Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 75

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 75
flutningi okkar. Hin siðustu ár hefur hann dregist enn frekar saman og ekki verið nema um eitt prósent. Langstærsti hlutinn hin síðari ár var loónumjöl. Ekk- ert loðnumjöl var þó flutt út árin 1982 og 1983 enda loðnuveiði bönnuð þessi ár. Útflutningur okkar til Tékkóslóvakíu hrapaði þá niður í 0.2% af heildarútflutn- ingi okkar. Auk þess sem út- flutningur loðnumjöls lagðist af dró úr sölu á þorskmjöli til Tékkóslóvakíu meðal annars vegna minnkandi fiskimjöls- framleiðslu. Rætist úr í ár? í ár lítur út fyrir að heldur muni rætast úr í útflutningsmálum okkar til Tékkóslóvakíu og því hugsanlegt að útflutningurinn komist í um eitt prósent af heild- arútflutningi okkar. Á þessu ári verður heldur meiri sala á frystri síld en áður og loðnumjölssala hefst á nýjan leik. Eins og áður var getið kaupa Tékkar af okkur kísilgúr í auknum mæli. Til dæmis keyptu þeir af okkur 635 tonn árið 1980 en í fyrra. 1983. 2.150 tonn. Árið 1980 keyptu þeir tæplega 700 tonn af frystri síld en í fyrra 1.368 tonn. Einnig hefur osturinn orðið vinsæll eins og áður var getið; 1980 keyptu þeir 46 tonn af frystri síld en í fyrra 1.368 tonn. Einnig hefur osturinn orðið vinsæll eins og áður var getið; 1980 keyptu þeir 46 tonn en í fyrra 110 tonn. Nokkuð hefur verið reynt að flytja út ullarvörur til Tékkósló- vakíu en lítill árangur hefur náðst enn. Talið er. að ullarvörurnar séu heldur dýrar fyrir þennan markað. Margar ástæður fyrir samdrættinum En það er ekki einungis sam- dráttur í sölu á fiskafurðum sem hefur orðið til þess. að minni viðskipti eru á milli landanna en áður. Margt annað kemur til: Viðskipti Tékkóslóvakíu við önnur austantjaldsríki hafa vaxið undanfarin ár. þrátt fyrir að Tékkar virðist leggja mjög mikla áherslu á viðskipti við Vestur- heim. fyrst og fremst til að kom- ast yfir vestrænan gjaldeyri. Gjaldeyrisskortur og almenn efnahagsvandræði þeirra hafa leitt til þess. að þeir geta ekki lengur greitt fyrir þá vöru sem þeir kaupa. Þær þjóðir. sem bjóða þeim lánsviðskipti, einsog t.d. Norðmenn halda því mark- aðnum. meðan við. sem viljum fá staðgreiðslu fyrir vöruna. dettum út. Þeir óska einnig eftir, að í stað þess að greiða fyrir vöruna með gjaldeyri, að selja okkur varning í staðinn en slíkt er ekki í anda frjálsra viðskipta sem við- gangast á Vesturlöndum. Innflutningur frá Tékkóslóvakíu Um árabil var útflutningur Tékkóslóvakíu til íslands mjög mikilvægur báðum löndunum. En undanfarin ár hafa orðið nokkrar breytingar þar á. Fyrir seinni heimsstyrjöld nam útflutningur Tékka til Sovétríkj- anna um tveimur prósentum af heildarútflutningi landsins en er 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.