Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.05.1984, Qupperneq 83
fækka fiskiskipum er eðlilegast, að Fiskveiðasjóður gangi að þeim útgerðaraðilum. sem eru í mestum vanskilum. og geta ekki samið um greiðslur. Þau skip. sem Fiskveiðasjóður eignast með þessum hætti ætti annað hvort að leggja um stundarsakir eða selja, ef mark- aður er fyrir hendi innanlands eða utan. Ef skip er selt innan- lands verður að setja það sem skilyrði. aó annað skip af svip- aðri stærð sé tekið úr umferð. Að sjálfsögðu verður Fisk- veiðasjóður fyrir tapi af þessum aðgerðum. en þjóðhagslegi ávinningurinn er augljós, minni útgerðarkostnaður og meiri afli á skip. Þá má öllum vera Ijóst, sem sjá vilja. að hluti af útistandandi skuldum sjóðsins er hvort sem er tapað fé og nánast bókhaldsat- riði hvort það tap verður skráð í ár eða á næstu árum. Nýting orkulinda landsins hefur verið of hæg og of mikið hik við að útvega stórkaupendur á raforku. Ef okkur á að takast að nýta gögn og gæði landsins þjóðinni til hagsbóta þarf að verða breyting hér á. Að undanförnu hafa fjárfest- ingartækifæri hér á landi verið nokkuð kynnt erlendis. Því verður að halda markvisst áfram til að bæta fyrir vanrækslu fyrri ára. Flröð nýting á orkulindum okkar er óhugsandi án nýrra stórkaupenda á raforku. Slíkir kaupendur koma ekki til, nema erlendir aðilar séu reiðubúnir að hefja iónrekstur hér á landi. Til þess að það verði þurfa Islend- ingar að vinna sér traust sem ábyrgur samningsaðili og treysta aðgang sinn að erlendum mörk- uðum með frekari fríverslunar- samningum. Stöðugleiki í stjórnarfari og aðgangur að markaði er erlendum fjárfesting- araðilum ekki síður mikilvægt en samkeppnishæft orkuverð. 4.4. Ríkisbúskapurinn Flér á landi er þátttaka ríkisins í atvinnurekstri ærið umfangs- mikil. Ríkissjóður einokar fram- leiðslu og sölu á áöurði og áfengi. sölu á grænmeti og þjónustu á sviði fjarskipta og út- varps. Fá rök hníga að því að ríkissjóður skipti sér af fram- leiðslu og sölu ofangreindra vara eða þjónustu. hvað þá að hann hafi einokun á umræddum þáttum. Auk þessarar einokunar er ríkissjóður jafnframt eigandi margra fyrirtækja, sem starfa á sama sviði og einkarektur. Ríkisfyrirtæki búa ekki við sama aðhald og einkafyrirtæki, en njóta ýmislegra forréttinda. Þau gæta þess vegna yfirleitt ekki ýtrustu hagkvæmni. og skatt- greiðendur borga brúsann. Þessu til viðbótar á ríkissjóður hlutabréf í rúmlega tuttugu fyrir- tækjum. en engin sjáanleg gild rök búa að baki slíkri eignar- aðild. Að því er virðist er nú vilji fyrir hendi að losa ríkissjóð (skattgreiðendur og neytendur) undan þeirri byrði, sem fylgir þátttöku ríkissjóðs í atvinnu- rekstri. En betur má ef duga skal. Flér þarf markvisst átak. Ríkis- fyrirtækjum má t.d. breyta í hlutafélög. en síðar yrði hluta- bréfaeign ríkissjóðs metin og boðin til kaups á almennum markaði og þannig nýttist sá hvati, sem tekjuskattslögin skapa til kaupa á hlutabréfum. Almenn og vaxandi útþensla ríkisins er áhyggjuefni. Flún kall- ar á aukna skattheimtu. sem takmarkar aðlögunarhæfni at- vinnurekstrarins og dregur úr framtaksvilja. Með þessu móti er dregið úr nýsköpun atvinnu- tækifæra og möguleikunum á greiðslu hærri launa. Ríkissjóður hefur og í vaxandi mæli farið út á þá hættulegu braut að taka er- lend lán til að fjármagna halla- rekstur sinn og veltir þannig vandanum á undan sér og ógnar því jafnvægi sem þó hefur náðst í verðlagsmálum. Fláir skattar og/'eða erlend neyslulán eru bæði hættuleg og óþörf fyrirbæri. Benda má á ótal þætti sem skera má niður í ríkis- búskapnum þannig að endar náist saman með lægri sköttum og minni erlendum lántökum. Sala ríkisfyrirtækja er eitt dæmi. niðurfelling útflutningsbóta og niðurgreiðslur annað, og auknar sértekjur ríkisstofnana það þriðja. svo að eitthvað sé nefnt. Ríkisfjármálin hafa mikla þýð- ingu fyrir efnahagsframvinduna, ekki síst það fordæmi sem gefið er með stjórn fjármála á hverjum tíma. Því er nauðsynlegt að fjár- lög fyrir árið 1985 verði hallalaus án óeðlilegrar erlendrar lántöku, án skattahækkana og án seðla- prentunar. 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.