Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 74

Frjáls verslun - 01.01.1985, Page 74
HAGRÓNIKA Er samdráttarskeiðinu að Ijúka á íslandi? Undanfarin 3 ár hafa ein- kennst af einhverjum mesta efnahagslega samdrætti eftir- stríösáranna, en þjóöarfram- leiöslan hefur dregist saman um 73% á þessum árum. í þessu er ógetiö að hagvöxtur var tiltölu- lega mjög hægur á árunum fyrir 1982. Segja má, að mjög mikill doöi hafi verið í efnahagslífinu nú um 7 ára skeið, eöa allt frá árinu 1978, enda hefur hagvöxt- ur frá 1977 aðeins numiö rúm- um 5% samanlagt, eða tæplega 0.8% á ári að meðaltali. Nú mun samdráttarskreiðinu vera að Ijúka, þar sem því er nú spáð, aö þjóðarframleiðsla muni aukast um 0.6% á þessu ári. Langt er þó í frá, að líkur séu á aö blómatímar séu að fara í hönd. Sá hagvöxtur, sem á árun- um áöur þótti næsta eðlilegur, eða 4—6% á ári er fjarlægur draumur. Svo virðist, sem sá mikli uppgangur sem einkenndi efnahagslíf allra þróaðra landa á sjötta og sjöunda áratugnum, muni nú ekki gera vart við sig í bráð. Undantekningar eru þó til samanber hagvöxturinn í Japan og Bandaríkjunum nú undanfar- in misseri. Eins og áður segir, er því spáð, aö þjóðarframieiðsla auk- ist um 0.6% á þessu ári. Veru- legrar óvissu gætir þó um marga þætti, þar sem þær forsendur um afla og fleira sem gengið er út frá í þjóðhagsspánni eru ótraustar og ef sama verður upp á teningnum á þessu ári og á því síðasta, mun aflinn reynast all- miklu meiri en í fyrstu var haldið. Eins gætir verulegrar óvissu um viðskiptakjör, sérstaklega um verð á sjávarafurðum. Um gengisþróun erlendis og um erlenda vexti er ekkert hægt að segja, en báöir þessir þættir skipta mjög verulegu máli í þróun efnahagsmála hjá okkur íslendingum. Það má því segja að hagspár fyrir árið 1985 séu byggðar á óvenju ótraustum grunni. Um horfurnar í verðlags- og kauplagsmálum er það helst aö segja, að talið er að verðbólgan á þessu ári muni verða mjög svipuö því, sem var á sl. ári eða um 20% frá upphafi til loka þessa árs. Jafnframt er gengið út frá því, að verö erlendra gjald- miðla hækki aö meðaltali um 5% yfir árið. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun verða svipaður, eða aðeins meiri á þessu ári og var á árinu 1984. Hallinn á viðskiptum við út- lönd verður sem fyrr mjög mikill, eða sem nemur um nær 6% af þjóðarframleiöslu. Segir þar mesti til hinar gífurlegu vaxta- greiðslur af erlendum lánum, sem við verðum að reiða af hendi. Fjármagnsskortur veröur mik- ill enn sem fyrr, og kallar þaö á miklar erlendar lántökur á þessu ári. Aukning erlendra lána er tal- in verða umtalsverð og skulda- hlutfalliö þ.e. hlutfallið milli er- lendra skulda og þjóðarfram- leiðslu muni því hækka úr 63.4% 1984 í 65.3% á þessu ári. Greiðslubyrðin — þ.e. afborg- anir og vextir af erlendum lánum í hlutfalli af útflutningstekjum ársins — breytist þó lítiö og verður í um 24% af heildarút- flutningi. Fer því fjórði hver þorskur sem á land kemur til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum, sem tekin hafa verið á seinustu árum. Er rétt að staldra við og líta á töflu um þróun skuldahlutfallsins og greiðslubyrðarinnar nú á sein- ustu árum. TAFLA Löng erlend lán. Skuldabréfa- 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 hlutfall Greiöslu- 33.8 34.6 34.4 36.6 47.8 60.6 63.4 65.3 byröi 13.1 12.8 14.1 16.4 21.2 20.6 24.6 24.0 74

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.