Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 89
Velta í mlllj. króna Breyt. í% f.f.á. Meðal- fjöldi starfsm. Breyt. í% f.f.á. Bein laun í millj. króna Breyt. í% f.f.á. Meðal- laun í þús. króna Breyt. í% f.f.á.
S. Waage sf., skóverslanir - - 22 5 28.3 22 1286 16
Verslunin Einar Ólafsson - - 15 3 18.5 3 1233 1
Kjöthöllln - - 10 -6 6.6 -21 660 -16
HAGSKÝRSLUR
Bækur um landsins gagn og nauðsynjar
Nýlegar útgáfur
EES í tölum
Hagstofa Evrópubandalagsins og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA hafa gefið þetta upplýsingarit út. í
því er að finna yfirlit um mannfjölda og umhverfi, efnahagslff, atvinnulíf, verðlagsmál, peningamál,
samgöngur, menntamál o.fl. Gefnar eru upplýsingar um einstök lönd EFTA og EB og einnig dregnar
saman upplýsingar fyrir EFTA, EB og Evrópska Efnahagssvæðið í heild. Ritið kostar 100 kr.
Statistik utan gránser
í samvinnu við hagstofur hinna Norðurlandanna hefur Hagstofa íslands gefið út geisladisk sem á er
gagnagrunnur með norrænu og alþjóðlegu talnaefni. Gagnagrunninum fylgir einnig forrit sem er notað til
þess að leita í honum og vinna með talnaefnið. Hægt er að setja efnið fram á myndrænan hátt t.d. í súlum,
stöplum, sneiðmyndum o.þ.h. Geisiadiskurinn kostar 4.000 kr.
Fyrirtækjaskrá 1992
Fyrirtækjaskrá er nú með nýju sniði, þannig að nú er auk kennitölu og heimilisfangs fyrirtækja og
félagasamtaka að finna símanúmer og virðisaukaskattsnúmer þeirra. Skráin kostar 2.700 kr.
Norræn tölfræöihandbók 1992
Hagstofan annast dreifingu hérlendis á Norrænni tölfræðihandbók (Yearbook of Nordic Statistics), sem
Norðurlandaráð og norræna hagstofan gefa út, í riti þessu er margvfslegur fróðleikur í talnaformi um
Norðurlönd og þær þjóðir sem þau byggja. Handbókin fyrir árið 1992 er um 430 bls., verð 2.500 kr.
Vœntanlegar útgáfur í október Landshagir 1992
Í ritinu er að finna núkinn fróðleik um mannfjölda, atvinnuvegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál,
þjóðarbúskap, verslun o.m.fl. Ómissandi rit öllum þeim sem vilja fræðast um hag lands og þjóðar. Ritið
mun kosta 2.100 kr.
Verslunarskýrslur 1991
í þeim eru ítarlegar upplýsingar um utanríkisviðskipti íslendinga á árinu 1991. Skýrslan hefur verið
endurbætt, þannig að nú er að finna texta við öll tollnúmer og gerir það hana mun aðgengilegri en áður.
Öllum þeim scm viija kynna sér viðskipti okkar við umheiminn er hún ómissandi rit. Skýrslan mun kosta
1.800 kr.
Kosningaskýrslur
Út eru að koma skýrslur um Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 annars vegar og Alþingiskosningarnar
1991 hins vegar. Tekin er upp sú núbreytni að gefa úr skýrslu um sveitarstjórnarkosningar í sérriti, en
skýrslan um alþingiskosningarnar er með hefðbundnu sniði. Hvort rit mun kosta 500 kr.
Sveitarsjóöareikningar 1987-1988
Hagstofan hefur gert gagnskör að því að koma út skýrslum um sveitarsjóðareikninga og síðan 1990 hafa
komið út reikningar sveitarfélaga fyrir árin 1979-1986. í október kemur út skýrsla um sveitarsjóðareikninga
fyrir árin 1987 og 1988 og um áramót eru væntanlegar skýrslur fyrir árin 1989 og 1990. Sveitarsjóðareikningar
1987-1988 munu hún kosta 1.800 kr.
HAGSTOFA ÍSLANDS
Skuggasundi 3,150 Reykjavík_______________
89