Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Síða 78

Frjáls verslun - 01.05.1984, Síða 78
EFNAHAGSMAL Tillögur Verzlunarráðs íslands Losa þarf um þær viðjar sem atvinnulífið er enn í VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS sendi á dögunum frá sér tillögur sínar um hvernig bæri aö standa að næstu skrefum í efnahags- málum landsmanna. Þar kennir margra grasa og eru tillögurnar mjög skynsamlega unnar og ástæða til að hvetja stjórnvöld til að taka fullt tillit til þeirra. Til- lögur Verzlunarráðsins ásamt greinargerð fara hér á eftir: 1. Inngangur Á einu ári hefur náðst mikil- vægur árangur í efnahagsmál- um. sem fyrst og fremst birtist svo um munar í minni verðbólgu og minni viðskiptahalla. Eins og Verzlunarráð íslands hélt fram í efnahagstillögum sínum ,.Frá orðum til athafna" vorið 1983 var hægt að ná verðbólgunni niðurá skömmum tíma. (Sjá línurit að framan.) Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar fyrir ári síðan voru neyðarráð- stafanir. Lífskjarabatinn, sem átti sér stað á seinasta áratug og var afleiðing hagstæðra ytri skilyrða, gat ekki haldið áfram þegar afla- brögð brugðust. Reynt hafði verið að halda uppi óbreyttum lífskjörum með því að taka er- lend lán, en Ijóst var að slíkt gat ekki gengið til lengdar. Nú hefur verið horfst í augu við vandann að einhverju leyti, en mikið skortir á að við séum undir það búin að sækja fram tii bættra lífskjara. Næstu skref í efnahagsmálum hljóta að beinast að þeim innri skilyrðum, sem við búum okkur. og losa þarf um þær viðjar, sem atvinnulífið er enn í. Sitthvað hefur áunnist í þessum efnum sl. ár t.d. hvað snertir skatta-, • Unnið verði að uppbyggingu íþremur áföngum gjaldeyris- og verðlagsmál, en betur má ef duga skal. Við þurf- um enn að auka frjálsræði og minnka ríkisafskipti og skapa þannig skilyrði til batnandi lífs- kjara. Enda þótt árangur hafi náðst í efnahagsmálum er jafnvægið valt og brugðið getur til beggja vona. Ef unnið verður að úrbót- um og tekið á vanda sjávarút- vegs og landbúnaðar og friður helst á vinnumarkaðnum, mun þjóðin uppskera bætt lífskjör. Ef slakað verður á aðhalds- og uppbyggingarstarfi mun verð- bólgan blossa upp á ný og eyði- leggja þann árangur, sem náðst hefur. 2. Næstu skref Islensk þjóð stendur nú á vegamótum í efnahags- og at- vinnumálum. Markmið næstu missera hlýtur að vera að varð- veita þann árangur, sem náðst hefur og nýta hann til frekari ávinnings til þess að komast upp úr öldudalnum. Verzlunarráð íslands hefur af því tilefni sett fram ákveðnar til- lögur um leiðir að þessum mark- miðum. Hér eins og oftast áður skiptir máli að markvisst sé unn- ió. Töf er tími glataðra tækifæra. Tillögur Verzlunarráðsins miða að því að nauðsynlegum breyt- ingum verði hrint í framkvæmd á næstu 12 mánuðum. í fyrsta skrefi eru aðgerðir, sem grípa þarf til strax í sumar. í öðru skrefi eru aðgerðir. sem framkvæma þarf í haust eftir að þing kemur saman og loks í þriðja skrefi eru breytingar. sem þarf að Ijúka fyrir þinglok vorið 1985. Helstu tillögur ráðsins eru: Fyrsta skref (Sumarið 1984) • Vanskilaskuldum við Fisk- veiðasjóð og aðra opinbera sjóði verði komið í skil. Að því marki sem nauðsynlegt er til að svo verði. taki Fiskveiða- sjóður skip upp í skuldir. Ný hagkvæm skip verði endur- seld. en einungis ef óhag- kvæmari skip verði tekin upp í og þeim lagt eða þau seld úr landi. • Með breytingu á vaxtatil- kynningu Seðlabankans verði bönkum og sparisjóð- um heimilað að ákveða vexti af inn- og útlánum. • Verðmyndun verði almennt gefin frjáls, svo að nýta megi kosti samkeppninnar á fleiri sviðum, en þegar er orðið. 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.