Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 87

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 87
Fyrirtækið Damixa í Danmörku er einn af stærstu framleiðendum á nútíma blöndunartækjum í Evrópu. Með smekklegu og stílhreinu útliti, endingu, hitaþoli og nákvæmni, hafa þau rutt brautina fyrir Damixa-merkið til 50 landa. Þegar talað er um nútímablöndunartæki er átt við tæki sem bjóða uppá öryggi, nák- væmni, eru handhæg og síðast en ekki síst auðveld í stillingu. Damixa-blöndun- artæki eru prýdd þessum kostum og má loks nefna það atriði sem hefur gert þau vinsælust, þ.e. að fullkomin rennslisstilling næst með því að snúa handfangi 90° í stað þess að snúa ótal hringi, líkt og á eldri blöndunartækjum. Damixa framleiðir fullkomið sett af blöndunartækjum í baðherbergi, fyrir vaskinn skolskálina, baðkerið og sturtuna. Hér er boðið uppá blöndunartæki með bæði veggfestingum og borðfestingum. Með þeim er hægt að fá mikið úrval af stútum og úðurum. Á þessu sviði uppfyllir Damixa-blöndunartæki hvers manns óskir Einsarmablöndunartæki þurfa, eins og nafnið bendir til aðeins eina hönd til að hreyfa arminn sem stýrir rennsli og hitastigi vatnsins af mikilli ná- kvæmni. Veggblöndunartækin er hægt að festa í lóðrétta stöðu og fást þau með margvíslegum stútum og úðunarútbúnaði. Fjöldi annara blöndunartækja frá Damixa í eldhús eru á boðstólum, og má sækja frekari upplýsingar um þau, í bæklinga sem liggja frammi. ^ Innflutningsdeild Santbandsins Byggingavörur Holtagorðum Simi 812 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.