Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 10

Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 10
Arni fyrstur með auglýsingarnar Auglýsingastofurnar eru nú að vakna upp við þaó aó rás tvö útvarpsstöðvar ríkis- ins tekur brátt til starfa. Þar verða leiknar auglýsingar, eða pródúseraðar eins og fagfólkið segir, en auglýs- ingafólk hefur lengi barist fyrir því að slíkar auglýsing- ar komist í gömlu gufuna. sem héöan í frá mun heita rás eitt. Það sama auglýs- ingafólk var hins vegar seint að átta sig og vissi ekki fyrr en Arni Gunnarsson hafói stofnað fyrirtækið útvarps- auglýsingar og ná þannig forskoti á markaðnum. Nú hefur heyrst aö nokkrar auglýsingastofur hafi falast eftir samstarfi við Árna en þar hafi komist lengst Ólafur Stephensen og muni hann kaupa sig inn í fyrirtækið. Keppa við Kanann Það hefur vakió furðu margra að rás tvö í útvarpi hins opinbera mun ekki hefja sendingar fyrr en klukkan tíu á morgnana og gera síðan hlé fram yfir há- degi og aftur á kvöldin. Sem sé að útvarpa ekki á þeim tímum sem útvarpshlustun er mest. Hlustendahópurinn verður því takmarkaður strax í upphafi vió bílstjóra, húsmæður, sjúklinga og iðjuleysingja. Forráðamenn útvarpsins hafa gefió þá skýringu að útvarpstíminn ráðist af almennum dag- vinnutíma starfsfólks á rás tvö. En þeirri skýringu trúir enginn því markaðssinnuð stofnun, sem lætur gera hlustendakönnun byggir dagskrána á eftirspurn not- enda en ekki einkaþörfum. Illgjarnir segja að ekki megi keppa við rás eitt á besta auglýsingatíma en þeirri kenningu höfnum við líka. Orðspor er helst á því að samkeppni við Keflavíkurút- varpió ráði mestu um út- sendingartíma rásar tvö, enda fellur hann nákvæm- lega á þann tíma þegar mest er hlustað á Kanann. Segið svo að samkeppni hafi ekki áhrif. Kaupa einkaþotu Heyrst hefur að Sverrir Þóroddsson og Albert Guð- mundsson bræði nú með sér kaup á tveggja hreyfla einkaþotu. Ekki er samt meiningin að hér verði um að ræða ráðherraþotu fjár- málaráðuneytisins heldur verði hún notuð til almenns leiguflugs af Flugþjónustu Sverris. Þeir félagar hafa helst augastað á franskri þotu af gerðinni Falcon 20 en notuð mun hún kosta 2,7 milljónir dollara. Arnarflug leigir Otter Arnarflug er nú óðum að losa sig út úr óarðbærum fjárfestingum. Skammt er síðan „banabitinn", Electr- an frá íscargo var seld og jafnframt hefur annar Twin Otterinn verið seldur. Nú mun fyrirtækið vera í þann mund að leigja hinn burtu. Fer hann til Indlands án áhafna. Dauft í bókaútgáfu Fremur dauft hljóð er í flestum bókaútgefendum þessa dagana. Reikna þeir með því að bókasala verði meö minna móti um þessi jól og hafa því dregið verulega úr útgáfu sinni. Nokkrar stærstu útgáfurnar verða með allt að helmingi færri titla en í fyrra og minni upp- lög. Þó eru þær útgáfur til sem ekki láta deigann síga heldur halda fullum dampi- Heyrum við þar nefndar Vöku Ólafs Ragnarssonar og Bókaútgáfuna Svart a hvítu, sem hóf starfsemi í fyrra. Munu báöar útgáfurn- ar senda frá sér meir en tuttugu titla. BARON borðreiknivél með strimli i Lipur Létt Hljóðlát Örugg Kynningarverð kr. 3.980.- SENDUM UM LAND ALLT Skipholti 19. 10

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.