Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 46
AFMÆLI Fjöldi manna á ritstjórn Frjáls framtaks kemur nærri útgáfu Frjálsrar verslunar. Hér gefur að líta hluta þeirra. Frá vinstri: Friðrik Erlingsson, yfirmaður hönnunardeildar, Halldóra Sigurdórsdóttir, blaðamaður, Þorgrímur Þráins- son, blaðamaður, Valþór Hlöðversson, ritstjórnarfulltrúi, Þórunn Hafstein, prófarkarlesari, Bjarni Brynjólfsson, blaðamaður, KristínEggertsdóttir auglýsingastjóri, Helgi Magnússon, ritstjóri, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, auglýsinga- stjóri, Eiríkur S. Eiríksson, blaðamaður og Þorsteinn G. Gunnarsson, blaðamaður. TÍÐRÆTT UM STÓRIÐJU A 1964-’66 skeggræða menn mjög um stóriðjumöguleika á íslandi í Frjálsri verslun. Þar ríða á vaðið menn eins og Jóhannes Nordal og Eyjólfur Konráð Jónsson þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Rætt er um fyrirhugaðar virkjanir fallvatna og iðjuvera í kjölfar þeirra svo og álverk- smiðju, kísiliðju við Mývatn og ok'u- hreinsunarstöð, sem Eyjólfur Konráð mælti mjög fyrir. Hann segir m.a. í viðtali árið 1965 að þjóðhagsleg hag- kvæmni slíkrar stöðvar sem byggð yrði og rekin í samstarfi við útlend- inga væri án efa mjög mikil. — Þrátt fyrir þetta mat Eykons og fleiri manna varð ekkert úr framkvæmdum en á hinn bóginn var hafist handa um bygg- ingu fyrsta stóriðjuversins hér á landi þ.e.a.s. ÍSAL í Straumsvík. NÝTT TÍMABIL HEFST1967 Ef skilgreina á útgáfu Frjálsrar verslunar fram til þessa tíma má segja að þar beri mest á greinum eftir ýmiss konar sérfræð- inga, mótandi afstöðu blaðsins í leið- urum og síðast en ekki síst birtingu ræðna eftir forystumenn í viðskipta- lífínu. Með 1. tölublaði ársins 1967 verður breyting á þessu. Hlutafélagið Frjáls verslun hættir útgáfunni og Verslunarútgáfan hf. undir stjórn Jó- hanns Briem tekur við. Blaðið tók nú fljótlega stakkaskipt- um. Ráðnir voru blaðamenn að ritinu og það tók smám saman á sig nútíma- legri svip. Útgefandinn ungi segir í bréfi til lesenda í fyrsta tölublaði árs- ins 1967 sem út kom í ágúst: „Hlutverk blaða og tímarita er í sí- fellu að færast meira í það horf að flytja lesendum fróðleik og fréttaefni á hlutlausan og sannan hátt — flytja staðreyndir fremur en skoðanir. Þetta er þróun tímans, og þar eiga hraðvirkari fjölmiðlunartæki, svo sem útvarp og sjónvarp, mikinn þátt í. EfnisskiptinguF.V. ermjögþannig háttað, að blaðið höfði ekki einvörð- ungu til þeirra manna, er eiga atvinnu sína og afkomu beint til verslunar og viðskipta að sækja, — heldur er þess vænst, að hverjum ábyrgum borgara, er fýlgist með efnahagsmálum og þjóðarhag, sé blaðið bæði gagn og nauðsyn." VERÐLAGSMÁL í BRENNIDEPLI Mikið fjaðrafok varð á útmánuðum árið 1970 þegar Eggert G. Þorsteins- son þáverandi ráðherra í samstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks brá fæti fyrir stjómarfrumvarp um afnám verðlagseftirlits. Frjáls verslun var ekki ánægð með framtak ráðherrans og í grein, sennilega eftir þáverandi ritstjóra Herbert Guðmundsson segir m.a.: „En verðlagsskorðurnar eru og þess eðlis að þær beinlínis hvetja verslunina til að versla með sem dýrastar vörur. Og er þá ekki mælir- inn fullur? Ekki alveg. Aðstaða versl- unarinnar bitnar alveg sérstaklega á innlendri framleiðslu, þar sem ís- lenskir framleiðendur hafa ekki tök á að bjóða sömu fyrirgreiðslu og margir 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.