleikar, en
hagspekingum ber saman um að líklegt sé að út taki að greiðast á
næstunni og hagvöxtur muni aukast aftur á Vesturlöndum á kom-
andi tímum. Gerist það fyrst og fremst í kjölfar lækkandi olíuverðs
á heimsmarkaði, en orkuverðir hefur komið illa við marga á und-
anförnum tveimur árum og dregið úr hagvexti og iðnframleiðslu
víða um lönd með þeim afleiðingum að atvinnuleysi hefur víða
farið.vaxandi. Staða íslendinga er því miður ekki þannig að útlit sé
á heimsmarkaði, en orkuverðið hefur komiö illa við marga á und-
að aflabrögð munu ekki aukast og ástand nytjafiskstofnanna er
slæmt. Það gerir þörfina á sterkari stjórnun enn meiri en ella.
Hvaða ríkisstjórn sem við tekur nú eftir kosningar þarf því á styrk
að halda til þess að gera það sem gera þarf. Vonandi verður
skæruhernaður hverskonar, hvort sem er íorði eðaá borði, lagður
niður um skeið og vonandi ber komandi ríkisstjórn gæfu til þess að
sameina þjóðina til þeirra verka sem þarf nauðsynlega að vinna.
5