Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 28
FRETTASKYRING
á höfuðborgarsvæðinu
r ■■■■ x
23 milljarðar
Aðrir
33
O/
n
Bónus
—-j--1
%
Fjarðarkaup
%
Mikligarður
BONUS
"f i ■ i.
10-11
JRJ
Þetta er matvörumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup, Bónus og 10-11 búðirnar eru með um 50 prósent
markaðarins. Það er ægivald gagnvart framleiðendum, heildsölum og neytendum.
í stórmarkað sem lagði ríkari áherslu
á gæði, aukna þjónustu, mikið vöru-
val og dýrara og fallegra húsnæði.
Lengst náði þessi þróun hjá Hagkaup
með opnun verslunarinnar í Kringl-
unni.
í þessari stöðu var hins vegar kom-
ið tómarúm á markaðnum.
Það tómarúm var verslun
sem eingöngu legði áherslu
á afar lágt vöruverð,
skamman opnunartíma og
ódýrt húsnæði. Þetta tóm-
arúm nýtti Jóhannes í Bónus
sér. Hann opnaði Bónus
fyrir þremur árum í litlu og
fremur óhrjálegu húsnæði
við Skútuvoginn. Síðan hef-
ur Bónus verið ævintýrið á
matvörumarkaðnum. Litla
verslunin við Skútuvoginn
varð að verslunarkeðju sem
velti hvorki meira né minna
en um 2,7 milljörðum á síð-
asta ári.
Eigendur Hagkaups stóðu
frammi fýrir þeirri staðreynd
að hópurinn, sem vill ein-
göngu lágt verð og lítið vöruval, var að
stækka. Þess vegna ákváðu þeir fyrir
nokkru að taka þátt í þessum markaði
af fullri hörku. Þeir undirbjuggu í sumar
stofnun lítilla verslana undir öðru heiti
en Hagkaup og sem yrðu með sama
sniði og Bónus.
Islenski matvörumarkaðurinn
veltir 37 milljörðum á ári
Hagkaup
Bónus
10-11
Aðrar
verslanir
\\
4\ 6 m 'o
r
©
Þetta er skiptingin á íslenska inatvælamarkaðnum
eftir breytingarnar. Hagkaup, Bónus og 10-11 búðirnar
eru með um 32 prósent markaðarins á öllu landinu.
HAGKAUP UNDIRBJÓ BLÓÐUGT
STRÍÐ Á AFSLÁTTARMARKAÐNUM
I uppsiglingu var því blóðugt stríð
og fyrirsjáanlegur taprekstur beggja á
meðan á stríðstímanum stæði og þar
til annar stæði uppi sem sigurvegari.
Tap er hins vegar ekki eitt-
hvað sem menn henda út um
gluggann og gleyma. Líkt og
menn gleyma ekki sviðinni
jörð og rjúkandi rústum í al-
vöru styrjöldum. Þetta tap
hefði þurft að vinna upp og
slíkt gerist ekki nema að
hækka verðið aftur. Pening-
ar vaxa nefnilega ekki á
trjánum.
í ljósi þess fórnarkostn-
aðar, sem fyrir lá, verður að
meta stöðuna hjá bæði eig-
endum Hagkaups og Bónus í
júlí þegar milligöngumaður-
inn, RagnarTómasson, sem
hafði fengið nei á víxl til þess
tíma, var beðinn um að
koma á leynilegum fundi
stríðsaðila. Markmiðið var
JRJ
28