Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 40
100 STÆRSTU
118 FYRIRTÆKIMEÐ YFIR
• MÖRG FYRIRTÆKIJUKU VELTU SÍNA • GJALDÞROT OG SAMRUNI
Alls 118 fyrirtæki, á listanum
um stærstu fyrirtæki landsins,
voru með yfir 1 milljarð í veltu á
síðasta ári. Þetta er veruleg
aukning frá árinu 1990 þegar 91
fyrirtæki á listanum velti yfir 1
milljarði króna. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna skipar nú
efsta sæti listans. Það erfir topp-
sætið af Sambandi íslenskra
samvinnufélaga sem skipt hefur
verið upp í sex sjálfstæð hlutafé-
lög.
Tíu efstu fyrirtækin í listanum voru
öll með verulega aukningu í veltu um-
fram verðbólgu að toppfyrirtækinu
sjálfu slepptu, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, Islenskar sjávarafurð-
ir, arfataki sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins, er skráð sem nýtt fyrirtæki
á listanum og veltubreyting frá árinu
áður er því ekki fyrir hendi.
Til gamans höfum við búið til nýtt
heiti yfir fyrirtæki sem velta 1 millj-
arði eða meiru. Þetta er hugtakið
„milljarðamæringur“. Fjöldi
„milljarðamæringa“ á listum Frjálsrar
verslunar á tímabilinu frá 1986 til 1991
hefur aukist úr 45 í 118 fyrirtæki.
Þetta segir þó ekki alla söguna.
Verðlag hefur meira en tvöfaldast á
tímabilinu. Raunaukning „milljarða-
mæringa" á listanum á tímabilinu eru
8 talsins. Þetta þýðir að hefði verðlag
verið stöðugt hefði fyrirtækjunum,
sem velta yfir 1 milljarði, fjölgað úr 45
árið 1986 í 53 á síðasta ári.
Þótt 118 fyrirtæki á listanum séu
með veltu yfir 1 milljarð, og listinn sé
mjög svo tæmandi um stærstu fyrir-
tæki landsins, eru tvö þekkt stór-
fyrirtæki, sem ekki vilja vera á listan-
um, sem færu í flokk „milljarðamær-
inga“.
Þetta eru fyrirtækin IBM og
Fjarðakaup. IBM var með um 2,1
milljarð króna í veltu á árinu 1990 og
TEXTI: JÓN BIRGIR PÉTURSSON
Fjarðarkaup er samkvæmt heimild-
um okkar með veltu á bilinu 1,2 til 1,4
milljarðakróna. Þriðja fyrirtækið sem
væri alveg við það að komast í flokk-
inn er Pharmaco sem var með um 978
milljónir í veltu á árinu 1990. Að vísu
dróst lyfjasala saman á síðasta ári.
Hagþróunin var um margt hagstæð
á síðasta ári. Þannig jukust þjóðar-
tekjur um 2,8%, mest vegna hag-
stæðs verðlags á sjávarvörum.
Landsframleiðslan jókst hinsvegar
minna en þjóðartekjurnar, eða um
1,5%.
Listinn um stærstu fyrirtæki lands-
ins markar viss tímamót að þessu
sinni. Aldrei fyrr hafa eins mörg fyrir-
tæki gefíð upp veltutölur sínar. Þá
skal þess getið að sú breyting hefur
verið gerð á atvinnugreinalistunum
að þeim er nú raðað upp eftir veltu. í
þeim tilvikum þar sem veltutölur eru
ekki fyrir hendi er raðað upp eftir
Qölda starfsmanna.
Hinsvegar má kenna pólitíkinni um
hvernig fór, eða eins og segir í Þjóð-
arbúskapnum, skýrslu Þjóðhags-
stofnunar um framvinduna 1991:
„Slaki í hagstjórn í aðdraganda kosn-
inganna til Alþingis í fyrra átti hins-
vegar sinn þátt í þeirri þenslu sem
setti svip sinn á þjóðarbúskapinn
framan af ári og leiddi til vaxandi við-
skiptahalla". Viðskiptahalli ársins
40