Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 77

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 77
tíma og nær bandarískum les- endum sínum um leið og þeirfá WSJ. Frankfurtarupplaginu er einnig dreift með flugi um mestan hluta Evrópu, Mið-- Austurlanda og Japan. Norðurlönd fá blaðið hins veg- ar frá London. Selt upplag af alþjóðaútgáfunum er samtals 39.000 eintök. Lundúnaútgáf- an skiptist þannig að 156.000 eintök seljast íBretlandi en um 8.000 eintök víða annars staðar. Samanlagt er upplag Financial Times 204.000 ein- tök. Stofnun alþjóðaútgáfunnar í Frankfurt hefur kostað Fin- ancial Times mikla fjármuni og af henni hefur verið tap und- anfarin ár þó að blaðið sé ann- ars rekið með hagnaði. Útgef- endur blaðsins telja þó að þetta muni snúast við innan skamms meö bættu efnahags- ástandi. CBS hefur áhuga Financial Times nýtur mikils álits í Bretlandi og er alls staðar virt fyrir vandaóan og óhlut- drægan fréttaflutning. Inter- national Herald Tribune, sem hefur verið gefið út í París síð- an 1887 hefur einnig getið sér góðs álits fyrir hlutleysi og málefnalega meðferð efnis á fréttasíðum og leiðarasíðum. Blaðið fær mikið efni meðal annars leiðara frá Washington Post og New York Times, sem eiga sinn þriðjunginn hvort í blaðinu. Hinn þriðjungurinn til- heyrir Whitney Communi- cations, sem sagt er að sjón- varpsfyrirtækið CBS, sem einnig gefur út mörg blöð, hafi áhuga á að kaupa. Frá því að vera smáblað fyrir ameríkana búsetta í Evrópu hefur International Herald Tribune vaxið í að verða virt alþjóðlegt vióskiptadagblaó með breitt fréttasvið. Upplagið er 140.000 eintök og 57% les- enda eru kaupsýslumenn. Tribune er prentaö í París, London, Zurich, Hong Kong og Singapore og er nú leitað að a.m.k. tveimur viðbótar prent- stöðum til að bæta dreifinguna. f hópum blaöamanna í Evrópu halda menn að það verði fyrst og fremst Herald Triþune sem verði fyrir barðinu á samkeppninni frá WSJ Europe. En Tribune hefur ekki miklar áhyggjur af þessari nýju samkeppni. Þar segja menn að WSJ Europe muni fyrst og fremst fjalla um bandarískt efnahagslíf þó að blaðið hafi aðgang að meir en 80 fréttarit- urum um allan heim. Auk þess telja þeir auglýsingaverð í Evrópu vera það lágt að aug- lýsendur geti vel auglýst í báö- um blöðunum. Hvað auglýs- ingar varðar sýnir rannsókn að mörg bandarísk fyrirtæki hafa áhuga á því að ná evrópska markaðinum, einmitt í gegnum Wall Street Journal — sem er hiö sanna tákn bandarísks at- vinnulífs. í augum þessara auglýsenda hefur WSJ einmitt upp á hiö ,,rétta ritstjórnarlega andrúmsloft“ aö bjóða, en það er atriði, sem skiptir stöðugt meira máli þegar auglýsendur ákveða hvar þeir ætla aö koma boðskap sínum á framfæri. Hljóðlátasta þota í heimi Margir hafa efiaust veitt athygli skrautlegri en dálítið undarlegri þotu á Reykjavíkurflugvelli. Hún hefur verið hér nokkrum sinnum, en það eru reynsluflugmenn British Aerospace sem hafa verið að leita uppi ísingarástand til að reyna afísingarbúnað þotunnar. Það er Capt. Peter Hop- wood sem er aðalþjálfun- arflugstjóri fyrir BAe 146 en reynsluflugmaður er P. Smith. Bae 146/100 á Reykjavíkurflugvelli É • 1 káJÉ Mmmims, Það sem einkum vekur at- lítil þota, sérstaklega stutt meó hygli er að BAe 146 er fremur sveran skrokk og fjóra hreyfla. 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.