Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 37
leika sem landið sjálft býður upp á
sést hvað möguleikar okkar í ferða-
þjónustunni eru miklir. Enn eru þeir
stórlega vannýttir."
í útflutningi er fiskurinn allsráð-
andi. Það er álit fróðra manna að góð
landkynning geti skilað sér í hærra
verði og betri sölu á íslenskum fiski.
Það hefur komið skýrt fram í máli
þeirra, sem um markaðsmál fjalla, að
góð markaðssetning felist annars
vegar í góðri kynningu og hins vegar í
eftirliti með gæðum. Á bandaríkja-
markaði hefur vörumerkið ICE-
LANDIC BRAND mjög skýra og
ákveðna merkingu. Það stendur ein-
faldlega fyrir besta fisk í heimi. ICE-
LANDIC BRAND er vörumerki The
Coldwater Seafood Corporation,
dótturfélags Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Bandaríkjamenn
greiða um fjórðungi hærra verð fyrir
íslensk þorskflök en þau sem koma
frá Kananda.
ICELANDIC BRAND:
ÁREIÐANLEIKIOG GÆÐI
Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir
að ICELANDIC BRAND vörumerkið
hafi verið byggt upp á nokkrum ára-
tugum. „Það hefur verið lögð rík
áhersla á að merkið standi fyrir áreið-
anleika og gæði. Verðið er þetta hátt í
dag fyrst og fremst vegna þess live
vel þetta hefur tekist. Hins vegar er
það eins og gengur að þegar merki
liefur náð fótfestu borga menn tölu-
vert fyrir það. Það er því erfitt að
meta það hvort verðmunurinn fyrir
neytendur sé í réttu hlutfalli við gæði.
Þetta segir manni hins vegar mjög
mikið um það sem hægt er að gera ef
menn eru samstíga um að standa vörð
um einhvern ákveðinn árangur sem
þeir hafa náð. í þessu tilviki eru það
framleiðendur. Það, sem gildir, er að
halda fast við ákveðna stefnu, sem
menn hafa komið sér saman um, og
hleypa ekki skammtímasjónarmiðun-
um of nærri sér í viðskiptunum."
Friðrik segir engan vafa leika á því
að hátt verð í Bandaríkjunum verði
fyrst og síðast rakið til þess að fiskur-
inn hafi staðið undir nafni. í Evrópu sé
hins vegar mun erfiðara um vik. Þar
hafa verið á markaðnum mjög öflugir,
stórir fiskseljendur í langan tíma við
hliðina á okkur. Hann segir okkur
ekki hafa haft nógu mikið fiskmagn til
að réttlæta sams konar átak þar á
þeim tíma sem markaðssetning fór
fram í Bandaríkjunum.
ÍMYND ÍSLENSKS FISKS
í EVRÓPU AÐ BATNA
„Á hinn bóginn,“ segir hann „fmn-
um við það núna hjá SH, hvort sem
það er á breska, franska eða þýska
markaðnum, að við erum að ná betri
árangri í því að sýna fram á svipaða
hluti og gert hefur verið vestanhafs á
undanförnum áratugum. Ég er sann-
færður um að þegar fram h'ða stundir
mun nást góður árangur. Hvort sá
árangur skilar sér í miklum verðmun
skal ég ekkert um segja en ég tel að
við munum verða sáttir við það sem
við fáum fyrir fiskinn."
Friðrik segir að ekki sé mögulegt
að byggja upp vöruímynd á fáum ár-
um. „Það gerist einungis á löngu
tímabili þar sem menn þurfa mikla
ENDURSKIPULAGNING
OG
SPARNAÐUR
Endurskipulagning og spamaður eru
lykilorð hjá vel reknum íyrirtækjum og
stofnunum.
SECURITAS h/f, ræstingardeild, hefur á
annan áratug tekið að sér ræstingar fyrir
fyrirtæki og stofnanir á stór-
reykjavíkursvæðinu. I viðskiptum við okkur
r
eru mörg virtustu íyrirtæki á Islandi.
Þjónusta okkar nær yfir alla þætti ræstinga.
Ræstingardeildin býður fram þjónustu sína
til endurskipulagningar á ræstingarmálum
fyrirtækja. Þjónusta sem örugglega skilar
árangri.
Við gerum þér tilboð án
skuldbindinga!
RÆSTINGARDEILD
Sími687600
37