Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 51

Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 51
við í samráði við Sölusamband íslenskra Fiskframleiðenda, S.Í.F. Hvalvikin hefur verið i öllum mögulegum flutningum. Lítill markaður erlendis — Það virðast alltaf vera næg verkefni fyrir skipin. Hvernig aflið þið ykkur viðskiptavina? Innanlands erum við í beinu sambandi við þá sem þurfa á flutningum að halda. Þetta er litill markaöur en erlendis erum við i sambandi við skipamiðlara. Auð- vitað hlýtur þessi rekstur sömu lögmálum og annar rekstur — hann er ekki aðeins háður magni, heldur og einnig þvi að ná sem bestum einingaverðum, með sem minnstum tilkostnaði. Innflutningur — Hvað með annan rekstur sem þú stenduri? Árið 1978 settum við á fót inn- flutningsfyrirtækið Vikurbraut s/f, en það fyrirtæki hefur aðallega verið i innflutningi á pöllum og pallagámum fyrir saltfiskfram- leiðendur. Einnig höfum við flutt inn steypustyrktarjárn, marmara, og fleira. Þó umsvif Skipafélags- ins Vikur h/f, og hinna fyrirtækj- anna, sem rekin eru i tengslum við þaö, séu allmikil, er yfirbygg- ing fyrirtækisins i lágmarki. 9 starfsmenn — Finnbogi varspurðurað þvi, hve margir starfsmenn væru á skirfstofu fyrirtækjanna. Starfsmenn á skrifstofu eru 9 að mér meðtöldum og er þar yfirstjórn fyrirtækjanna þriggja og Laxeldisstöðvanna Pólarlax h/f, og Fiskeldi h/f. Skap mitt er þannig að mér finnst ég þurfi að gera allt sjálfur og olli þaö mér talsverðum vand- ræðum um tima. Ég gerði mér grein fyrir þvi að ef ég héldi þann- ig áfram myndi ég standa fyrir- tækinu fyrir þrifum — þannig að ég fór að ráða til min góða starfs- menn. Ég var hinsvegar einn á skrifstofunni fyrstu átta árin en þá gerði ég út tvö skip og var að byrja á rekstri Saltsölunnar h/f. Ég vann svo mikið að ég vissi vart hvað ég hét þegar ég kom heim á kvöldin og ég hafði ekki tekið mér sumarfri i 15 ár, þar til núna um daginn að ég skrapp i viku upp i Kerlingarfjöll til að læra á skiðum. Það var mjög ánægjuleg ferð, og lagði Valdimar Örnólfsson sig all- an fram við að kenna mér vinstri beygjurnar. Viöunandi staöa — Hvernig er staða fyrirtækj- Egilssíld Siglufirði Reykhús og nióursuða. Framleiðum og seljum: Kaldreykt síldarflök, ómissandi í kæli- skápinn. Mjög góö í salöt. Heilreykt síld — Reyktur fiskur. Afgreiðsfa í Reykjavík. KJÖTVER HF. — Sími 34340. EGILSSlLD, Siglufirði. Sími 96-71690 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.