Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 7

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 7
INNLENT — Stórmörkuöum hefur fjölgaö mjög ört undanfariö og Ijóst er aö verslunarrými mun halda áfram að aukast verulega á næstu misserum. Sú spurning gerist því stööugt áleitnari, hvort ekki sé orðið um offramboö aö ræöa. Frjáls verslun leit- ast viö aö svara þeirri spurningu aö þessu sinni. — Fjölgun veitingastaöa, sérstaklega á höfuöborgarsvæö- inu hefur veriö með ólikindum á siðustu árum. Menn velta þvi mjög fyrir sér hvort allir þessir staöir geti i raun borið sig. Niö- urstaöan af könnun Frjálsrar verzlunar er sú, aö flestir muni staóirnir lifa af hina höröu samkeppni, samfara breyttum venjum landsmanna. SÉREFNI — Sérefni okkar að þessu sinni er birgðavandamálið, sem næsta öll framleiðslufyrirtæki og mörg fleiri eiga viö að stríða. Thomas Möller hagverkfræöingur ritar athyglisverða grein i Frjálsa verzlun um máliö og rekur þar mikilvægi þess aö hafa góöa stjórn á birgðamálum. GREINAR OG VIÐTÖL — Samtíöarmaöur Frjálsrar verzlunar aö þessu sinni er Finnbogi Kjeld, forstjóri og aóaleigandi skipafélagsins Vikur hf., Saltsölunnar og fleiri fyrirtækja. Finnbogi hefur ekki verið mikið i fjölmiölum, en féllst eigi að siöur á viðtal vió Frálsa verzlun. Þaö vekur athygli, aö heildarvelta fyrirtækja Finn- boga á síöasta ári var tæplega hálfur milljarður, en starfs- menn voru hins vegar 9 talsins, Finnbogi meðtalinn. Hann hefur þvi augljóslega ekki hleypt „gamla” Parkinson inn fyrir dyr. Fjallað er sérstaklega um þær breytingar, sem framund- an eru í sjóflutningum heimsins. Þá ritar Jön Magnússon viöskiptafræöingur athyglisveröa grein um framleiöniaukn- ingu og mikilvægi hennar. Viöfjöllum um efnahagsástandiö i Þýzkalandi og þá sérstaklega meö tilliti til fjármögnunar- möguleika iðnfyrirtækja og annarra þeirra fyrirtækja, sem eru aö hefja starfsemi sina. FASTIR LIÐIR — ífréttum — Hagtölur — Hagkrónika — Leiðari — Bréf frá útgefanda frjáls verz/un 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.