Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 89

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 89
Þótt enginn efist um aö verk- efniö sé unnið i góðri trú eru þeir til sem efast um gildi þess. Meöal þeirra er Volkker Dolch, V-Þjóð- verji sem rekur fyrirtæki sitt, Dolch Logic Instruments i Kali- forniu. Dolch, sem er fertugur, á enn sitt lögheimili í Þýzkalandi þótt hann eyði mestum tima vestra. Hann segir: „Það er ekki hægt að kaupa sér aðgöngumiða að þessum markaöi, — það kemst enginn inn á hann öðru visi en að vinna sér þar sess og til þess varning sem skarar fram úr.“ Dolch er iðnaðarhönnuður frá Heidelberg. Hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1976. Þremur árum siöar þegar hann taldi rétt að færa út kviarnar varð fyrir hon- um „veggur“; „það eina sem þýzkir bankastjórar hugsa um“, sagði Dolch i blaðaviðtali sem tekið var við hann, „eru fast- eignatryggingar, markaðsverð eigna fyrirtækis, rekstrar- og efnahagsreikningur, — tækni- þekkingu og hugsanlegt hugvit kunna þeir hins vegar alls ekki að meta, — kæra sig kollótta. Málið er að þegar verið er að tala um hátækniiðnað þarf að meta tæknilega getu fyrirtækja að öðrum kosti er engin leið að kom- ast að þvi hvort þau eiga mögu- leika á markaöinum eða ekki.“ Vantar nútíma stjórnendur Og Peter Dölling, rafmagns- verkfræðingur, tekur í sama streng. Hann haföi unnið 3 ár hjá Siemens og síðan önnur 3 hjá Digital Equipment GmbH eða þar til hann stofnsetti fyrirtæki sitt Tewdata, hugbúnaðarfyrirtæki sem seldi fyrir 16 miljónir dollara á síðasta ári. Hann segir: „Þýzkir bankastjórar virðast ekki skilja að hugbúnaður er i höfðinu á manni. Ég tel að þaö sem bank- arnir þurfi á að halda séu nútima stjórnendur sem skilja eðli þess markaðar sem skapast hefur i kjölfar tölvutæknialdarinnar sem runnin er upp fyrir löngu, þaö er engin vafi á því aö þýzkir bankar gætu hagnast á sliku engu síður en breskir og bandarískir. Það þarf einfaldlega allt annaö hug- arfar en það sem þeir hafa tamið sér“. Ári áður en Volkker Dolch stofnaði fyrirtæki sitt höfðu 29 v-þýzkir bankar gengið til sam- starfs og komið upp fyrirtæki sem nefnist Deutsche Wagnisfinan- zierungs Gesellschaft, (DWFG) sem er i Frankfurt. Þessu fyrir- tæki var ætlað að bjóða uppá meiri möguleika á fjármögnun smáfyrirtækja en i boói voru i viðskiptabönkum. Dolch snéri sértil þessa fyrirtækis. Vaxandiatvinnuleysi Vaxandi atvinnuleysi í V-Þýzka- landi og ófriður á vinnumarkaði eftir meira en þriggja áratuga tímabil án verkfalla veldur ráða- mönnum vaxandi áhyggjum. Verkföllin í ár koma illa við v- þýsk iðnfyrirtæki sem flest eru „vanfjármögnuð" nema þau stærstu og þekktustu. Ástandið hefur m.a. leitt til þess að hluta- bréf í BMW hafa lækkaö í veröi sem bendir ótvírætt til þess að vaxandi svartsýni gæti varöandi framtíöarafkomu iðnaöarins. V- þýzki bílaiðnaöurinn er ein þróttmesta grein atvinnulífsins og stöðvun framleiðslunnar vegna verkfalla getur valdið óbætanlegu tjóni á erlendum markaöi, tjón sem ekki verði unniö i siharðnandi samkeppni viö Bandaríska og Japanska bílaframleiðendur sem nota mun háþróaðri tækni i fram- leiöslunni en þjóðverjar. Ekki bætir úr að v-þýzki stáliðnaður- inn er eins og lík i lestinni hjá rikiskassa Sambandslýðveldis- ins, haldið gangandi með blóð- gjöfum í mynd hrikalega ríkis- styrkja i því skyni að auka ekki frekar við atvinnuleysi. Stáliðn- aöurinn, í þeirri mynd sem hann er í V-Þýzkalandi og víöar er dæmigerður fyrir þann frum- vinnsluiðnað sem skilur eftir sig láglaunasvæöi bæöi i Evrópu og Bandarikjunum eftir að atgerfis- flóttinn er um garð genginn. Honum var boðið lán til hluta- fjárstofnunar uppá 385 þúsundir dollara gegn þvi að hann seldi helmingi hlutafjárins DWFG og lofaði aö leggja fram jafn mikið hlutafé sjálfur á næstu 5 árum. Hann féllst á þessa skilmála með þvi skilyrði að hann ætti þess kost að kaupa sjálfur allt hlutafé félagsins aftur að fjórum árum liönum. Honum tókst þetta og á nú fyrirtækið einn. Í nóvember 1979 átti Dolch i miklum erfiðleik- um með að fjármagna stækkun fyrirtækisins og brá á það ráð að skrá Dolch Logic Instruments sem hlutafélag i Bandarikjunum. í framhaldi af þvi flutti hann aðal- stöðvar fyrirtækisins frá V-Þýzkalandi til Bandarikjanna þannig að móðurfyrirtækið er á skrá þar en dótturfyrirtækið i Þýzkalandi. Með þessu móti opn- aðist Dolch leið inn á bandariska áhættufjármarkaöinn. Fyrirtæki Dolch selur fyrir 25 miljónir doll- ara á ári og er um þessar mundir virt á 30 miljónir dollara. Hann segir: „Ég tel að ástandiö í V-Þýzkalandi hafi skánað. Það er þó ótrúlega margt sem þarf að breytast til þess að fjármögunar- möguleikarnir verði eitthvað i lik- ingu við það sem tiðkast i Bandarikjunum og Bretlandi.“ Erlend lán Eitt v-þýzkt hátæknifyrirtæki til viðbótar mætti nefna sem gengið hefur i gegnum þessa erfiðleika. Þaö er IWE, sem á einkaleyfi á orkusparandi búnaði fyrir rafmótora og selur framleiðslu- réttindi út um allan heim. Axel Weisse, sem er aðeins 23 ára, er framkvæmdastjóri markaðsmála. Hann man vel eftir þvi þegar faðir hans, Dietrich, reyndi á árunum 1979—83 aö fá v-þýzka banka til að lána þeim fé; „ég gæti sýnt ykkur svona þykkan bunka af skjölum", og hann breiðir út faöminn þar til hálfur metri er á milli handanna, „sem við unnum og lögðum uppi hendurnar á sér- fræöingum hagdeilda bankanna til aö sannfæra þá um að við vær- um enginn vonarpeningur“. En þótt IWE hefði i höndunum samn- ing við eitt af þekktari fyrirtækjum i Swiss, Sulzer, um að selja þeim 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.