Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Arni fyrstur með auglýsingarnar Auglýsingastofurnar eru nú að vakna upp við þaó aó rás tvö útvarpsstöðvar ríkis- ins tekur brátt til starfa. Þar verða leiknar auglýsingar, eða pródúseraðar eins og fagfólkið segir, en auglýs- ingafólk hefur lengi barist fyrir því að slíkar auglýsing- ar komist í gömlu gufuna. sem héöan í frá mun heita rás eitt. Það sama auglýs- ingafólk var hins vegar seint að átta sig og vissi ekki fyrr en Arni Gunnarsson hafói stofnað fyrirtækið útvarps- auglýsingar og ná þannig forskoti á markaðnum. Nú hefur heyrst aö nokkrar auglýsingastofur hafi falast eftir samstarfi við Árna en þar hafi komist lengst Ólafur Stephensen og muni hann kaupa sig inn í fyrirtækið. Keppa við Kanann Það hefur vakió furðu margra að rás tvö í útvarpi hins opinbera mun ekki hefja sendingar fyrr en klukkan tíu á morgnana og gera síðan hlé fram yfir há- degi og aftur á kvöldin. Sem sé að útvarpa ekki á þeim tímum sem útvarpshlustun er mest. Hlustendahópurinn verður því takmarkaður strax í upphafi vió bílstjóra, húsmæður, sjúklinga og iðjuleysingja. Forráðamenn útvarpsins hafa gefió þá skýringu að útvarpstíminn ráðist af almennum dag- vinnutíma starfsfólks á rás tvö. En þeirri skýringu trúir enginn því markaðssinnuð stofnun, sem lætur gera hlustendakönnun byggir dagskrána á eftirspurn not- enda en ekki einkaþörfum. Illgjarnir segja að ekki megi keppa við rás eitt á besta auglýsingatíma en þeirri kenningu höfnum við líka. Orðspor er helst á því að samkeppni við Keflavíkurút- varpió ráði mestu um út- sendingartíma rásar tvö, enda fellur hann nákvæm- lega á þann tíma þegar mest er hlustað á Kanann. Segið svo að samkeppni hafi ekki áhrif. Kaupa einkaþotu Heyrst hefur að Sverrir Þóroddsson og Albert Guð- mundsson bræði nú með sér kaup á tveggja hreyfla einkaþotu. Ekki er samt meiningin að hér verði um að ræða ráðherraþotu fjár- málaráðuneytisins heldur verði hún notuð til almenns leiguflugs af Flugþjónustu Sverris. Þeir félagar hafa helst augastað á franskri þotu af gerðinni Falcon 20 en notuð mun hún kosta 2,7 milljónir dollara. Arnarflug leigir Otter Arnarflug er nú óðum að losa sig út úr óarðbærum fjárfestingum. Skammt er síðan „banabitinn", Electr- an frá íscargo var seld og jafnframt hefur annar Twin Otterinn verið seldur. Nú mun fyrirtækið vera í þann mund að leigja hinn burtu. Fer hann til Indlands án áhafna. Dauft í bókaútgáfu Fremur dauft hljóð er í flestum bókaútgefendum þessa dagana. Reikna þeir með því að bókasala verði meö minna móti um þessi jól og hafa því dregið verulega úr útgáfu sinni. Nokkrar stærstu útgáfurnar verða með allt að helmingi færri titla en í fyrra og minni upp- lög. Þó eru þær útgáfur til sem ekki láta deigann síga heldur halda fullum dampi- Heyrum við þar nefndar Vöku Ólafs Ragnarssonar og Bókaútgáfuna Svart a hvítu, sem hóf starfsemi í fyrra. Munu báöar útgáfurn- ar senda frá sér meir en tuttugu titla. BARON borðreiknivél með strimli i Lipur Létt Hljóðlát Örugg Kynningarverð kr. 3.980.- SENDUM UM LAND ALLT Skipholti 19. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.