Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 55

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 55
ofbeldi og misnotkun áfengis ásamt fíkniefna- vandamálum. Prestar, félagsráðgjafar og lög- gæslufólk hefur ekki farið varhluta af þessari hlið vandamálsins en einhvern veginn virðist sem stjórnmálamönnum hafi ekki fundist tilefni til þess að þeir skiptu sér af þessum málum. Þegar þess er gætt að ein frumþarfa einstak- lings í nútíma þjóðfélagi er húsaskjól, og reyndar í hvaða þjóðfélagi sem er á hvaða tíma sem er, og að húsnæði er undirstaða heimilislífs, þá geta stjórnvaldsaðgerðir til lengri tíma á sviði húsnæðismála verið afdrifaríkar. Með því að auðvelda fólki fjármögnun húsnæðiskaupa til lengri tíma er unnt aó leysa brýnt vandamál og um leið stuðla að því að auka efnahagslegt öryggi einstaklingsins og fjölskyldnanna og gera fólki kleift að láta sér líða betur á fslandi. Eins og svo oft hefur komið fram í pólitískri umræðu er þaó stór galli á okkar stjórnmála- mönnum að þeim hefur ekki tekist að skapa neina framsýn, þeim hefur ekki tekist að sam- einast um neina heildarstefnu til lengri tíma en fjögurra ára í senn, og reyndar gengið afar illa aðframfylgja henni. Málefni sem líkleg eru til að skila árangri fyrir lok kjörtímabilsins virðast næstum undantekningarlaust vera höfuðvið- fangsefni stjórnmálaflokka á hverjum tíma en stefnumarkandi atriði til lengri tíma eru hins vegar söluvara og málamiðlunargrundvöllur við stofnun ríkisstjórna. L.M.J. Bíll ársins frá Japan! Nefnd 57 bílagagnrýnenda í Japan valdi hinn nýja framdrifna MAZDA 626 bíl ársins 1982/1983 úr 41 nýrri gerð bíla, sem komu á markaðinn í Japan. Þetta er þriðja árið, sem þessi eftirsótta viðurkenning er veitt og í tvö af þessum þrem skiptum hefur MAZDAhlotiðhana. í fyrra skiptið var það MAZDA 323, sem var kosinn bíllársins 1980/1981 í Japan. Þetta sannar svo ekki verður um villst yfirburði MAZDA. Þar sem eftirspurnin eftir MAZDA 626 er geysileg erlendis, munum við aðeins fá takmarkáðan fjölda bíla á þessu ári. Tryggið ykkur því bíl sem fyrst. Mawla fiOft / BÍLABORG HF. / Smiðshöföa 23, sími 812 99. 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.