Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 59

Frjáls verslun - 01.02.1983, Page 59
mjög svo slæma efnahags- ástand, sem ríkir hér á landi. Þegar litiö er á tölurnar hér að framan er ekki hægt annað en að leiða hugann að því hversu erfitt það hlýtur aö vera aó reka bílainnflutningsfyrirtæki á ís- landi. Það hlýtur að vera eins og í útgerö. Eitt áriö fiskast vel og hitt illa. Bandaríkin Þegar litið er á þróun inn- flutnings á bandarískum fólks- bílum hingað til lands kemur í Ijós, að hann hefur verið nokk- uð rokkandi eins og annar bílainnflutningur. Sveiflurnar eru þó mun meiri í bandarísku bílunum. Á metárinu 1974 voru fluttir inn og seldir alls 1.876 bandarískir bílar, sem jafngildir um 20,97% markaðshlutdeild. Árið 1975 þegar samdrátturinn varð sem mestur voru fluttir inn samtals 514 bandarískir bílar, sem jafngilti um 17,8% mark- aðshlutdeild, þannig að bandarísku framleiðendurnir héldu sínum hlut þokkalega það árið. Þegar kemur fram á árið 1976 dettur markaðshlut- deildin síðan verulega niður, en það árió voru fluttir inn og seldir samtals 360 bandarískir bílar, sem jafngilti um 9,17% markaðshlutdeild. Bandarísku bílarnir héldu síðan sínum hlut árið 1977, þegar markaðshlutdeild þeirra var 8,96%, en það áriö voru fluttir inn og seldir samtals 605 bílar. Árið 1978 taka svo bandarísku bílarnir kipp upp á við, samfara veiku gengi Bandaríkjadollars, en það árið komst markaðshlutdeild þeirra í 14,98%. Inn voru fluttir sam- tals 1.147 nýir fólksbílar. Árið 1979 fór markaðshlutdeildin niöur í 10,30%, en það árið voru fluttir inn og seldir samtals 734 nýir bandarískir fólksbílar. Slæglegt gengi bandarísku Volvo 224, mest seldi einstaki bíllinn á íslandi á síðasta ári. Mazda var í 1. sæti yfir mest seldu bílana í heildina, þar af var mest selt af Mazda 929. Sala á BMW hefur stórlega aukist á sl. tveimur árum. 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.