Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 84
skapaö stjórnendum ýmis óþægindi. Sem dæmi getum við tekið að þegar fyrirtæki auglýsir undir nafni getur skapast óþægilegur þrýstingur frá vandamönnum, vinum eða kunningjum stjórnanda, jafnvel þrýstingur frá starfsmönnum fyrirtækisins sem mæla með ákveðnum umsækjendum, þetta er þrýstingur sem er oft mjög óæskilegur, sérstaklega þegar ráða þarf í vandasöm störf sem krefjast ákveðinna hæfileika eða menntunar. Annar ókostur er sá sem fylgir nafnlausum tilboðsauglýsing- um, en vitaó er aó ekki nærri því öllum þeirra er svarað og því draga ýmsir vió sig að senda inn upplýsingar eftir þeim auglýsingum. Svo ég nefni þriðja atriðið, og ekki þaö veigaminnsta, þá er oft mjög tímafrekt fyrir atvinnurekendur að ræöa við jafnvel tugi um- sækjenda, og þann tíma mega fæstir stjórnendur fyrirtækja missa frá öðrum verkefnum. Hvaða aðferðum beitið þið við leit að ákveðnum starfs- kröftum fyrir fyrirtæki? ,,Það sem við gerum, í sem stystu máli, er að beita skipu- lögðum vinnubrögðum til að afla allra þeirra upplýsinga sem geta auðveldað atvinnurek- anda að meta hvort viðkom- andi umsækjandi sé líklegurtil þess að valda ákveónu starfi og falli inn í vinnuskipulag fyrirtækisins. Á sama hátt öfl- um við allra þeirra upplýsinga sem við teljum að geti auð- veldaó umsækjanda að meta hvort ákveðið starf henti hon- um eða ekki. Þetta gerum við með viðtölum og skráningu upplýsinga eftir nákvæmlega sömu aðferð, en með því móti fæst m.a. eðlilegur saman- burðargrundvöllur, auðveldara verður fyrir viðkomandi at- vinnurekanda að velja á milli umsækjenda og umsækjendur geta um leið treyst því aó þeim sé ekki mismunað vegna skorts á upplýsingum." Að lokum, Úlfar, nú er rætt um að atvinnuleysi kunni að vera framundan, ertu ekkert smeykur um að það kunni að hafa áhrif á starfsemi ykkar? ,,Áttu við að atvinnuleysi kunni að auka eftirspurn eftir okkar þjónustu?" Já t.d. — eða að þið verðið atvinnulausir.. . ,,Við teljum okkur hafa orðið áþreifanlega vara við að at- vinnuleysi er orðið staðreynd, nú eru u.þ.b. helmingi fleiri umsóknir um hvert starf en var fyrir hálfu ári síðan. Þetta ástand eykur eftirspurn eftir okkar þjónustu og þá fyrst og fremst vegna þess aö atvinnu- rekendur hafa sagt okkur að nú þýði auglýsing undir nafni jafnvel að umsóknir skipti hundruðum í stað tuga áður, en augljóst er hvað það þýðir; vinnan við aó tala við umsækj- endur er oróin meiri háttar mál. Hins vegar er það staðreynd að við erum alltaf með störf á skrá þar sem umsækjendur eru of fáir, sérstaklega sérfræði- störf og stjórnunarstörf. Þaö gæti verið vegna þess að fólk, sem kann að valda þessum störfum, vanmetur möguleika sína á vinnumarkaóinum og skiptir því of sjaldan um starf eða að það veit ekki um þá möguleika sem þjónusta okkar skapar. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til að ítreka að þótt þetta kallist ráðningar- þjónusta þá ráðum við aldrei í störfin, — okkar hlutverk er að afla þeirra upplýsinga sem ákvarðanir atvinnurekanda eða umsækjanda eiga og þurfa að byggjast á.“ Hljóðláta þotan - Framhald af bls. 79 Stratford Division og tegund- arheitið er ALF 502. Hönnun og þróun þessara þotuhreyfla hefur staðið yfir lengi en fram- leiðsla þeirra hófst um 1976 þegar samningur var gerður á milli Lycoming og Canadair um kaup á hreyflum með 7500 punda kný fyrir CL600, Chall- anger forstjóraþotuna sem framleidd var í samvinnu við Lear. 1978 var síðan gerður samningur um hreyfla fyrir BAe 146 er þeir eru af gerðinni ALF 502R-3 meó 6700 punda kný. Þessir hreyflar eru byggðir upp af þremur einingum, gashverfli (turbine), gasþjöppu (compr- essor) og blásara (fan module). Lengd hreyfilsins er aðeins 1,4 metrar og þvermál hans rúm- lega einn metri. Hver hreyfill vegur aðeins 565 Kg. og er hægt að skipta um hreyfil á einni klukkustund. Heildar- þrýstingshlutfall á milli hverfils og blásara er 11.4 ; 1. Auk þess að vera einstaklega einfaldir í þyggingu eru þessir hreyflar mjög hljóðlátir, þeir skila frá sér reyklausu afgasi og eru mjög sparneytnir miðað við afl og viðbragð. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.