Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 136

Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 136
BÆKUR SITT ER HVAÐ KAPITALISMI í BANDARÍKJUNUM EÐA JAPAN Þegar kommúnisminn er fall- inn verða fljótt til aðrar aðgrein- ingar á efnahagskerfum. Stað- reyndin er sú að leiðir kapital- iskra ríkja hafa aðgreinst. Evrópa hefur endurskilgreint sig. Hinir risarnir verða að gera það líka. Daniel Burstein, höf- undur Yen, greinir þessa þætti á einkar fróðlegan hátt í bók sinni Euroquake. ENSK-AMERÍSKA MÓDELIÐ: LÁGMARKSAFSKIPTIHINS OPINBERA Ensk/Ameríska módelið, sem á rætur að rekja til kenninga Adams Smith og reynslu iðnbyltingarinnar, hafnar hugmyndum um þjóðaráætlan- ir og stefnumótun en leggur áherslu á lágmarksafskipti hins opinbera af einkarekstri, hámarks einstaklings- frelsi, frjáls viðskipti, frjálsa mark- aðsstarfsemi og gildi mikillar áhættu í viðskiptum — og umbun í réttu hlut- falli við það. Helstu ríki í forsvari þessara kenninga eru Bandaríkin, Bretland, Kanada og Astralía. Verndaraðgerðir Bandaríkjamanna gagnvart innanlandsmarkaði á síðasta áratug eru þó dæmi um mikil opinber afskipti. En Bandaríkin eru þrátt fyrir allt opnasti markaður í heimi. JAPANSKA-ASÍSKA MÓDELIÐ: STEFNUMÓTUN ÞJÓÐA Japanska/A-Asíska módelið á menningarlegar rætur að rekja til kenninga Konfúsíusar og New Deal aðferða Bandaríkjamanna í kjölfar síð- ari heimsstyijaldarinnar. Áherslan er á þjóðarstefnumótun og langtíma- markmið í fyrirtækjarekstri. Þar hlut- ast ríkið til um að nýta sameiginlega sjóði í þágu fyrirtækjasamsteypa og þjóðheildar, oft á kostnað einstakl- ingsfrelsis og frjálsrar verslunar. Helstu frömuðir á þessu sviði eru Jap- an, Kórea og Taiwan. PÝSK-EVRÓPSKA MÓDELIÐ: FÉLAGSLEG MARKAÐSHYGGJA Þýsk/Evrópska módelið er, að mati Bursteins, nokkurs konar fé- lags/markaðshyggja, sem rætur á að rekja til hinna þýsku gilda um félags- legt lýðræði og enduruppbyggingar efnahagslífs eftir stríð. Hér erum við stödd mitt á milli áðurnefndra kapital- iskra kerfa, að mati Bursteins. Um leið og áhersla er lögð á einstaklings- frelsi og frjálsa markaðsstarfsemi á mörgum sviðum, ríltja á öðrum svið- um veruleg opinber afskipti af við- skiptalífmu og beinn stuðningur við það í þágu „þjóðarstefnu". Trygging gegn áföllum er mikilvægt gildi í E vrópukapítalismanum. Þessi einfaldi samanburður er um margt athyglisverður. Hann dregur fram sérkenni í kapítaliskum samfé- lögum sem geta verið, að mínu mati, undirrót ágreinings og illdeilna ef ekki er vel staðið að málum. M.ö.o. hafa hin kapítalisku ríki reynst síður en svo fylgjandi frjálsum viðskiptum í einu og öllu. Vandinn skapast við það að mis- munandi haftastefna gerir þeirri þjóð sem lengst vill ganga í viðskiptafrelsi, Bandaríkjamönnum, mjög erfitt fyrir. Viðskiptin ganga ekki í báðar áttir. Verndarstefna Japana, og mögulega í auknum mæli Evrópu, skapar hættur fyrir efnahagskerfi Bandaríkjanna. BANDARÍKIN ÞURFASÍNA EIGIN PERESTROJKU Athyglisvert er að höfundur telur að Bandaríkjamenn þurfi nú sína Per- estrojku. Líklega eru rétt um 5 ár síðan heimsmarkaðurinn viðurkenndi að Bandaríkjamenn væru greinilega famir að tapa í samkeppninni um markaði fyrir öðrum kapítaliskum ríkjum, sérstaklega í Asíu og Evrópu. Mikilvægasti þátturinn í þessu er að- ferðafræði Japana og sameining Evrópu. ARNISIGFUSSON Árni Sigfússon er fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags ís- lands. Hann er jafnframt borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Árni er formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar og þá er hann formaður skólamála- ráðs Reykjavíkurborgar. Hann valdi sér bókina Euroquake til að skrifa um fyrir Frjálsa verslun. 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.