Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 41
1MILUARÐ í VELTU
• HAGÞRÓUNIN UM MARGT HAGSTÆD
setti vissulega skugga á hagstæða
mynd, — hann tvöfaldaðist frá árinu á
undan.
Allt frá árinu 1988 hefur leið margra
fyrirtækja legið niður á við. Árið 1990
var árið þegar verðbólgan tók að
hjaðna, — árið 1991 hélt sú þróun
áfram og var verðbólgan orðin svipuð
og jafnvel minni en í flestum viðmið-
unarlöndum okkar. En ekki varð
þetta mörgum fyrirtækjum, sem
komin voru á heljarþröm, að miklum
notum. Gjaldþrotin héldu áfram líkt
og árið á undan.
ÁRIÐ BYRJAÐIVEL - EN...
Árið byrjaði hinsvegar vel og fram-
an af ári sýndi framleiðsluþróun árins
tímabundinn bata frá fyrra samdrætti
og stöðnun áranna á undan. Bjartsýni
gætti eins og alla jafna þegar betur
árar og menn urðu varir við ýmis
þenslumerki, eins og auknar fjárfest-
ingar og stóraukinn innflutning. Undir
lok ársins stefndi aftur í sama horf, í
átt til samdráttar og er enn ekki séð
fyrir endann á þeirri þróun. Ljóst er
að nýtt hagvaxtarskeið hefur ekki
runnið upp, og ekki að sjá að það sé á
næstu grösum.
Ársins 1991 verður áreiðanlega
minnst sem ársins þegar enn ein
gjaldþrotahrina reið yfir, ársins þegar
miklar breytingar urðu á landslagi
fyrirtækjareksturs á íslandi við sam-
runa fyrrum keppinauta á ýmsum
sviðum rekstrar. I mörgum tilvikum
var um að ræða sameiningu stórra
fyrirtækja, t.d. sex öflugra fyrirtækja
í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum svo
dæmi séu tekin.
SAMDRÁTTUR ÞRÁTT FYRIR HÁTT
FISKVERÐ
Alvarlegur samdráttur varð í afla
og vinnslu sjávarfangsins á síðasta
ári. Hinsvegar var verðþróunin 1991
afar hagstæð þegar litið er á heildina
og bætti að hluta upp minni afla. Sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofn-
unar hækkaði verð sjávarafurða um
nærri 12% í erlendri mynt. Hinsvegar
var verðþróun afurða stóriðjufyrir-
tækja óhagstæðari, þær lækkuðu í
verði um 13%.
Rekstrarskilyrði botnfiskveiða og
vinnslu voru allgóð á árinu 1991, eins
og sjá má í listunum hér á eftir. Verð-
hækkanir afurðanna á erlendum
mörkuðum hófust árið 1989 og héldu
áfram 1990 og fyrstu mánuðina í
fyrra. í maí 1991 var verð á botnfiskaf-
urðum án ísfisks hvað hæst þegar það
var 35% hærra en það var að meðal-
tali á árinu 1989. í íslenskum krónum
mælist hækkunin á sama tíma 50% og
munar um minna.
GJALDÞROT 0G SAMRUNI
Eins og fyrr greinir hefur leið ærið
margra fyrirtækja legið niður á við um
nokkurra ára skeið. Á árinu 1991
hættu mörg fyrirtæki í rekstri. Fjöl-
mörg fyrirtæki hafa líka gripið til þess
ráðs að sameinast.
Þessar aðgerðir urðu m.a. til þess
á síðasta ári að í þjóðfélaginu tók að
brydda á atvinnuleysi undir lok árs-
ins, og virðistþað stigmagnast. Áþað
41