Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1983, Side 24
unum breytt þannig að þau yrðu til lengri tíma og maður var svo mikill asni að trúa því að fyrr eða síðar hitti maður á þankastjóra með bein í nefinu, — við vorum að reka iðnfyrirtæki en ekki að fjár- magna einhverja óhóflega einkaneyslu. Þeir birtust síðan einn daginn og tóku báöa bílana, stóran amerískan jeppa sem ég notaði og lítinn japansk- an sem ég hafði fyrir kon- una, það var löngu áður en uppboóið átti aó fara fram.“ — Hvað gerist svo? ,,Nú þetta þasl hélt áfram, maður var eins og útspýtt hundskinn í að ná inn pen- ingum og slá. Það sem ég held að hafi riðið bagga- muninn var að þeir hús- byggjendur sem viö unnum fyrir voru flestir á hausnum líka og við sátum uppi með ógreidda reikninga og fallna víxla sem engin leið var að koma í pening. Það hafði að sjálfsögðu ekki farið framhjá mörgum að viö áttum í erfiðleikum. Auglýsingar um nauðungaruppboö sáu til þess og það hafði strax áhrif á söluna, hún minnkaði. Síðan varaöi maöur sig ekki á því að húsið var komið á uppboð líka og maður reyndi að bjarga því fyrst og fremst. Það var því ekkert aflögu til að setja uppí kröf- urnar á .jílunui og einn daginn er komið að upp- boðinu. Ég átti ekki krónu með gati og því var ekki um neitt að semja. Ég var líka farinn að þreytast á þessu öllu saman og farinn að hugleiða aó gefa hreinlega skít í þetta alltsaman. Á uppboðinu fóru báðir bíl- arnir, sá japanski á hálfvirði miðað við gangverð og þó var þetta nýr og lítió ekinn bíll, en jeppinn fór á verði sem var um einn þriðji gangverðs. Það vildi þó til að það var síðar haft sam- band við mig og mér boðinn bíllinn aftur gegn ákveðnum samningum um greiðslu skuldarinnar sem ég gat ráóið við. Þarna hafði lög- maðurinn látið slá sér bílinn sjálfur og var, án þess aó honum bæri skylda til, að forða mér frá enn meira tapi. Því miður eru svona lög- menn of sjaldséðir en ég er viss um aó þeir ná mestum árangri þegar upp er staðið. Þarna tapaði ég miklum peningum þótt betur færi en á horfðist, en það eru ekki allir jafn heppnir á þessum vettvangi. — Hvað með fyrirtækið, hélduð þið áfram rekstr- inum? ,,Nei við vorum búnir aöfá nóg. Iðnaðarhúsið, sem við höfðum byggt sjálfir, seldum við og fór það slétt uppí skuldir sem hvíldu á því auk kostnaðar, dráttarvexti o.s.frv., en þaö skrýtna erað sá sem keypti húsið gat fengið mun lengra lán en við og breytt stystu lánunum í eitt til lengri tíma og það í sama bankanum og við höfóum skipt við. Það er nefnilega ekki sama hver á í hlut þegar leitað er til bank- anna. Trésmíðavélarnar seldum við út á land en þær fóru á gangverði sem var langt undir verði nýrra eða nýlegra véla. Og það er nú einnig saga að segja frá því, — sá sem keypti vélarnar greiddi þær með víxlum sem voru fyrirfram keyptir af banka, víxlum sem okkur hafði verið sagt hvað eftir annaó í bönkum að engin leið væri að selja þar sem bankar væru hættir að kaupa víxla nema í undan- tekningartilfellum. — Og hvernig er staðan í dag? ,,Hún er ekkert glæsileg, ég og félagi minn sitjum uppi með skuldir vegna fyrirtækisins, sem var sam- eignarfélag með ótakmark- aðri ábyrgð. Þriggja ára streö gaf okkur nánast ekk- ert í aðra hönd nema tap og auknar skuldir. Ef maður er heppinn með vinnu þá tekst manni sennilega að halda húsinu en ég er farinn að efast um að það sé á sig leggjandi, ég er ekki orðinn fertugur en samt finnst mér ég vera orðinn eldgamall. Þegar ég lít til baka finnst mér síðustu tuttugu árin hafa verió eitt brjálæðis veðhlaup, maður hefur aldrei notið þess að vera til, kann það einfaldlega ekki og þetta hefur bitnað á okk- ur hjónunum þannig að ég held við séum orðin þreytt á lífinu langt um aldur fram, krakkarnir okkar eru komin á táningaaldurinn án þess maður hafi orðið þess var, — man einfaldlega ekki eftir því að hafa haft tíma til að fylgjast með sínum eigin börnum vaxa upp, — ég er búinn að sjá það núna, al- veg sama hvað allri þjóð- rembu og monti líóur og öllu því kjaftæði um að við fs- lendingar hefðum það best allra þjóða, að þetta er skítaþjóðfélag og maöur á að pilla sig burt á meðan tök eru á því.“ — Eru þetta ekki bara eðlileg viðbrögð þess sem hefur mistekist, þú ert vondur út í allt og alla vegna þess að þér gekk ekki allt í haginn? „Það er klárt mál, ég er Framhald á bls. 68 24

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.