Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 21
FRETTIR
VEÐ HF:
EINS KONAR VEÐBANKI
Pétur H. Blöndal, stjórnarformaður Veðs hf., sá sem átti hug-
myndina að stofnun fyrirtækisins.
Mjög athyglisvert fyrir-
tæki hefur verið stofnað
hérlendis. Það heitir Veð
hf. og sérhæfir sig í fjár-
mögnun verkefna (proje-
ct financing) og er það
nýjung hér á landi. Slík
fyrirtæki eru algeng er-
lendis og koma oft við
sögu við fjármögnun
stærri verkefna svo sem
skipasmíða, kvikmynda-
gerða og bygginga fast-
eigna. Hugmyndina að
stofnun Veðs hf. átti Pét-
ur H. Blöndal stærðfræð-
ingur.
Veð er þannig nokkurs
konar veðbanki þar sem
þeir, sem Iána, taka að
fullu þátt í þeim arði sem
veðið skilar. Algengt er
að fólk láni veð í íbúðum
sínum án þess að fá nokk-
uð fyrir ef vel gengur,
nema þakkirnar einar. Ef
illa fer fyrir því fyrirtæki,
sem fékk veðið að láni,
rnega þeir, sem lána veð-
ið, aftur á rnóti taka skell-
inum.
Sú áhætta, sem hlut-
hafar Veðs hf. taka, er
þekkt og felst fyrst og
fremst í mikilli lækkun á
fasteignaverði eða sölut-
regðu. Arðsemi er um 30
til 40 prósent ef íbúða-
verð helst óbreytt en
hverfur ef íbúðaverð
lækkar um meira en 20
prósent. Hækkun á fast-
eignaverði mun aftur á
móti hækka arðsemi
verulega.
Fyrsta verkefni Veðs
hf. er íbúðabyggðin Set-
bergshlíð í Hafnarfirði
sem nýlega var keypt af
SH-verktökum. Kaup-
verðið var 475 milljónir,
þar af um 130 milljónir
staðgreiðsla. Verkefnið
var upphaflega að verð-
mæti um 900 milljónir
króna og er því að hálfu
lokið. Veð hf. mun sjá um
að stýra þeim fram-
kvæmdum sem eftir eru
og sjá um sölu eignanna.
SH-verktakar sjá áfram
um framkvæmdir.
Hlutafé Veðs er 400
þúsund krónur en hlut-
hafar skuldbinda sig til
þess að lána fyrirtækinu
325 falt hlutafé sitt eða
130 milljónir króna. Það
er nýjung að hluthafar
geta sinnt þessari skyldu
sinni með því að lána
Veði hf. veð í fasteign
sem þeir eiga skuldlausa
eða skuldlitla.
Helsti hluthafi í Veði er
SH-verktakar en aðrir,
22 samtals, eiga 45 prós-
ent hlutafjárins og lán
þeirra nema um 60 millj-
ónum króna. Stefnt er að
því að selja allan hlut SH-
verktaka.
Stjórn Veðs hf. er þann-
ig skipuð: Pétur H. Blönd-
al stjórnarformaður, Sig-
urður Magnússon og
Þýðingar og textaráðgjöf
FYRIR FYRIRTÆKIOG EINSTAKLINGA -w
TJARNARGÖTU 4 101REYKJAVÍK SÍMRITI 91-626884
► Löggiltir skjalaþýðendur á og úr ensku
► Þýðingar á og úr Norðurlandamálum
► Þýðingar á og úr spænsku, rússnesku og þýsku
► Prófarkalestur
► Skjót og vönduð vinnubrögð
Ellen Ingvadóttir,
sírni 91-626588
Páll Heiðar Jónsson,
sími 91-627509
Löggiltir skjalaþýðendur
og dómtúlkar
21