Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 34

Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 34
ALÞJÓÐLEG MARKAÐSMÁL ÖFLUG LANDKYNNING ER NAUÐSYNLEGT BAKLAND FRAMFARA: VÍÐA LIGGJA VANNÝTTIR MÖGULEIKAR ÍSLENDINGA Á sama tíma og íslenskt efna- hagslíf er í öldudal liggja víða vannýttir möguleikar til að rífa efnahagslífið upp úr lægðinni. Þeir byggja allir á að innleiða nýjan hugsunarhátt og fara nýj- ar leiðir. Fyrir meira en tveimur áratugum var það mál málanna að atvinnurekstur Islendinga væri of einhæfur, byggðist um of á sjávarútvegi, og renna þyrfti fleiri stoðum undir atvinnulífið. Nákvæmlega sömu setningar eru sagðar núna, tuttugu árum síðar. Erlendir sem innlendir markaðs- menn hafa um skeið haft á orði að ísland sé gimsteinn og að hér liggi vannýttir fjársjóðir. Helstu auðlind- irnar eru góð menntun þjóðarinnar, góður fiskur, gnægð orku og falleg og spennandi náttúra sem laðar að er- lenda ferðamenn. Á undanfömum árum hefur auk þess verið bent á aukna möguleika sem tengjast frísvæði, sölu á orku um sæstreng, alþjóðlegum fjármálum, útflutningi á hugbúnaði, sölumennsku erlendis, útflutningi á heilsugæslu- þjónustu, auknum gæðum í sjávar- útvegi og síðast en ekki síst því að draga að efnaðari erlenda ferðamenn. NAUÐSYN Á JÁKVÆÐRIÍMYND ÍSLANDS Á ERLENDRIGRUND í umræðunni um aukna möguleika hefur hugtakið ímynd ósjaldan komið fyrir. Bent hefur verið á nauðsyn þess að kynna landið Island og skapa því jákvæða ímynd á erlendri grund. Sú ímynd sem markaðsmenn sjá fyrir sér af íslandi tengist heilbrigðis- og umhverfismálum sem óðum eru að verða mál málanna um allan heim. Góð ímynd þjóðarinnar á alþjóða- vettvangi skilar sér ekki aðeins í ferðaþjónustunni heldur á öllum svið- um útflutnings á vörum og þjónustu. Hún er því öflugt bakland framfara í íslensku atvinnulífi; gæðastimpill sem opnar nýjar leiðir í viðskiptum. ímyndin verður hins vegar að standa undir nafni. Gæðin verða að vera fyrir hendi. Fijáls verslun hefur rætt við nokkra aðila um aukna möguleika þjóðarinnar á jákvæðri ímynd með áherslu á gæði. Þau eru: Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Flugleiða, Hildur Jónsdóttir, yfirmaður innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar, Ólafur Steph- ensen, markaðsráðgjafi, Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Grímur Valdimars- son, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. „MEÐ EITTHVAÐ HREINNA OG FERSKARA EN AÐRIR“ Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs hjá Flugleiðum: „Það eru óteljandi möguleikar í boði ef okkur tekst að koma þeim skila- boðum til neytenda að við séum með eitthvað hreinna og ferskara en aðrir. Ég legg þó áherslu á að við séum trúverðug. Gæðin verða að vera í samræmi við þær hugmyndir sem við erum að vekja hjá kaupandanum.“ „ísland er ferskt og spennandi í augum útlendinga,“ segir Hildur Jónsdóttir, yfirmaður innanlands- Víða eru íslenskt efnahagslíf með vannýtta möguleika. Með nýjum leiðum og nýjum hugsunarhætti væri hægt að gera stórátak til framfara og bæta lífskjörin hér á landi. TEXTI: BJARNI BENEDIKTSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.