Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.01.1985, Qupperneq 74
HAGRÓNIKA Er samdráttarskeiðinu að Ijúka á íslandi? Undanfarin 3 ár hafa ein- kennst af einhverjum mesta efnahagslega samdrætti eftir- stríösáranna, en þjóöarfram- leiöslan hefur dregist saman um 73% á þessum árum. í þessu er ógetiö að hagvöxtur var tiltölu- lega mjög hægur á árunum fyrir 1982. Segja má, að mjög mikill doöi hafi verið í efnahagslífinu nú um 7 ára skeið, eöa allt frá árinu 1978, enda hefur hagvöxt- ur frá 1977 aðeins numiö rúm- um 5% samanlagt, eða tæplega 0.8% á ári að meðaltali. Nú mun samdráttarskreiðinu vera að Ijúka, þar sem því er nú spáð, aö þjóðarframleiðsla muni aukast um 0.6% á þessu ári. Langt er þó í frá, að líkur séu á aö blómatímar séu að fara í hönd. Sá hagvöxtur, sem á árun- um áöur þótti næsta eðlilegur, eða 4—6% á ári er fjarlægur draumur. Svo virðist, sem sá mikli uppgangur sem einkenndi efnahagslíf allra þróaðra landa á sjötta og sjöunda áratugnum, muni nú ekki gera vart við sig í bráð. Undantekningar eru þó til samanber hagvöxturinn í Japan og Bandaríkjunum nú undanfar- in misseri. Eins og áður segir, er því spáð, aö þjóðarframieiðsla auk- ist um 0.6% á þessu ári. Veru- legrar óvissu gætir þó um marga þætti, þar sem þær forsendur um afla og fleira sem gengið er út frá í þjóðhagsspánni eru ótraustar og ef sama verður upp á teningnum á þessu ári og á því síðasta, mun aflinn reynast all- miklu meiri en í fyrstu var haldið. Eins gætir verulegrar óvissu um viðskiptakjör, sérstaklega um verð á sjávarafurðum. Um gengisþróun erlendis og um erlenda vexti er ekkert hægt að segja, en báöir þessir þættir skipta mjög verulegu máli í þróun efnahagsmála hjá okkur íslendingum. Það má því segja að hagspár fyrir árið 1985 séu byggðar á óvenju ótraustum grunni. Um horfurnar í verðlags- og kauplagsmálum er það helst aö segja, að talið er að verðbólgan á þessu ári muni verða mjög svipuö því, sem var á sl. ári eða um 20% frá upphafi til loka þessa árs. Jafnframt er gengið út frá því, að verö erlendra gjald- miðla hækki aö meðaltali um 5% yfir árið. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun verða svipaður, eða aðeins meiri á þessu ári og var á árinu 1984. Hallinn á viðskiptum við út- lönd verður sem fyrr mjög mikill, eða sem nemur um nær 6% af þjóðarframleiöslu. Segir þar mesti til hinar gífurlegu vaxta- greiðslur af erlendum lánum, sem við verðum að reiða af hendi. Fjármagnsskortur veröur mik- ill enn sem fyrr, og kallar þaö á miklar erlendar lántökur á þessu ári. Aukning erlendra lána er tal- in verða umtalsverð og skulda- hlutfalliö þ.e. hlutfallið milli er- lendra skulda og þjóðarfram- leiðslu muni því hækka úr 63.4% 1984 í 65.3% á þessu ári. Greiðslubyrðin — þ.e. afborg- anir og vextir af erlendum lánum í hlutfalli af útflutningstekjum ársins — breytist þó lítiö og verður í um 24% af heildarút- flutningi. Fer því fjórði hver þorskur sem á land kemur til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum, sem tekin hafa verið á seinustu árum. Er rétt að staldra við og líta á töflu um þróun skuldahlutfallsins og greiðslubyrðarinnar nú á sein- ustu árum. TAFLA Löng erlend lán. Skuldabréfa- 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 hlutfall Greiöslu- 33.8 34.6 34.4 36.6 47.8 60.6 63.4 65.3 byröi 13.1 12.8 14.1 16.4 21.2 20.6 24.6 24.0 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.