Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 11
Karlremban er söm við sig Stuttu fyrir kosningar gaf Kvennalistinn út myndarlegt blað í dagblaðsbroti og kynntu konur þar frambjóð- endur auk þess sem nokkrar þeirra skrifuðu greinar í blaðið og færðu rök fyrir því að stjórnmálaflokkarnir væru ekki rétti vettvangur- inn fyrir stjórnmálaþátttöku kvenna. Karlrembusvínin eru lítt hrifin af kvennaframboðinu, eins og vænta mátti, og töldu það því táknrænt fyrir kvennalistann að stærsta auglýsingin í blaðinu skyldi vera frá fyrirtækinu ,,LOFT- ORKU" Tölvublaðið lifir Á síðasta ári kom út fyrsta tölublað nýs sérrits um tölvumál, ..Tölvublaðið", og vakti það athygli fyrir vand- aðan frágang og efni. fyiarg- ir tölvuáhugamenn fögnuðu þessari útgáfu enda tölvu- væðingin í algleymi og mikil þörf fyrir upplýsingar á ís- lensku máli á þessu sviði þar sem yfirgnæfandi meirihluti fáanlegra upplýsinga er á erlendum málum. Síðan liðu mánuðir án þess að þólaði á framhaldi útgáfunnar og því gjarnan slegið föstu að útgáfan væri farin á hausinn enda blaðið mjög vandað, nokkuð sem yfirleitt er ekki talið borga sig í íslensku þjóðfélagi. Nú í apríl sl. birt- ist nýtt tölublað af Tölvu- blaðinu og er það ekki síðra aö gæðum en það fyrsta. f leiðara drepur ritstjórinn, Helgi örn Viggósson, á að ástæðurnar fyrir töfum á út- komu blaðsins séu margvís- legar, en eins og marga hefur sjálfsagt grunað megi rekja þær helstu til skorts á fjármagni. Gunnar Indriðason. Fasteignaskoðun — nýtt þjónustufyrirtæki Gunnar Indriðason bygg- ingatæknir hefur ásamt öðrum stofnað nýtt fyrirtæki í Reykjavík sem mun bjóða sérhæfða þjónustu við mat á fasteignum í sambandi við sölu. Ennfremur er húseig- endum boðin sú þjónusta að fá metinn viögerðakostnað vegna skemmda og galla. Fasteignaskoðunin hf. mun Ný stjórn hjá gullsmiðum Nýlega var haldinn aðal- fundur Félags fslenskra Gullsmiða að Þingholti á Hótel Holt. Á fundinum var kosin ný stjórn þar sem eldri stjórnin gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. í hina nýju stjórn voru kosnir: Leifur Jónsson for- maður, Jón Snorri Sigurðs- son ritari, Hilmar Einarsson gjaldkeri, ÁsdísThoroddsen og Ólafur G. Jósepsson. Á fundinum voru einnig samþykkt ný lög fyrir félagið og þau færð í meira nútíma- legt horf. Á síðasta ári var í fyrsta skipti í sögu félagsins gefið út blað Félags (slenskra Gullsmiða og komu út þrjú tölublöð þetta fyrsta ár. Blað þetta vakti mikla hrifningu þeirra sem það lásu. Rit- stjóri þessa blaðs var Stefán B. Stefánsson. einnig bjóða ráðgjöf í sam- bandi við hagkvæmni í við- gerðum á húsum. Meðal þess sem Fast- eignaskoðunin hf. mun gefa hlutlausa umsögn um er varðandi gæði byggingar- efnis, vinnubrögð og frá- gang við byggingu, gæði og frágang tréverks, múrverks og lagna auk ytra umhverfis húseignar. Að sögn Gunnars Ind- riðasonar vantar þessa þjónustu þar sem brögð hafa verið að því að fólk sem lagt hefur aleiguna í kaup á húsnæði hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna galla, sem ekki hefðu fariö framhjá fagmönnum. Iðn- og tækni- menntaðir starfsmenn Fast- eignaskoðunarinnar hf. munu annast skoðun á fast- eignum, jafnt fyrir kaupend- ur sem seljendur og gefa umsögn um kosti og galla. Með þessu móti er unnt að tryggja sanngjarna veru- lagningu fasteigna og um leið giröa fyrir dýrar og tímafrekar deilur, stefnur og önnur leiðindi. Nýtt fyrir- tæki í verðbréfum Þrír einstaklingar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem annast mun kaup og sölu verðbréfa, fjárvörslu, fjár- málaráðgjöf og s.k. ávöxt- unarþjónustu. Fyrirtækið nefnist „Ávöxtun sf" og eru stofnendur þeir Ármann Reynisson viðskiptafræð- ingur, Bjarni Stefánsson og Pétur Björnsson. Skrifstof- an er aö Laugavegi 97. Ár- mann Reynisson mun veita þessu nýja fyrirtæki for- stöðu. Ávöxtun sf. er eitt margra nýrra fyrirtækja sem að undanförnu hafa verið stofnuð til að annast þjón- ustu fyrir þá sem vilja reyna að verja sparifé sitt gegn rýrnun í óðaverðbólgunni. Lengst af var Kauphöllin, fyrirtæki Arons heitins Guð- brandssonar, eina fyrirtæk- ið sem veitti þessa tegund þjónustu eða þar til Verö- bréfamarkaður Fjárfesting- arfélags fslands tók til starfa. Síðan hafa fleiri fyrir- tæki bæst við á þessu sviði og verður ekki annað séð en að mun meiri þörf sé fyrir sérfræðiþjónustu á þessu sviði en í fljótu bragði hefði mátt ætla. Eins og nú tíðkast mun Ávöxtun sf. nota tölvu til að flýta fyrir könnun á ávöxt- unarmöguleikum, en þeir munu vera fleiri og vænlegri en margan grunar. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.