Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 64
EFNAHAGSMÁL
Svíum hefur tekist að halda atvinnuleysi í lágmarki.
eigu rikisins stofnað til að stuðla að og
hraða þróunarstarfsemi í mikilvægum at-
vinnugreinum, einkum ríkisfyrirtækjum.
Sama ár var Tækniþróunarráðið (STU)
stofnað, en því var ætlað að styðja við
bakið á rannsóknarverkefnum á tækni-
sviði, samvinnu fyrirtækja á þessu sviði og
iðnþróun. Árið 1977 var samþykkt frum-
varp á þingi til eflingar nýsköpunar í at-
vinnulífinu, einkum iðnaði. Áhersla var
lögð á langtima samhæfð verkefni. Innan
ramma rannsóknarverkefnisins „Þróun
þekkingar" var lögð áhersla á samhæfð
langtíma rannsóknarverkefni sem beind-
ust að iðnaðar- og samfélagslegri tækn-
iþróun og stóðu ekki skemur en í fimm ár.
Sama ár voru svo sérstakir byggðaþró-
unarsjóðir stofnsettir sem hafa það verk-
efni að aðstoða smá- og meðalstór fyrir-
tæki með vandamál á sviði stjómunar,
fjármögnunar og markaðssetningar. 1982
var lánastarfsemi þessara sjóða aukin til
muna og styrkir auknir til fyrirtækjanna í
formi áhættufjármagns.
b) Samhliða ofangreindum aðgerðum
beittu ríkisstjórnir skattaívilnunum til að
hvetja fyrirtæki til rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi. Þessu kerfi var komið á 1973
og fólst í frádrætti kostnaðar vegna rann-
sóknar- og þróunarstarfsemi af hagnaði
fyrir sköttun. Þessar aðgerðir bám ekki
tilætlaðan árangur, voru of kostnaðarsam-
ar í framkvæmd og því aflagðar 1982.
c) Árið 1984 vom „Nýsköpunarsjóðim-
ir“ stofnaðir, en samkvæmt lögum um þá
er fyrirtækjum sem hafa yfir 500.000 skr.
í hagnað á ári skylt að leggja 10% hagnaðar
inn á þessa sjóði, sem eru í vörslu Banka
Svlþjóðar (seðlabankans) og em innistæð-
umar vaxtalausar. Uthlutun úr þeim er
bundin mati verkalýðsfélaga og Iðnráðs
Svíþjóðar (SIND). Nýti fyrirtækin sér
ekki nýsköpunarsjóðina hefur Banki Sví-
þjóðar heimild til að halda fjármagninu í allt
að fimm ár. Fyrirtæki sem leggja fjármagn
í þessa sjóði fá skattafrádrátt af bankainni-
stæðum sem nema framlagi innan fyrir-
tækjanna til endurmenntunar eða rann-
sókna- og þróunarstarfsemi.
d) Ríkisstjómir Svía hafa á síðari árum
stuðlað að margháttuðu samstarfi fyrir-
tækja og opinberra rannsóknaraðila. STU
lagði 1983 grunninn að örtölvuáætlun Svía
(national electronic program). Með áætl-
uninni vilja Svíar styrkja stöðu sína gagn-
vart framleiðslu á því sem nefna má „lykil-
þátt“ hinnar nýju framleiðslutækni fram-
tíðarinnar. Sérstök áhersla hefur verið
lögð á sérhæfða hálfleiðara (custom-des-
igned circuits). Áætlunin er sameiginlega
fjármögnuð af ríki og fyrirtækjum. Sam-
hliða þessari áætlun lagði STU og fleiri
stofnanir grunninn að annarri beinna hagn-
ýtri áætlun á sviði upplýsingatækni, sem
yfir 1000 milljónir skr. er nú varið til.
Meðal samstarfsforma fyrirtækja og
opinberra rannsóknar- stofnana sem ríkis-
stjórnir á síðari ámm hafa lagt áherslu á,
eru „rannsóknargarðar" (science parks).
