Frjáls verslun - 01.05.1984, Síða 78
EFNAHAGSMAL
Tillögur Verzlunarráðs íslands
Losa þarf um þær viðjar sem
atvinnulífið er enn í
VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS
sendi á dögunum frá sér tillögur
sínar um hvernig bæri aö standa
að næstu skrefum í efnahags-
málum landsmanna. Þar kennir
margra grasa og eru tillögurnar
mjög skynsamlega unnar og
ástæða til að hvetja stjórnvöld til
að taka fullt tillit til þeirra. Til-
lögur Verzlunarráðsins ásamt
greinargerð fara hér á eftir:
1. Inngangur
Á einu ári hefur náðst mikil-
vægur árangur í efnahagsmál-
um. sem fyrst og fremst birtist
svo um munar í minni verðbólgu
og minni viðskiptahalla. Eins og
Verzlunarráð íslands hélt fram í
efnahagstillögum sínum ,.Frá
orðum til athafna" vorið 1983 var
hægt að ná verðbólgunni niðurá
skömmum tíma. (Sjá línurit að
framan.)
Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
fyrir ári síðan voru neyðarráð-
stafanir. Lífskjarabatinn, sem átti
sér stað á seinasta áratug og var
afleiðing hagstæðra ytri skilyrða,
gat ekki haldið áfram þegar afla-
brögð brugðust. Reynt hafði
verið að halda uppi óbreyttum
lífskjörum með því að taka er-
lend lán, en Ijóst var að slíkt gat
ekki gengið til lengdar. Nú hefur
verið horfst í augu við vandann
að einhverju leyti, en mikið
skortir á að við séum undir það
búin að sækja fram tii bættra
lífskjara.
Næstu skref í efnahagsmálum
hljóta að beinast að þeim innri
skilyrðum, sem við búum okkur.
og losa þarf um þær viðjar, sem
atvinnulífið er enn í. Sitthvað
hefur áunnist í þessum efnum sl.
ár t.d. hvað snertir skatta-,
•
Unnið verði
að uppbyggingu
íþremur
áföngum
gjaldeyris- og verðlagsmál, en
betur má ef duga skal. Við þurf-
um enn að auka frjálsræði og
minnka ríkisafskipti og skapa
þannig skilyrði til batnandi lífs-
kjara.
Enda þótt árangur hafi náðst í
efnahagsmálum er jafnvægið
valt og brugðið getur til beggja
vona. Ef unnið verður að úrbót-
um og tekið á vanda sjávarút-
vegs og landbúnaðar og friður
helst á vinnumarkaðnum, mun
þjóðin uppskera bætt lífskjör. Ef
slakað verður á aðhalds- og
uppbyggingarstarfi mun verð-
bólgan blossa upp á ný og eyði-
leggja þann árangur, sem náðst
hefur.
2. Næstu skref
Islensk þjóð stendur nú á
vegamótum í efnahags- og at-
vinnumálum. Markmið næstu
missera hlýtur að vera að varð-
veita þann árangur, sem náðst
hefur og nýta hann til frekari
ávinnings til þess að komast upp
úr öldudalnum.
Verzlunarráð íslands hefur af
því tilefni sett fram ákveðnar til-
lögur um leiðir að þessum mark-
miðum. Hér eins og oftast áður
skiptir máli að markvisst sé unn-
ió. Töf er tími glataðra tækifæra.
Tillögur Verzlunarráðsins miða
að því að nauðsynlegum breyt-
ingum verði hrint í framkvæmd á
næstu 12 mánuðum. í fyrsta
skrefi eru aðgerðir, sem grípa
þarf til strax í sumar. í öðru skrefi
eru aðgerðir. sem framkvæma
þarf í haust eftir að þing kemur
saman og loks í þriðja skrefi eru
breytingar. sem þarf að Ijúka
fyrir þinglok vorið 1985.
Helstu tillögur ráðsins eru:
Fyrsta skref
(Sumarið 1984)
• Vanskilaskuldum við Fisk-
veiðasjóð og aðra opinbera
sjóði verði komið í skil. Að því
marki sem nauðsynlegt er til
að svo verði. taki Fiskveiða-
sjóður skip upp í skuldir. Ný
hagkvæm skip verði endur-
seld. en einungis ef óhag-
kvæmari skip verði tekin upp í
og þeim lagt eða þau seld úr
landi.
• Með breytingu á vaxtatil-
kynningu Seðlabankans
verði bönkum og sparisjóð-
um heimilað að ákveða vexti
af inn- og útlánum.
• Verðmyndun verði almennt
gefin frjáls, svo að nýta megi
kosti samkeppninnar á fleiri
sviðum, en þegar er orðið.
78