Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 64

Frjáls verslun - 01.04.1983, Síða 64
stundum upp á herbergi til hans— upp í Lífshlaupið. Ég kynntist líka Guðmundi frá Miðdal. Við vorum saman í Fjallafélaginu. Áhrif og kunn- ingsskapur þessara manna gerði það að verkum, aö ég var kominn inn í þetta áóur en ég vissi af. Áhuginn á list er feng- inn eins og með sprautu í æð. Mér fór að þykja vænt um myndir og byrjaði aö safna án þess aö gera mér grein fyrir til- gangi þess eða setja mér nokkurt markmið í þeim efnum. Sumar myndir fékk ég gef- ins. Jóhannes Kjarval gaf mér t.d. einar þrjár myndir fyrir smásnatt. Það eru myndir sem ég held mikió uþp á. Ég keypti líka af honum myndir. Svo smám saman óx þetta, eöa þróaðist eins og menn segja núna. Ég fór að láta meira og meira fé í þetta. — Leituðu málarar til þín og föluðust eftir að selja þér? — Já, þaö kom oft fyrir. Ég fór á sýningar og hef alltaf sótt þær vel og frá fyrstu tíð að Sigurður Benediktsson hóf málverkauppboð vantaði mig aldrei og ég keypti mikið. — Þú hefur látið mikið fé í þetta? — Stundum kom þaö fyrir aó maður lét síóasta aurinn í málverkakaup og safnið hefur vaxið og vaxió eiginlega án þess að maóur vissi af. — Eru þau öll á veggjum hjá þér? — Heita má aö svo sé. Ég átti aldrei það mikið að ég kæmi því ekki fyrir, þó ég væri ekki í stórum íbúðum. En þaó voru þá allir veggir sæmilega þétt skipaóir. Svo byrjaói ég að byggja Hótel Holt og þá fengu málverkin gott pláss. Á göng- unum í Hótel Holti eru t.d. allar myndir Gaimars, alls 142 eóa 143 myndir úr þókinni hans. Á herbergjunum eru listaverk ís- lenskra málara, tvö til þrjú í sumum herbergjunum. Þareru líka lágmyndir eftir Ragnar Kjartansson og Hring Jóhann- esson. Á veggjum skrifstofu Þor- valdar í Dalshrauni var fjöldi listaverka og við beindum tal- inu að lítilli styttu í hillu þar. — Þetta er, aö því mér er tjáö, frumdrög að minnisvarða um Hallgrím Pétursson eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta er frummyndin. Ég fékk styttuna hjá konu búsettri í Kauþmannahöfn. Koþarsteypa af þessu verki er til í sömu stæró í Hallgrímskirkju. Ég gaf það kirkjunni til minningar um móður mína. Á miðjum vegg gengt dyrum í skrifstofu Þorvaldar er máluð mynd af móður hans. Hún varó 86 ára gömul, vinnuhestur mikill, fræg dugnaðarkona, sem hélt sjón og heilsu til dauóadags; lá síðustu viku lífs síns. Hún sá og lifði flesta þætti hins ævintýralega lífsferils einkasonar síns, sem fæddist er hún var í húsmennsku austur aö Holti undir Eyjafjöll- um. í stórum sal á annarri hæð uppi yfir athafnasvæði fyrir- tækisins Síld og fiskur, er stærðar salur. Hann hefur hlotió nafnið Háholt. Þar og víóar eru mörg heimsfræg listaverk og óborganleg íslensk listaverk sem Þorvaldur hefur safnað m.a. Lífshlaupið fræga, sem Kjarval teiknaði og málaði á veggi herbergis síns í Aust- urstræti. — Fleiri áhugamál en mál- verkasöfnun? — Ekki lengur, en ég stundaði áður fyrr og naut vel skíða- og jöklaferóa — var í Fjallafélaginu með Guómundi frá Miðdal. Við fórum víða um jökla eiginlega alla þá helstu nema Vatnajökul. Ég fór á Drangajökul, Snæfellsjökul, Þórisjökul, Mýrdalsjökul, Tind- fjallajökul og ýmsa aðra auk margvíslegra og tíðra feröa um önnur fjöll og óbyggðir. — Laxveiði? — Nei, ég hef aldrei fengið þá bakteríu, því miður. — Ertu ekki þolinmóður? — Ég hugsa að ég sé þaö nú eiginlega ekki. Ég vil heldur láta eitthvað gerast. Ég hafði þó gaman af þessu, þegar hann beit á. En einhvern veg- inn hefur laxveiöin aldrei höfð- að til mín. Vinnan tók alltaf all- an manns tíma. Fylgismaður frjálshyggjunnar — Nú er Síld og fiskur í Hafnarfirði og selur ekkert nema svínakjötsafurðir í heildsölu? — Við seljum til verslana á öllu stór-Reykjavíkursvæðinu og dálítið út á land. Fram- leiðslan er fjölbreytt en þó ekki unnar aðrar afuróir en koma frá búinu á Minni-Vatnsleysu. — Allt af þessum 300 gylt- um þínum? — Þær hafa að vísu ekki alltaf verið svona margar. Voru 270 á síðasta ári, en nú eitt- hvað tæplega 300. Svínakjötið þykir gott og Síld og fiskur dafnar og stækkar svona hóf- lega. — Ef þú lítur um öxl, finnst þér aðstaða til reksturs og umsvifa í viðskiptasviðinu fara versnandi eða batnandi? — Ég verö nú að segja, að allt hefur þetta þróast ágæt- lega yfirleitt. Neyslan í þjóöfé- laginu fer alltaf vaxandi og það hefur skapað mér möguleika til útvíkkunar á rekstri og stækk- unar. — Þú hefur aldrei farið út í pólitíkina? — Aldrei haft áhuga á Framhald á bls. 63 56

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.