Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.04.1983, Qupperneq 71
ippseyjar, Botswana og Saudi-Arabía. íslenskir hagsmunir Af þeim 36 verkefnum, sem stjórn sjóösins hefurfjallað um, er um íslenska hagsmuni að ræða í 5 tilvikum. Þar af eru tvö verkefni e.t.v. sérstaklega mik- ilvæg; annað verkefnið varðar orkuráðgjöf á Filippseyjum. í því tilviki hefur verkfræðifyrir- tækiö Virkir fengið aðstoð við að nálgast áhugavert jarð- varmaverkefni á Filippseyjum. Þaö er umfangsmikið verkefni, sem gæti opnað íslenskum verkfræðifyrirtækjum leið aó alþjóölegum verkefnum í ríkari mæli en nú er. Síðara verkefnið er könnun á hugsanlegum útflutningstæki- færum til fiskveiða og -vinnslu, einkum í Vestur-Afríku. Þetta verkefni var sett á laggirnar af íslensku frumkvæði og er nú leitt af framkvæmdastjóra Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins, Úlfi Sigurmundssyni. Hann hefur þegar sýnt fram á áhugaverða möguleika og lof- ar verkefnið góðu. Önnur verkefni eru laus- tengdari íslenskum hagsmun- um og ekki komin eins langt. Reynsla sjóðsins Af þeim undirtektum, sem Norræni verkefnaútflutnings- sjóðurinn hefur fengið, veróur ekki annað ráðið en full þörf hafi verið fyrir slíka starfsemi. Eins og sú skamma reynsla sem starfsemin hefur fengið sýnir, getur sjóöurinn oróið þýöingarmikill fyrir íslenska hagsmuni, því að íslendingar hafa margt að bjóóa á þeim mörkuðum, sem viróast ætla að verða fyrirferðarmestir í starfsemi sjóðsins. Þórður Friðjónsson. efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Þorvaldur — Framhald af bls. 56 stjórnmálavafstri — og þó. Tveir af gömlum kunningjum mínum voru þar rígbundnir á klafa. Báðir dánir núna. Annar var Óskar heitinn Kjartansson, skáld, eldrauóur kommúnisti, en hinn Helgi S. Jónsson í Keflavík harðsvíraður nasisti. Ég gat hvoruga stefnuna að- hyllst og var eiginlega alltaf eins og pólitískt viörini milli þeirra. Við vorum saman meó Litla leikfélagiö, Óskar samdi öll barnaleikritin. Ég gat aldrei fundið hvöt hjá mér til aó ganga í neinn pólitískan flokk, hef aldrei gert það og aldrei verið þólitískur. Ég fylgist þó vel með og ég hef alltaf verið þeim megin við borðið sem frjálshyggjan hefur verið. Forystuhlutverk á félagsmálasviði Auk allra starfa sem hér hafa verið talin hefur Þorvaldur veriö í stjórn og bankaráði Verslunarsparisjóðsins og síö- ar Verslunarbankans frá upp- hafi. Hann var formaóur bankaráðsins um skeið. ,,Þar ríkir samvinna og við skiptumst á um formannssætið. Fyrir ut- an mig hafa alltaf valist ágæt- ismenn í bankaráðið“, sagði hann meö sitt kankvíslega bros á vör. Hann vareinnig um skeiö formaður Verslunarráðs Is- lands og í stjórn Kaupmanna- samtakanna árum saman. — Og nú ertu 72 ára? — Ekki orðin þaö, en verð þaö á þessu ári, leiðréttir Þor- valdur. — Enginn bilbugur? — Nei, heilsan er í góðu lagi, ég er vel giftur og við Ingibjörg höfum það gott. Meira þarf ég ekki. Ég er frár á fæti og hef náð mér af áfalli sem ég varð fyrir eitt sinn á skíðum. Þá flísaðist úr skál mjaðmaliðar. Þaó kostaði tvær aðgerðir, en nú er ég alheill og gæti þess vegna hlaupið upp um fjöll og firnindi, en geri oróið lítið af því. Ég syndi bara á hverjum morgni í Laugar- dalslaug. Þar var með okkur nýlega f.v. forsætisráðherra Danmerkur Anker Jörgensen. Hann sat í pottinum með okkur og ég benti honum á annan heitari. Hann þangað en kom strax aftur. — Den var alt for varm. sagði hann. — Den er ogsaa kun for de conservative. sagði ég honum. Þarna elska sumir að vera, ekki síst hann Pétur Ólafsson, sá reyndi blaðamaöur. Þaö er ekkert of heitt fyrir hann, sagði Þorvaldur. Við látum þau orð vera loka- orð í spjalli við Þorvald í þetta sinn. Tíminn leið fljótt hjá þessum brautryðjanda nýrrar aldar í veitingamálum á íslandi, hvort sem er í heimahúsum, í fjölbreytni varnings í kjötversl- unum, í nýjum siðum veitinga- húsamenningar eða í fjöl- breyttum og fjölmennum veisluhöldum. Það eru orð að sönnu aö í veitingarekstri felist mikil menning sé vel aö verki staðið. í þeim skilningi er Þor- valdur Guðmundsson einn mesti menningarfrömuður landsins. Til þess hafa margir fundiö ekki síst í Þingholti, þar sem segja má aö sé musteri menningar hans. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.