Frjáls verslun - 01.05.1984, Síða 46
FLUTNINGAR
Thomas Möller hagverkfræðingur:
Gífurlegar breytingar eru fram-
undan í sjóflutningum
Á næstu mánuöum mun
mesta breyting í heimssigling-
um síöan gámabyltingin hófst
eiga sér staö. Þessi breyting
felst i því aö nokkur stærstu
skipafélög heimsins áforma s.k.
hringsiglingar (round the world
services).
Þessar siglingaáætlanir felast
í þvi aö í staö þess að sigla milli
tveggja staöa t.d. Evrópu og
Ástraliu, Evrópu og Bandaríkj-
anna þá sigla skipin hvert á fæt-
ur ööru hringinn í kringum hnött-
inn í ca. 80 daga hirngferöum.
Komiö er viö í nokkrum stærstu
höfnum heimsins í hverri hring-
ferö.
Aukin samkeppni
Síöan gámabyltingin hófst fyrir
alvöru upp úr 1965 hefur átt sér
staö stööug aukning i gáma- og
kaupskipaflota heimsins. Sam-
keppnin hefur aukist og verðstríð
eru algeng. Samvinna skipafé-
laga (conferensurog samsigling-
ar) hafa átt i vök aö verjast aö
undanförnu vegna tilkomu skipa-
félaga sem sigla ódýrum skipum
meö ódýrum áhöfnum (out-
siders).
Einnig hefur rússneski og
pólski kaupskipaflotinn gert
usla i siglingum um heimshöfin
og undirboöiö hin hefðbundnu
skipafélög. Mörg þeirra hafa átt
viö rekstrarerfiðleika aö stríða
s.s. Seatrain in U.S.A. Hellenic
Scatrain i Grikklandi og Hansa i
V-Þýskalandi, sem öll hafa orðið
gjaldþrota á undanförnum árum.
Önnur skipafélög s.s Cast, Brö-
ström og Hapag Lloyd hafa hátt í
erfiðleikum á undanförnum árum.
Nýskipá leiðinni
Á næstu 30 mánuöum munu
risaskipafélögin Evergreen og
US-Lines bæta viö flutningagetu
Nokkur stærstu
skipafálögin
áforma nú
siglingar í
kringum hnöttinn
Gerter ráð
fyrir um
80 daga
hringferðum
sem svarar til 1 milljónar gáma-
eininga (TEU) á aðalsiglingaleið-
um heimsisn. Hér er um aö ræða
hringsiglingu milli N-Ameriku,
Evrópu, Miö-Austurlanda og
Austurlanda fjær. Heildareftir-
spurn á þessum markaði er um
10 milljón TEUáári.
Tvö önnur skipafélög Sealand
og Mersk eru í þann veginn aö
setja i gang áætlun um hvernig
þau ætla aö svara þessari auknu
samkeppni. ACL og Barber Blue
Sea samsteypurnar sem eru i
eign margra smærri skipafélaga
eru aö byggja eöa sjósetja nokk-
ur ný ro-ro skip af algjörlega nýrri
tegund. Þessi skip eiga aö bæta
samkeppnisaðstöðu þessara
fyrirtækja og er stefnt í beina
samkeppni viö áðurnefnd skipa-
félög. Einnig hafa önnur stór-
skipafélög svo sem Yang Myng
og OCL svo og Rússar, Pólverjar
og Arabalönd tilkynnt væntan-
legar nýbyggingar eöa breytingar
og stækkanir á eldri skipum. Enn
önnur skipafélög hafa tilkynnt
breytingar á siglingaáætlunum
og áætlunum til aukinnar hag-
ræöingar s.s. Hapag Lloyd,
Merzario og Ned Lloyd.
Allt i allt muni þessi skipafélög
bæta viö flutningagetu sem nem-
ur 2,5 milljónum TEU á ári.
„Survival of the Fittest"
Sérfræöingar i siglingamálum
sjá aö einungis hagkvæmustu
skipafélögin eiga eftir aö lifa
þessa gifurlegu aukningu i flutn-
ingaframboöi og samkeppni af.
Fraktirnar munu þó liklega
standa í staö eöa lækka litilega á
öllum siglingaleiðum sem tengj-
ast hringsiglingunni og þar meö
talið N-Atlandshafiö. Þær hafnir
sem liggja í siglingaleiðum hring-
feröaskipanna munu hagnast,
aðrar munu smátt og smátt
breytast i söfnunarhafnir fyrir
gáma sem siðan veröa sendir í
veg fyrir stóru skipin. Meöal
þessara hafna er Bremenhaven
og mun sú höfn veröa fyrir mikl-
46