Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 79

Frjáls verslun - 01.05.1984, Side 79
Hvar eru veróhækkanirnar? Verðbólguþróunin Linuritið sýnir veröbólguþróunina á 3ja mánaóa fresti umreiknaóa yfir á heilt ár i samkeppnisgreinum. opinberum rekstri og landbunaói. Mióaö er viö hlutdeild þessara þriggja þátta i framfærsluvisitolunm, þar sem hægt var að greina á milli þeirra. I heild er veröbolgan nú 14,5% mióað viö verðbreytingar sanikvæmt framfærsluvisitölunni á 2. ársfjóröungi 1984 • Leitað verði samninga við nýja stórkaupendur á raf- orku, en það er forsenda virkjana á næstu árum. Annað skref (haustið 1984) • Sett verði almenn lög um vexti, en núverandi takmark- anir afnumdar, þannig að ákvörðun vaxta verði frjáls, sem eflir sparnað og framboð á lánsfé innanlands, en það tryggir jafnframt að fjármagn leiti til arðbærra verkefna og að erlendri skuldasöfnun linni. • Viðskipti með gjaldeyri verði frjáls og fyrirtæki fái rúmar heimildir til erlendrar lántöku án ríkisábyrgðar. • Aðflutningsgjöld verði aðeins tvö, verðtollur og vörugjald, og tollskráin samræmd, þannig að sami tollur verði á skyldum vörum. Þessi laga- þreyting taki gildi í síðasta lagi í árslok 1984. • Við nýtingu fiskimiðanna verði frjáls sala á aflakvótum heimiluð og undirbúið að koma á sölu veiðileyfa í þeirra stað. • Sölu ríkisfyrirtækja verði haldið áfram af krafti, hætt verði óþarfa afskiptum ríkis- valdsins af atvinnurekstri og einokun ríkisins afnumin. • Otgjöld ríkisins verði skorin niður. m.a. með niðurfellingu útflutningsbóta og niður- greiðslna á landbúnaðarvör- um og styrkja til starfsemi, sem ætti að geta gengið án stuönings ríkisins. • Fjárlög ársins 1985 verði hallalaus. • Komið verði á formlegum markaði með hlutabréf þeirra fyrirtækja, sem fullnægja til- teknum skilyrðum. Þriðja skref (Vetur, vor 1985) • Skattakerfið verði einfaldað og skattar, sem gera upp á milli fyrirtækja, atvinnuvega eða rekstrarforma sam- ræmdir eða felldir niður. Jafnframt verði lögboðnum launatengdum gjöldum fækkað. • Opinberir sjóðir verði sam- einaðir í þrjá sjóði og þeim breytt í hlutafélög, sem starfi á grundvelli arðsemi. • Húsnæðislánakerfið verði einfaldað og því breytt á þann veg, að húsnæðislán verði endurkeypt af bönkum og sparisjóðum eftir ákveðnum reglum. • Frjáls verslun og frjáls verð- myndun verði tekin upp á landbúnaðarvörum á vinnslu- og dreifingarstigi. Frjáls við- skipti verði með það nýtt grænmeti sem nauðsynlegt reynist að flytja til landsins. • Sett verði ítarlegri ákvæði í núverandi löggjöf um sam- keppnishamlandi viðskipta- hætti og frjáls verðmyndun lögfest sem aðalregla í við- skiptum. 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.