Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 38
þolinmæði og úthald. Raunar er það
svo að margt það, sem gerst hefúr í
sjávarútveginum á undanfömum ár-
um, hefur ýtt undir skammtímasjón-
armið sem ekki eiga við í markaðs-
setningu."
Grímur Valdimarsson, forstjóri
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins,
segir að meðferð á fiski hafi batnað
mjög mikið á undanfömum árum. „En
hversu gott er nógu gott er erfitt að
svara,“ segir Grímur.
VANTAR GÆÐASTAÐLAí
FERSKFISKÚTFLUTNINGI
„Sölusamtök fískiðnaðarins em
með ákveðna gæðastaðla fyrir sínar
vörur og fylgjast þannig með vel með
framleiðslunni. Þessu er hins vegar
ekki til að dreifa í ferskfiskútflutn-
ingnum. Maður spyr sig að því hvers
vegna ekki séu gerðar einhverjar lág-
markskröfur þar eins og í öðmm
greinum fiskiðnaðarins. Það hefur
komið fram í máli fiskmatsstjóra að
ennþá berist hluti aflans að landi óís-
aður. Að mínu mati er það ófært að
slíkt sé liðið hjá þjóð sem vill vera í
fararbroddi í fiskiðnaði og krefst
hæsta verðs fyrir afurðimar. Það er
alveg sama við hvem þú talar, sem vit
hefur á þessum málum, óísaður fiskur
á einfaldlega ekki að sjást.
Hér þyrfti að koma til einhvers
konar samspil opinbers eftirlits og
samtaka í fiskiðnaði. Þeir aðilar, sem
við stöndum í samkeppni við, em að
taka gæðamálin sérstaklega fyrir.
Þegar em farin að sjást merki þessa.
Mín tilfinning er sú að bilið milli okkar
og þessara aðila sé að minnka. ís-
lenskt fiskimjöl var til dæmis í eina tíð
talið besta fiskimjöl í heimi. Hingað
komu erlendir aðilar til að læra af okk-
ur, sjá hvemig við bæmm okkur að.
Þetta er liðin tíð. Við fáum ekki einu
sinni jafn hátt verð fyrir venjulegt
fiskimjöl og samkeppnisaðiiamir í
dag.
Ég vil þrátt fyrir þetta leggja
áherslu á að við emm að þokast í rétta
átt á flestum sviðum í fiskiðnaði. Þó
þurfum við að efla menntun og
ffæðslu í fiskiðnaði. Þá kreppir skór-
inn hvað varðar menntun sjómanna.
Gæði afurðanna ráðast oft af fyrstu
meðhöndlun,“ segir Grímur að lok-
um.
Friðrik Pálsson:
„ímynd íslensks fisks í
Evrópu er að batna. “
Pétur J. Eiríksson:
„ímyndin verður að vera
trúverðug. “
Grímur Váldimarsson:
„Enn berst hluti aflans að
landi óísaður. Það er
ófært. “
Hildur Jónsdóttir:
„Möguleikar okkar eru
miklir. “
Ólafur Steþhensen:
„Fyrirtækjum ofviða að
stunda bæði landkynningu
og sölustarfsemi erlendis. “
38