Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 12
EFNAHAGSMÁL
FRAMVINDA OG HORFUR:
ATVINNULÍFIÐ
GREIÐIR12%
RAUNVEXTI
Raunvextir banka á útlánum hafa stórlega hækkað frá
árinu 1989.
Raunvextir banka og spari-
sjóða á óverðtryggðum útlánum
hækkuðu um 1,5 til 2 prósent
fyrstu sex mánuði ársins miðað
við í fyrra. Fannst þó mörgum að
raunvextir banka væru nógu há-
ir í fyrra. Fyrstu sex mánuðina
þurfti atvinnulífið og einstakl-
ingar að greiða yfir 12 prósent
raunvexti af óverðtryggðum út-
lánum.
Samkvæmt útreikningum Seðla-
banka íslands voru raunvextir, vextir
umfram verðbólgu, á almennum
óverðtryggðum skuldabréfum um
12,6 prósent að jafnaði fyrstu sex
mánuði ársins og 12,3 prósent á 60
daga víxillánum.
Á meðfylgjandi línuriti sést þróun
vaxta á þessum tveimur algengu út-
lánaformum frá árunum 1986 til 1991
að viðbættum fyrstu sex mánuðum
þessa árs. Niðurstaðan er einföld.
Raunvextir hafa hækkað á bilinu 3 til 4
prósent frá árinu 1989 og hvorki
meira né minna en um 8 prósent frá
árunum 1986 og 1987.
Á verðtryggðum útlánum banka og
sparisjóða hefur einnig orðið umtals-
verð hækkun. Fyrstu sex mánuði
ársins voru raunvextir slíkra lána 10,1
prósent borið saman við 9,6 prósent í
fyrra og 7,8 prósent á árinu 1990. Á
einu og hálfu ári hafa því raunvextir á
verðtryggðum útlánum hækkað um
2,3 prósent að jafnaði. Árið 1986 voru
raunvextir á þessum útlánum 5,1
prósent.
Þessi mikla raunvaxtahækkun,
sem dembst hefur yfir atvinnulífið og
einstaklinga, kemur á sama tíma og
þensla í þjóðfélaginu hefur dottið nið-
ur vegna minnkandi eftirspumar sem
stafar af minnkandi þjóðarfram-
leiðslu. Að sjálfsögðu hafa háir raun-
vextir einnig slegið á þensluna.
Víkjum þá að raungengi krónunnar.
Raungengi krónunnar lýsir best af
öllu samkeppnishæfni íslendinga í
viðskiptum við aðrar þjóðir. Hækk-
andi raungengi þýðir að samkeppnis-
staðan sé að versna en lækkandi að
hún sé að batna.
Frá árinu 1980 náði raungengið há-
marki á árunum 1987 og 1988. Eftir
það lækkaði það verulega og hefur
haldist svipað síðan. Ljóst er þó að
raungengið hefur hækkað aðeins það
sem af er þessu ári.
Raungengið er mælt út frá fram-
færslukostnaði hérlendis og launa-
kostnaði miðað við verðbólgu, gengi,
laun, atvinnu og framleiðslu í helstu
viðskiptalöndum okkar. í meðfylgj-
andi línuriti er hvort tveggja sýnt.
Ferðaþjónustan getur unað vel við
sinn hag á þessu ári. Koma erlendra
ferðamanna fýrstu átta mánuði árs-
ins, 116 þúsund talsins, var meiri en á
sama tíma í fyrra sem var metár í
komu erlendra ferðamanna. íslend-
ingar hafa einnig verið meira á far-
aldsfæti til útlanda á árinu en í fyrra.
Að vísu var nokkur fækkun á ferðum
þeirra í júlí og ágúst miðað við sömu
mánuði fyrir ári en aukningin síðast-
liðinn vetur og vor vegur það upp.
Atvinnuleysi í ágúst var minna en í
júlí. Meira dró úr atvinnuleysi hjá
konum en körlum.
Raungengi krónunnar, sem mætir samkeppnisstöðu Islendinga gagnvart
öðrum þjóðum, hefur mjakast upp á við frá árinu 1990. Samkeppnisstaðan
hefur versnað sem því nemur.
TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N
12