Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 34
ALÞJÓÐLEG MARKAÐSMÁL
ÖFLUG LANDKYNNING ER NAUÐSYNLEGT BAKLAND FRAMFARA:
VÍÐA LIGGJA VANNÝTTIR
MÖGULEIKAR ÍSLENDINGA
Á sama tíma og íslenskt efna-
hagslíf er í öldudal liggja víða
vannýttir möguleikar til að rífa
efnahagslífið upp úr lægðinni.
Þeir byggja allir á að innleiða
nýjan hugsunarhátt og fara nýj-
ar leiðir. Fyrir meira en tveimur
áratugum var það mál málanna
að atvinnurekstur Islendinga
væri of einhæfur, byggðist um of
á sjávarútvegi, og renna þyrfti
fleiri stoðum undir atvinnulífið.
Nákvæmlega sömu setningar
eru sagðar núna, tuttugu árum
síðar.
Erlendir sem innlendir markaðs-
menn hafa um skeið haft á orði að
ísland sé gimsteinn og að hér liggi
vannýttir fjársjóðir. Helstu auðlind-
irnar eru góð menntun þjóðarinnar,
góður fiskur, gnægð orku og falleg og
spennandi náttúra sem laðar að er-
lenda ferðamenn.
Á undanfömum árum hefur auk
þess verið bent á aukna möguleika
sem tengjast frísvæði, sölu á orku um
sæstreng, alþjóðlegum fjármálum,
útflutningi á hugbúnaði, sölumennsku
erlendis, útflutningi á heilsugæslu-
þjónustu, auknum gæðum í sjávar-
útvegi og síðast en ekki síst því að
draga að efnaðari erlenda ferðamenn.
NAUÐSYN Á JÁKVÆÐRIÍMYND
ÍSLANDS Á ERLENDRIGRUND
í umræðunni um aukna möguleika
hefur hugtakið ímynd ósjaldan komið
fyrir. Bent hefur verið á nauðsyn
þess að kynna landið Island og skapa
því jákvæða ímynd á erlendri grund.
Sú ímynd sem markaðsmenn sjá fyrir
sér af íslandi tengist heilbrigðis- og
umhverfismálum sem óðum eru að
verða mál málanna um allan heim.
Góð ímynd þjóðarinnar á alþjóða-
vettvangi skilar sér ekki aðeins í
ferðaþjónustunni heldur á öllum svið-
um útflutnings á vörum og þjónustu.
Hún er því öflugt bakland framfara í
íslensku atvinnulífi; gæðastimpill sem
opnar nýjar leiðir í viðskiptum.
ímyndin verður hins vegar að standa
undir nafni. Gæðin verða að vera fyrir
hendi.
Fijáls verslun hefur rætt við
nokkra aðila um aukna möguleika
þjóðarinnar á jákvæðri ímynd með
áherslu á gæði. Þau eru: Pétur J. Ei-
ríksson, framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Flugleiða, Hildur Jónsdóttir,
yfirmaður innanlandsdeildar Sam-
vinnuferða-Landsýnar, Ólafur Steph-
ensen, markaðsráðgjafi, Friðrik Páls-
son, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og Grímur Valdimars-
son, forstjóri Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins.
„MEÐ EITTHVAÐ HREINNA
OG FERSKARA EN AÐRIR“
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs hjá Flugleiðum:
„Það eru óteljandi möguleikar í boði
ef okkur tekst að koma þeim skila-
boðum til neytenda að við séum með
eitthvað hreinna og ferskara en aðrir.
Ég legg þó áherslu á að við séum
trúverðug. Gæðin verða að vera í
samræmi við þær hugmyndir sem við
erum að vekja hjá kaupandanum.“
„ísland er ferskt og spennandi í
augum útlendinga,“ segir Hildur
Jónsdóttir, yfirmaður innanlands-
Víða eru íslenskt efnahagslíf með vannýtta möguleika. Með nýjum leiðum
og nýjum hugsunarhætti væri hægt að gera stórátak til framfara og bæta
lífskjörin hér á landi.
TEXTI: BJARNI BENEDIKTSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
34