Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 46

Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 46
AFMÆLI Fjöldi manna á ritstjórn Frjáls framtaks kemur nærri útgáfu Frjálsrar verslunar. Hér gefur að líta hluta þeirra. Frá vinstri: Friðrik Erlingsson, yfirmaður hönnunardeildar, Halldóra Sigurdórsdóttir, blaðamaður, Þorgrímur Þráins- son, blaðamaður, Valþór Hlöðversson, ritstjórnarfulltrúi, Þórunn Hafstein, prófarkarlesari, Bjarni Brynjólfsson, blaðamaður, KristínEggertsdóttir auglýsingastjóri, Helgi Magnússon, ritstjóri, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, auglýsinga- stjóri, Eiríkur S. Eiríksson, blaðamaður og Þorsteinn G. Gunnarsson, blaðamaður. TÍÐRÆTT UM STÓRIÐJU A 1964-’66 skeggræða menn mjög um stóriðjumöguleika á íslandi í Frjálsri verslun. Þar ríða á vaðið menn eins og Jóhannes Nordal og Eyjólfur Konráð Jónsson þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Rætt er um fyrirhugaðar virkjanir fallvatna og iðjuvera í kjölfar þeirra svo og álverk- smiðju, kísiliðju við Mývatn og ok'u- hreinsunarstöð, sem Eyjólfur Konráð mælti mjög fyrir. Hann segir m.a. í viðtali árið 1965 að þjóðhagsleg hag- kvæmni slíkrar stöðvar sem byggð yrði og rekin í samstarfi við útlend- inga væri án efa mjög mikil. — Þrátt fyrir þetta mat Eykons og fleiri manna varð ekkert úr framkvæmdum en á hinn bóginn var hafist handa um bygg- ingu fyrsta stóriðjuversins hér á landi þ.e.a.s. ÍSAL í Straumsvík. NÝTT TÍMABIL HEFST1967 Ef skilgreina á útgáfu Frjálsrar verslunar fram til þessa tíma má segja að þar beri mest á greinum eftir ýmiss konar sérfræð- inga, mótandi afstöðu blaðsins í leið- urum og síðast en ekki síst birtingu ræðna eftir forystumenn í viðskipta- lífínu. Með 1. tölublaði ársins 1967 verður breyting á þessu. Hlutafélagið Frjáls verslun hættir útgáfunni og Verslunarútgáfan hf. undir stjórn Jó- hanns Briem tekur við. Blaðið tók nú fljótlega stakkaskipt- um. Ráðnir voru blaðamenn að ritinu og það tók smám saman á sig nútíma- legri svip. Útgefandinn ungi segir í bréfi til lesenda í fyrsta tölublaði árs- ins 1967 sem út kom í ágúst: „Hlutverk blaða og tímarita er í sí- fellu að færast meira í það horf að flytja lesendum fróðleik og fréttaefni á hlutlausan og sannan hátt — flytja staðreyndir fremur en skoðanir. Þetta er þróun tímans, og þar eiga hraðvirkari fjölmiðlunartæki, svo sem útvarp og sjónvarp, mikinn þátt í. EfnisskiptinguF.V. ermjögþannig háttað, að blaðið höfði ekki einvörð- ungu til þeirra manna, er eiga atvinnu sína og afkomu beint til verslunar og viðskipta að sækja, — heldur er þess vænst, að hverjum ábyrgum borgara, er fýlgist með efnahagsmálum og þjóðarhag, sé blaðið bæði gagn og nauðsyn." VERÐLAGSMÁL í BRENNIDEPLI Mikið fjaðrafok varð á útmánuðum árið 1970 þegar Eggert G. Þorsteins- son þáverandi ráðherra í samstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks brá fæti fyrir stjómarfrumvarp um afnám verðlagseftirlits. Frjáls verslun var ekki ánægð með framtak ráðherrans og í grein, sennilega eftir þáverandi ritstjóra Herbert Guðmundsson segir m.a.: „En verðlagsskorðurnar eru og þess eðlis að þær beinlínis hvetja verslunina til að versla með sem dýrastar vörur. Og er þá ekki mælir- inn fullur? Ekki alveg. Aðstaða versl- unarinnar bitnar alveg sérstaklega á innlendri framleiðslu, þar sem ís- lenskir framleiðendur hafa ekki tök á að bjóða sömu fyrirgreiðslu og margir 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.