Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 136
BÆKUR
SITT ER HVAÐ KAPITALISMI
í BANDARÍKJUNUM EÐA JAPAN
Þegar kommúnisminn er fall-
inn verða fljótt til aðrar aðgrein-
ingar á efnahagskerfum. Stað-
reyndin er sú að leiðir kapital-
iskra ríkja hafa aðgreinst.
Evrópa hefur endurskilgreint
sig. Hinir risarnir verða að gera
það líka. Daniel Burstein, höf-
undur Yen, greinir þessa þætti á
einkar fróðlegan hátt í bók sinni
Euroquake.
ENSK-AMERÍSKA MÓDELIÐ:
LÁGMARKSAFSKIPTIHINS OPINBERA
Ensk/Ameríska módelið, sem á
rætur að rekja til kenninga Adams
Smith og reynslu iðnbyltingarinnar,
hafnar hugmyndum um þjóðaráætlan-
ir og stefnumótun en leggur áherslu á
lágmarksafskipti hins opinbera af
einkarekstri, hámarks einstaklings-
frelsi, frjáls viðskipti, frjálsa mark-
aðsstarfsemi og gildi mikillar áhættu í
viðskiptum — og umbun í réttu hlut-
falli við það. Helstu ríki í forsvari
þessara kenninga eru Bandaríkin,
Bretland, Kanada og Astralía.
Verndaraðgerðir Bandaríkjamanna
gagnvart innanlandsmarkaði á síðasta
áratug eru þó dæmi um mikil opinber
afskipti. En Bandaríkin eru þrátt fyrir
allt opnasti markaður í heimi.
JAPANSKA-ASÍSKA MÓDELIÐ:
STEFNUMÓTUN ÞJÓÐA
Japanska/A-Asíska módelið á
menningarlegar rætur að rekja til
kenninga Konfúsíusar og New Deal
aðferða Bandaríkjamanna í kjölfar síð-
ari heimsstyijaldarinnar. Áherslan er
á þjóðarstefnumótun og langtíma-
markmið í fyrirtækjarekstri. Þar hlut-
ast ríkið til um að nýta sameiginlega
sjóði í þágu fyrirtækjasamsteypa og
þjóðheildar, oft á kostnað einstakl-
ingsfrelsis og frjálsrar verslunar.
Helstu frömuðir á þessu sviði eru Jap-
an, Kórea og Taiwan.
PÝSK-EVRÓPSKA MÓDELIÐ:
FÉLAGSLEG MARKAÐSHYGGJA
Þýsk/Evrópska módelið er, að
mati Bursteins, nokkurs konar fé-
lags/markaðshyggja, sem rætur á að
rekja til hinna þýsku gilda um félags-
legt lýðræði og enduruppbyggingar
efnahagslífs eftir stríð. Hér erum við
stödd mitt á milli áðurnefndra kapital-
iskra kerfa, að mati Bursteins. Um
leið og áhersla er lögð á einstaklings-
frelsi og frjálsa markaðsstarfsemi á
mörgum sviðum, ríltja á öðrum svið-
um veruleg opinber afskipti af við-
skiptalífmu og beinn stuðningur við
það í þágu „þjóðarstefnu". Trygging
gegn áföllum er mikilvægt gildi í
E vrópukapítalismanum.
Þessi einfaldi samanburður er um
margt athyglisverður. Hann dregur
fram sérkenni í kapítaliskum samfé-
lögum sem geta verið, að mínu mati,
undirrót ágreinings og illdeilna ef ekki
er vel staðið að málum. M.ö.o. hafa
hin kapítalisku ríki reynst síður en svo
fylgjandi frjálsum viðskiptum í einu og
öllu. Vandinn skapast við það að mis-
munandi haftastefna gerir þeirri þjóð
sem lengst vill ganga í viðskiptafrelsi,
Bandaríkjamönnum, mjög erfitt fyrir.
Viðskiptin ganga ekki í báðar áttir.
Verndarstefna Japana, og mögulega í
auknum mæli Evrópu, skapar hættur
fyrir efnahagskerfi Bandaríkjanna.
BANDARÍKIN ÞURFASÍNA
EIGIN PERESTROJKU
Athyglisvert er að höfundur telur
að Bandaríkjamenn þurfi nú sína Per-
estrojku. Líklega eru rétt um 5 ár
síðan heimsmarkaðurinn viðurkenndi
að Bandaríkjamenn væru greinilega
famir að tapa í samkeppninni um
markaði fyrir öðrum kapítaliskum
ríkjum, sérstaklega í Asíu og Evrópu.
Mikilvægasti þátturinn í þessu er að-
ferðafræði Japana og sameining
Evrópu.
ARNISIGFUSSON
Árni Sigfússon er fram-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélags ís-
lands. Hann er jafnframt borgar-
fulltrúi sjálfstæðismanna í Reykja-
vík. Árni er formaður stjórnar
sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar
og þá er hann formaður skólamála-
ráðs Reykjavíkurborgar. Hann
valdi sér bókina Euroquake til að
skrifa um fyrir Frjálsa verslun.
136