Hér er um að ræða rannsóknarsvæði,
sem stofnuð em sameiginlega af sveita-
stjómum eða sýslum, háskólum, verslun-
arráðum eða samtökum atvinnurekenda,
fyrirtækjum og viðkomandi byggðaþróun-
arsjóðum. „Iðngarðar" eða „nýsköpunar-
garðar“ af þessu tagi hafa verið stofnaðir
um gervalla Svíþjóð til að efla nýsköpun í
iðnaði og stuðla að nýþróun í hémðum þar
sem rannsóknarstofnanir vom ekki fyrir
áður. í fjárlögum fyrir 1985-6 var sérstök
áhersla lögð á nýsköpunarhlutverk há-
skóla í iðnþróun á héraðsgmndvelli.
Annað samstarfsform iðnaðar og há-
skóla em yfirfærslu miðstöðvamar, sem
afla þekkingar á tilteknu sérhæfðu sviði og
„dreifa" síðan út um iðnaðinn. Sem dæmi
má nefna hina smáu „Miðstöð fýrir kerfis-
tækni“ við Sundsvall/Hamösand-skólann
og stórar miðstöðvar eins og „Tækni,
hagkerfi og umhverfi“ í Lundi.
Þriðja samstarfsformið em svo mið-
stöðvar í háskólunum sem taka að sér
þróunarrannsóknir og/eða gera fram-
leiðslusamninga við fyrirtæki og verða
grundvöllur að nýjum fyrirtækjum. 1985
vom 79 miðstöðvar og garðar af því tagi
sem hér hafa verið nefndir í Svíþjóð. í
byrjun áratugarins vom þeir örfáir.
Áhersla hefur einnig verið lögð á eflingu
rannsóknar- og þróunarstarfsemi smárra
og meðalstórra fyrirtækja og tengsl þeirra
við rannsóknarstofnanir og háskóla, þ.e.
að opna þessar stofnanir fyrir fyrirtækjun-
um og opinberum stofnunum. Samkvæmt
sérstakri áætlun veitti „Nefnd um sam-
starf háskóla og utanaðkomandi aðila",
sem hóf tilraunir með slíkt samstarf 1978,
fyrstu þrjú tilraunaárin 8 milljónir skr til 79
verkefna sem unnin vom innan 73 fyrir-
tækja með samstarfi við rannsóknarfólk
frá háskólum. Árangurinn af þessu starfi
þykir svo jákvæður að 1982 ákvað ríkis-
stjómin að halda því áfram og á fjárlögum
1985-6 vom t.d. veittar 5.5 milljónir skr.
til þessara mála.
e) Svíar hafa á undanförnum árum lagt
mikið kapp á að laga háskólastig mennta-
kerfisins að rannsóknarþörfum atvinnu-
lífsins. Með umbótum á þessu menntastigi
1977 var ákveðið að nám á fyrsta stigi
háskólanáms (sbr. B.A.-nám á íslandi)
skyldi tengt rannsóknum. Jafnframt var
1979 krafist lágmarks fjögurra missera
náms í viðkomandi grein sem forsendu
fyrir veitingu rannsóknarstyrks. 1985 var
háskólunum tryggt nokkuð sjálfstæði þar
sem háskólunum er nú ætlað að ráða sjálfir
þá prófessora sína sem gegna fullum stöð-
um. Sjálfstæði rannsóknarstofnana og há-
skóla er mikilvægur þröskuldur á vegi
stöðnunar í rannsóknum sem koma at-
vinnulífinu að gagni. Aðhald er best tryggt
með aðgreiningu fjármögnunaraðila rann-
sókna og framkvæmdaraðila þeirra.
Eitt helsta einkenni þróunar rannsókn-
ar- og þróunarstarfsemi Svía á síðari ár-
um, er að slíkt starf fyrirtækja hefur aukist
hlutfallslega hraðar en opinberra aðila.
Slík þróun bendir að sjálfsögðu til þess að
rannsóknar- og þróunarstarfsemi komi at-
vinnulífinu markvissara að gagni en áður
og er samtóna þróuninni innan ríkisgeir-
ans eins og fram kemur hér að ofan.
64