Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 16
FRETTIR
GREIÐSLUKORT
TRYGGJfl 10%
LÆKKUN Á
ÁSKRIFTARVERÐI
Askrifendur að tímarit-
um Fróða fá nú 10 prósent
lækkun á áskriftarverði
sé greitt með greiðslu-
korti. Þetta þýðir með
öðrum orðum að þeir
áskrifendur Frjálsrar
verslunar sem greiða
áskriftina með greiðslu-
kortum tryggja sér 10
prósent afslátt af áskrift-
arverði.
Fróðið hefur nýlega
gefið út vandaðan bækl-
ing, sem bæði er á ensku
og íslensku, fyrir fyrir-
tæki og aðra auglýsend-
ur. í bæklingnum er að
finna upplýsingar um öll
tímarit Fróða og þá þjón-
ustu fyrirtækisins að gefa
út fréttabréf og bæklinga
fyrir fyrirtæki, stofnanir
og samtök.
Þeim auglýsendum,
sem einhverra hluta
vegna hafa ekki fengið
bæklinginn, er bent á að
hafa samband við Fróða
og tryggja sér hann.
METÍINNHRINGINGUM HJÁ FLUGLEIÐUM
NÝR LIÐSAUKIÁ
30 ÁRA AFMÆLI
Met var sett í hringing-
um til farskrárdeildar
Flugleiða fyrstu vikuna í
ágúst síðastliðnum. Þá
voru innhringingar alls
8.400 og um 8.000 vik-
una þar á eftir. Til saman-
burðar má geta þess að í
meðalviku á sumrin
koma milli fjögur og fimm
þúsund innhringingar til
farskrárdeildar og á ró-
legasta tímanum á vet-
urna fara þær niður í allt
að tvö þúsund á viku.
Hringingar eru oft ágæt-
ur mælikvarði á eftir-
Kröftug eftirspurn varð eftir haustferðum Flugleiða í kjölfar
auglýsinga þar um í lok júlí. Met var sett í innhringum til
félagsins.
spurn í kjölfar einhvers
átaks eða herferðar hjá
fyrirtækjum.
Þess má geta að
ástæðan fyrir innhring-
unum hjá Flugleiðum
fyrstu vikuna í ágúst var
sú að skömmu áður hafði
félagið auglýst haustfar-
gjöld. Því má bæta við að
margir fá vaxtabætur,
barnabætur og endur-
greiðslu vegna hluta-
bréfakaupa frá ríkinu í
byrjun ágúst og varla hef-
ur sú sending dregið úr
hringingunum.
Rúnar Bj. Jóhannsson,
rekstrarhagfræðingur og
löggiltur endurskoðandi,
hefur hafið störf hjá End-
urskoðunarskrifstofu
Gunnars R. Magnússon-
ar, Ármúla 6. Rúnar
starfaði um hríð hjá Rík-
isendurskoðun, rak eigin
stofu um árabil en hefur
verið framkvæmdastjóri
Sinnu hf. í Hafnarfirði
undanfarin tvö ár.
Endurskoðunarskrif-
stofa Gunnars R. Magn-
ússonar á 30 ára starfsaf-
mæli um þessar mundir.
Gunnar lauk löggilding-
arprófi í endurskoðun ár-
ið 1956. Hann setti eigin
stofu á laggirnar á haust-
dögum 1962 eftir að hafa
starfað hjá N. Manscher
& Co. í 16 ár samfleytt.
Þess má geta að Rúnar
er núverandi formaður
Félags löggiltra endur-
skoðenda.
Endurskoðunarskrifstofa Gunnars R. Magnússonar bættist
liðsauki á 30 ára afmælinu. Frá vinstri Rúnar Bj. Jóhannsson
og Gunnar R. Magnússon, löggiltir endurskoðendur.
16