Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 44
100 STÆRSTU
SKÝRINGAR Á HUGTÖKUM
Nauðsynlegt er að birta hér í stuttu
máli nokkrar skýringar á hugtökum,
sem notuð eru á lista blaðsins yfir
stærstu fyrirtæki landsins, ásamt
þeim fjölmörgu sérlistum sem með
fylgja. Sumir liðanna skýra sig auðvit-
að sjálfir, aðra er betra að skýra nán-
ar.
VELTA í MILUÓNUM
Fyrirtækjum á aðallista blaðsins er
raðað eftir veltu fyrirtækjanna. Á
sérlistum er fyrirtækjum einnig
raðað eftir veltu. Er það í fyrsta
skiptið sem það er gert. Þar er
um að ræða brúttótekjur með
virðisaukaskatti, þ.e.a.s. út-
skattinum sem fyrirtækið skilar.
Áður en virðisaukaskattur kom
til sögunnar var söluskattur tal-
inn með á sama hátt. Brúttóvelta
fýrirtækis er sýnd áður en nokk-
ur kostnaður eða umboðslaun
eru dregin frá.
Stofiitölur geta að sjálfsögðu
verið ærið misjafnar allt eftir því
hvers eðlis reksturinn er. Þegar
um er að ræða venjulegt verslun-
ar- eða iðnfyrirtæki er málið ein-
falt, -brúttótekjur fyrirtækisins eru
ljósar og VSK innifalinn í veltunni.
Sama á einnig við um kaupfélögin,
sem við flokkum sérstaklega enn á
ný. Þó ber þess að gæta að mörg
kaupfélaganna eru með margslunginn
rekstur; útgerð, fiskvinnslu, iðnað,
og sláturhúsarekstur. Skýring á þeim
liðum kemur hér á eftir.
Útgerðarfyrirtæki og félög sem
stunda fiskvinnslu eru oft með bland-
aðan rekstur. Algengt er að fyrirtæki
stundi hvort tveggja, útgerð og fisk-
verkun. í þeim tilvikum er aflaverð-
mæti skipanna lagt við verðmæti af-
urða í fiskvinnslunni.
Velta banka, sparisjóða og verð-
bréfafyrirtækja er talin fjármunatekjur
þeirra og aðrar rekstrartekjur. Velta
tryggingafélaga er samtala reiknings-
liðanna „iðgjöld ársins“ og „fjármuna-
tekjur“.
Fyrirtæki í útflutningi eru talin
hafa veltu sem nemur útflutnings-
verðmæti afurða sem þau flytja út á
vegum umbjóðenda sinna. Við þá tölu
bætist í mörgum tilvikum innflutning-
ur, sem sum fyrirtækjanna stunda, en
auk þess sala á innanlandsmarkaði, sé
um slíka sölu að ræða.
BREYTING í % FRÁ FYRRA ÁRI(f.f.á.)
í sjálfu sér þarf þessi liður ekki
skýringa við. Þessar upplýsingar eiga
ævinlega við um liðinn vinstra megin
við hann. Sumum kann að finnast
sumar prósentutölur í þessum dálk-
um einkennilega háar, eða lágar. Því
er til að svara að hundraðshlutföll
geta af fjölmörgum ástæðum hækkað
eða lækkað mjög á milli ára. Ekki síst
á þetta við, þegar samanburður er
gerður á lágum tölum.
VELTUBREYTING AÐ FRÁDREGNUM
VERÐBREYTINGUM
í þessum lið er leitast við að draga
frá þann hluta veltubreytingar í krón-
um talið, sem orðið hefur vegna verð-
lagsbreytinga, en þær hafa verið litlar
að undanförnu. Venjan hefur verið sú
að miða við breytingar lánskjaravísi-
tölu. Meðaltal lánskjaravísitölu ár-
anna 1990 og 1991 hækkaði um 7,6%.
Ljóst er að veltubreytingar fyrir-
tækja vegna verðlagsbreytinga verða
á ýmsan hátt til. Lánskjaravísitalan er
alls ekki einhlítur mælikvarði. Hér er
þó ekki kostur á að taka tillit til slíks.
HAGNAÐUR í MILUÓNUM KRÓNA
Hagnaður fyrirtækjanna er
gefinn upp fyrir skatta, tekjusk-
att og eignarskatt. Þessi aðferð
er valin vegna þess að sú tala
þykir gefa betri mynd af afkomu
fyrirtækjanna en hagnaður eftir
skatta, meðal annars vegna
skattalegra ráðstafana hjá fyrir-
tækjum, sem geta skekkt sam-
anburð verulega.
HAGNAÐUR í % AF VELTU
Hér er miðað við hagnað fyrir
skatt eins og fyrr greinir. Þessi
samanburður gefur auðveldan
samanburð á þróuninni milli ára.
HAGNAÐUR í % AF EIGINFÉ
Þetta hlutfall gefur til kynna arð-
semi eiginfjármagns í fyrirtæki. Eigið
fé er þá talið bæði skattlagt og óskatt-
lagt eigið fé.
EIGIÐ FÉ í MILU. KRÓNA
Hér er um að ræða allt bókfært
eigið fé fyrirtækis, óskattlagt eigið fé,
hlutafé og aðra eiginfjárliði.
EIGINFJÁRHLUTFALL
Hér kemur fram hlutfallið á milli
eiginfjár og heildarfjármagns fyrir-
tækis. Þessu hlutfalli er ætlað að sýna
gjaldhæfni fyrirtækis.
Skýringar á hugtökum
VELTA I
MILLJÓNUM
JRJ
44