Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 43

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 43
Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Kísiliðjunnar við Mývatn. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið upp og ofan undanfarin ár, en á síöasta ári skilaöi verk- smiðjan hagnaði. Hákon Björns- son framkvæmdastjóri Kísiliðj- unnar var spuröur nánari frétta af aöalfundinum. „Fundurinn var með hefð- bundnu sniði eins og jafnan áður,“ sagði Hákon í samtali viö Frjálsa verslun. „Gerð var grein fyrir rekstri verksmiðjunnar á sið- „Fyrirtækið kom út með hagnaði ífyrra” • asta ári og fram kom að á seinni hluta ársins tókst að reka hana með hagnaði og i heild kom fyrir- tækið út með hagnaði á árinu. Þetta er nokkur breyting á högum fyrirtækisins, þar sem árin 1981—82 voru hallaár hjá okkur. Olli þar mestu um sölutregða á mörkuðum og einnig að ekki reyndist unnt að starfrækja verksmiðjuna með fullum afköst- um.“ „Hvað breytti svo stöðunni hjá ykkur á síðasta ári?“ „Það sem hjálpaði okkur mest voru fyrst og fremst efna- hagsaðgerðir rikisstjórnarinnar í mai og að við gátum unnið með Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Kisiliðjunnar VERKSMIÐJUR Útlit fyrir gott ár hjá kísiliðjunni við Mývatn fullum afköstum. Einnig eigum við hækkun dollarans nokkuð að þakka, þar sem Bandarikjamenn hafa verið okkar helstu keppi- nautar á Evrópumarkaðnum. Með hækkun dollarans verður banda- ríska framleiðslan dýrari og það hefur valdið nokkurri söluaukn- 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.