Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 48

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 48
Fjármögnun íbúðarhúss í Svíþjóð: Langtímalán með eigin vinnu — húsið greitt á 20 árum Frjáls verzlun hefur leitað upplýsinga um fjármögnunarleiðir við kaup á nýjum einbýlis- eða raðhúsum í Svíþjóð. Það skal tekið fram í byrjun að gæði einingahúsa í Svíþjóð eru misjöfn eins og annars staðar. Lóðarverð er einnig mjög mismunandi, haft var samband við 3 sænsk fyrirtæki sem selja tilbúin hús; Eksjöhus AB, Götenehus AB og NássjöHus/NorrlandsHus. Þessi þrjú fyrirtæki eru meðal þeirra sænskra einingahúsaframleiðenda sem auglýst hafa hús án útborgunar. Okkur lék hugur á að vita hvernig kjör væru boðin og hvort það stæðist í raun að hægt væri Við tökum hér eitt dæmi: Svíi kaupir raðhús í nágrannabyggð Stokkhólms. Húsið er á einni og hálfri hæð, 4 herbergi og eldhús ásamt húsbóndakrók eða tóm- stundaherbergi. Stæröin er 119,5 fermetrar. Söluverð er 431.000,- Skr. en fasteignamat (pantvárde) er 400.000.- Skr. Þessi kaupandi á kost á að fá 95.76% húsverðsins að kaupa hús án þess að hafa nokkra útborgun. Reyndar kom í Ijós að svo er ekki, en í stað útborgunar hafa þessi og fleiri sænsk fyrirtæki farið út á þá braut að bjóða fólki valkost; í stað þess að greiða útborgun er hægt að leggja hana fram að lang- mestu leyti með eigin vinnu. Húsin eru afhent mismunandi langt komin en yfirleitt þannig að venjulegt fólk á að geta ráðið við það sem eftir er að gera, einangra og klæða gólf, dúkleggja, mála, setja upp þakrennur og þess háttar. Með þessu móti má segja að um 100% fjármögnun geti verið að ræða. lánað til 20 ára og útborgunina, sem er 18.177,- Skr. getur hann greitt með eigin vinnu við frágang. Lánin skiptast þannig að fyrst kemur s.k. ,,Bottenlán“ eða grunnlán sem er 279.782,-Skr.eða 64.9% og er það á 13.7% ársvöxt- um. Síðan kemur s.k. ,,Bostads- lán“ eða húsnæðislán sem er 99.803.- Skr. eða 23.15% af kaup- 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.