Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 67

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 67
árinu 1978, þegarinn voru fluttir og seldir alls 356 ítalskir nýir fólksbílar og markaðshlut- deildin var4,65%. Árið 1979 féll hlutdeildin síðan niður í 3,49% með alls 249 bílum. Enn hallað síðan undir fæti árið 1980, þegar markaðshlutdeildin komst niður í 1,5% með 113 bílum. Árið 1981 var markaðs- hlutdeildin 2,0% með 170bílum og í fyrra skánaði heldur ástandið, þegar inn voru fluttir og seldir 234 bílar og mark- aðshlutdeildin var 2,7%. Mat manna er aö heldur muni ástandið skána á þessu ári, ef eitthvað er, annars standa í stað. Frakkland Loks má líta á hvernig þró- unin hefur verið í innflutningi og sölu á frönskum bílum á umræddu tímabili. Hún hefur verið nokkuð rokkandi. Árið 1974 var markaðshlutdeild nýrra franskra fólksbíla um 7,38% en þaö árið voru fluttir inn og seldir alls 660 bílar. Strax árið 1975 hallaði undan fæti þegar hlutdeildin komst niður í 4,6% með alls 135 bílum. Árið 1976 var markaðshlut- deildin 5,14% og bílarnir alls 201. Ástandið skánaði heldur árið 1977, þegar inn voru fluttir og seldir alls 495 bílar og markaöshlutdeildin koms í 7,33%. Aftur hallað undan fæti árið 1978, þegar markaðshlut- deildin komst í 5,69% og bíl- arnir voru alls 436 talsins. Enn hallaði undan fæti áriö 1979, þegar inn voru fluttir og seldir alls 297 bílar og markaðshlut- deildin var 4,17%. Slakast varö ástandið síðan árið 1980, þeg- ar inn voru fluttir og seldir alls 177 bílar og markaöshlutdeild- in komst í 2,3%. Heldur skánaði síðan ástandið árið 1981 þegar markaðshlutdeildin komst í 4,6% meö samtals 395 bílum og á síðasta ári var ástandið svipað, þegar inn voru fluttir og seldir alls 425 bílar og mark- aðshlutdeildin var um 4,9%. Hvað verður á þessu ári er erfitt að segja til um. Flestir telja þó, að franskir bílar muni heldur vinna á. Mazda Á síðasta ári var mest selt af Mazda fólksbílum hér á landi, eða samtals 994 og var mark- aðshlutdeild 11,6%. Þetta er ekki ífyrsta sinn, sem Mazda er mest seldi bíllinn, eða með bíla í efstu sætunum. Mazda var einnig í efsta sæti 1981, þá með 1.253 bíla og tæplega 14% markaðshlutdeild. Árið 1980 var Mazda og í efsta sæti með 1.253 bíla og 16,6% markaðs- hlutdeild. Volvo Volvo var í öðru sæti yfir mest seldu bílana á síöasta ári meö samtals 806 bíla, sem er um 9,4% markaóshlutdeild. Volvo var í fjórða sætinu árið 1981 með 649 bíla, sem jafngilti 6,45% markaðshlutdeild og ár- ið 1980 var Volvo með 232 bíla og var þá í áttunda sæti meö 3,1% markaðshlutdeild. Þess má hins vegar geta, að á síó- asta ári var Volvo 244 langmest seldi einstaki bíllinn hér á landi, en alls voru fluttir inn og seldir 527 bílar af þeirri gerðinni. Lada Ladabílar voru í þriðja sæti yfir mest seldu bílana á íslandi í fyrra með samtals 729 bíla, sem jafngildir 8,5% markaðs- hlutdeild. Áriö 1981 var Lada í þriðja sæti með 819 bíla, sem jafngilti þá um 9,36% markaðs- hlutdeild og árið 1980 var Lada í fjórða sæti með 642 bíla, sem jafngilti um 8,5% mark- aðshlutdeild. Lada 2105/2106 var í ööru sæti yfir mest seldu einstaka bíla á íslandi á síðasta ári með samtals 387 bíla. Toyota í fjórða sæti yfir mest seldu fólksbíla á íslandi á síðasta ári var Toyota með 662 bíla, sem jafngildir um 7,7% markaös- hlutdeild. Árið 1981 varToyota í fjórða sæti með 707 fólksbíla, sem jafngilti þá um 6,65% markaðshlutdeild og árið 1980 var Toyota í ööru sæti með 832 bíla, sem þá jafngilti um 11,0% markaðshlutdeild. Saab SAAB var í fimmta sæti yfir mest seldu bílana á síöasta ári hér á landi meö 569 bíla, sem jafngiiti um 6,64% markaðs- hlutdeild. Árið 1981 var SAAB í sjötta sæti með 523 bíla, sem jafngilti um 6,15% markaðs- hlutdeild. SAAB var hins vegar með mjög litla sölu eða aðeins 105 bíla á árinu 1980, og komst ekki á blað yfir 10 mest seldu bílana hér á landi. Niðurstaðan af framanritaöri uþþrifjun á þróun innflutnings og sölu á nýjum fólksbílum á íslandi hlýtur að vera annars vegar sú, aó gengisþróun er aðal orsakavaldurinn fyrir því hvaða bíla menn kaupa hverju sinni, auk þess sem þeirrar þróunar gætir í auknum mæli, að íslendingar kaupa ,,vand- aðri“ bíla en áður gerðist. Þessu til viðbótar má síöan ekki gleyma japanska undrinu, sem reiö húsum um alla Evr- ópu og gerir reyndar ennþá, þótt ýmis teikn séu á lofti um, að bæði evrópskir og banda- rískir bílaframleiðendur séu að ná sér betur á strik í sam- keppninni við hina japönsku kollega sína. 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.