Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 37
legt, ætluðum við að geta boðið
upp á fullkomna þjónustu, og
þetta var raunar ein forsenda þess
að við fengum Varta-umboðið.
Ýmislegt fleira get ég nefnt þessu
líkt; byggingin er hönnuð og sniðin
eftir þörfum fyrirtækisins til lengri
tíma, og ekkert leiguhúsnæði
hefði komið að sömu notum.
Hvað hitt varðar, að talað sé um
ofsagróða af innflutningsverslun-
inni, þá er harla lítið við því að
segja. — Það er stundum talað um
innflytjendur eða heildsala á
ákveðinn hátt hér á landi, en
þannig er það bara um svo margar
starfsstéttir. Lítið þarf útaf að bera
til að löggæslumenn séu taldir
óalandi og óferjandi, þingmenn fá
sitt, flugstjórar, blaðamenn eru í
misháu áliti frá einum tíma til ann-
ars, læknar, bændur, — þannig
mætti endalaust telja. Það þýðir
ekki að kippa sér upp við slíkt, og
hér höfum við ekkert að fela. Við
töldum þessa byggingu nauðsyn-
lega fyrirtækisins vegna, til þess
að við gætum veitt neytendum þá
þjónustu sem þeir eiga heimtingu
á. — Húsið er stórt, rétt er þaö.
Það hefur að sjálfsögðu verið
byggt að verulegum hluta til fyrir
lánsfé, og það þýðir miklar skuld-
bindingar til margra ára. Við hefð-
um getað farið aðra leið: Stækkað
smám saman við okkur, byggt og
flutt nokkrum sinnum uns núver-
andi takmarki væri náð, en það
hefði ekki komið eins vel út þegar
á allt er litið.
Þegar öllu er ábotninn hvolft tel
ég að það hafi verið rétt ákvörðun
að byggja þetta hús, sem hér
stendur á einum besta stað í
borginni með útsýni til allra átta í
kaupbæti!"
— Hefur fyrirtækið stækkað við
það eitt að flytjast í þetta nýja hús-
næði, eða var þörfnin orðin brýn
að stækka húsakynnin?
„Þörfin var vissulega orðin brýn
fyrir aukið rými, en eitthvað hefur
starfsmönnum þó fjölgað eftir
komuna hingað, og þeireru nú um
30 talsins. Ég tel þó ekki að flutn-
ingurinn einn hafi orðið til þess að
við höfum fjölgað starfsfólki, þörf-
in var einfaldlega orðin brýn. Hér
er enginn starfsmaður óþarfur,
Hér eru þeir Birgir Bernhöft í BB-Byggingavörum og Ingi Karl Ingason
markaðsstjóri að bera saman bækur sínar um hvernig skuli staðið að
kynningu á ýmsum nýjungum sem væntanlegar eru frá Grohe nú í
sumar.
Kristján Jósteinsson, ásamt lagermönnum.
Séð inn í verð- og tollútreikningadeild: Ágúst Már Jónsson og Steinunn
Kristjánsdóttir tölvuritari.
37